Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 37
SUNNUDAGUR 2. maí 2004 25 Læknafélag Reykjavíkur Almennur félagsfundur Læknafélags Reykjavíkur verður haldinn þriðjudagskvöldið 4. maí 2004 kl. 20:00 í Hlíðasmára, Kópavogi. Fundarefni: Samskipti lækna og byrgja – hvert skal stefna? Frummælendur: Runólfur Pálsson formaður Lyflæknafélags Íslands Elínborg Bárðardóttir formaður Félags íslenskra heimilislækna Jóhannes Gunnarsson lækningaforstjóri LSH Gunnar Ármannsson hdl. Framkvæmdastjóri LÍ Fundarstjóri: Sigurður Guðmundsson landlæknir Vinsamlegast staðfestið móttöku. Læknafélag Reykjavíkur 450269-2559 Hlíðasmári 8 201 Kópavogur Tónleikastaður unga fólksins Síðustu ár hefur talsvert borið á ungum hafnfirskum hljómsveitum á borð við Botnleðju, Sign, Úlpu og Lödu Sport. Hafnarfjarðarbær hef- ur stutt vel við bakið á þeim og út- vegar sveitunum æfingarhúsnæði sem þær borga fyrir með því að spila á uppákomum á vegum bæjar- ins. Gamla bókasafnið hefur tölu- vert verið nýtt undir tónleikahald og segir Geir að tónlistin skipi stór- an sess í lífi unga fólksins. „Þrátt fyrir magurt húsnæði og umgjörð eyddum við drjúgum hluta af pen- ingunum í hljóðkerfi því við vissum að það vantaði aðsetur fyrir unga hljómlistarmenn til að halda tón- leika,“ segir Geir. „Og það er það sama með tónleikana. Við héldum fyrstu tónleikana sjálf en sögðum hljómsveitunum að staðurinn væri þeim opinn og fyrir vikið hafa þær og skólarnir haldið tónleika hér. Tónleikarnir eru á hálfsmánaðar- fresti og undantekningarlaust er fullt út fyrir dyr, margar hljóm- sveitir og rosaleg stemmning.“ Ráðgjafi á fæti Flestir sem sækja kaffihúsið koma úr Iðnskólanum eða Flens- borgarskólanum. Það hefur þó færst í vöxt að ungt atvinnulaust fólk sæki húsið. „Á næsta ári viljum við fá hingað inn ráðgjafa- og stuðningsþjónustu. Að hér sé starfsmaður með ráð- gjafamenntun en samt á fæti þannig að hann sé ekki lokaður inni á skrifstofu. Þá getur hann bæði veitt formleg viðtöl og talað við krakkana eins og þau eru. Þeir sem sækja húsið þurfa stuðning og við höfum ekki tíma til að sinna þeim nægilega vel. Ráðgjafinn myndi að- stoða þau við að sækja um vinnu, benda þeim á hina og þessa kosti, styðja þá við að fara aftur í skólann og svo framvegis. Þetta hefur verið rannsakað og það kemur í ljós að krakkar í grunnskólanum fá fínan stuðning. Þegar þau eldast vantar hins vegar þetta stuðningsnet og þess vegna höfum við sérstakan áhuga á því. Það myndi líka tengja okkur betur við framhaldsskólana og námsráðgjafana í grunnskólun- um. Hugsunin er sú að nú þegar sjálfræðisaldurinn er komin í átján ár ber sveitarfélagið ábyrgð á börn- unum. Við hendum þeim hins vegar út úr grunnskólunum fimmtán ára og síðan ekki söguna meir. Náms- ráðgjafarnir í grunnskólunum gætu unnið með þeim krökkum sem eru í áhættuhóp, miðlað upplýsingunum til okkar og við gætum þá haldið áfram að styðja við þau.“ Geir segir Gamla bókasafnið þó ekki ætla að fara í sömu starfsemi og Hitt húsið enda sé gott og mikið starf unnið þar. Meiri sköpun – minni mötun Mikil þörf var á menningarhúsi í anda Gamla bókasafnsins er ef marka má rannsókn sem Hafnar- fjarðarbær lét gera og tók til 400 unglinga, 16 ára og eldri. „Þar spurðum við hvort þau hefðu áhuga á slíku húsi og þau höfðu það svo sannarlega. Við höfum unnið eftir hugmyndum þeirra en þau sögðu líka að þau hefðu áhuga á að sækja listanámskeið sem við höfum kannski ekki sinnt nægilega vel,“ segir Geir og á þá við námskeið í ljósmyndun, tískuhönnun og svo framvegis. „Framhaldsskólarnir sinna ágætlega sínu akademíska uppeldi en hlúa kannski ekki nóg að frumkvæði og sköpun og þar eigum við að koma inn.“ Geir telur að stór hluti þeirra sem sæki húsið hafi sótt í félags- miðstöðvar í grunnskóla. „Fyrir vikið eru þau kannski svolítið vön mötun en við erum ekki hlynnt því. En það verður líka að breyta félagsmiðstöðvunum þannig að þar verði meira um sköpun og minna um mötun.“ En mun starfsfólk Gamla bóka- safnsins taka vel í allar hugmyndir unga fólksins, sama hverjar þær eru? „Ég er eiginlega að bíða eftir því verkefni sem við segjum nei við. Það hefur ekki komið ennþá,“ segir Geir Bjarnason, forstöðumað- ur Gamla bókasafnsins, að lokum. kristjan@frettabladid.is SKENKURINN Unga fólkið mótar húsnæðið að eigin hug- myndum og er skenkurinn gott dæmi um það. Smiður var fenginn til að smíða hann en gestir og gangandi fengu að hafa putt- ana í verkinu. Upphaflega átti skenkurinn að vera úr kirsuberjavið en endaði svona. Geir Bjarnason Forstöðumaður Gamla bókasafnsins og forvarnarfulltrúi Hafnar- fjarðarbæjar segist enn vera að bíða eftir þeirri hugmynd frá unga fólkinu sem hann telji sig þurfa að segja nei við. Samkvæmt könnun breskakarlablaðsins Stag and Groom njóta ein af hverjum fjórum hjónum ekki ásta á brúð- kaupsnóttinni. Hjónin sem nenntu ekki að eiga samfarir á þessum merka degi í lífi sínu sögðust flest hafa verið of drukkin eða of þreytt. Eitt parið sagðist hafa eytt nóttinni í að horfa á kvikmynd Alfreds Hitchcock, Psycho. Ritstjóri blaðsins segir að þessi niður- staða komi sér á óvart, hann hefði haldið að brúðkaupsdagur- inn væri svo sérstakur að hjón myndu kjósa að verja honum á hefðbundinn hátt. ■ BLÚSSANDI HAMINGJA Mörg brúðhjón eru of drukkin eða of þreytt til þess að njóta ásta á brúð- kaupsnóttina. Ný könnun: Ekkert kynlíf á brúðkaupsnótt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.