Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.05.2004, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 03.05.2004, Qupperneq 1
● hefur selt meira en arnaldur í þýskalandi Jón Sveinsson: ▲ SÍÐA 30 Fallinn í gleymskunnar dá ● 53 ára í dag Kristín Ástgeirsdóttir: ▲ SÍÐA 18 Mætir með köku í vinnuna ● valur vann eftir bráðabana Karlahandboltinn: ▲ SÍÐUR 20 og 22 Valur og Haukar í úrslitum MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 MÁNUDAGUR FJÖLMIÐLAFRUMVARP RÆTT Fyrsta umræða um frumvarp til laga um eignarhald á fjölmiðlum verður á Alþingi í dag og hefst kl. 15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG SKAPLEGT Í BORGINNI Þar má búast við þokkalega björtu veðri og skaplegum vindi. Áfram verður þó fremur svalt, með snjókomu eða éljum fyrir norðan. Sjá síðu 6. 3. maí 2004 – 120. tölublað – 4. árgangur LANDSMENN ÓSAMMÁLA BIRNI Tæplega 80 prósent landsmanna eru ósammála þeirri ákvörðun Björns Bjarna- sonar dómsmálaráðherra að skipa Ólaf Börk Þorvaldsson sem hæstaréttardóm- ara. Sjá síðu 2 EFAST UM ÁKVÆÐI Í FJÖLMIÐLA- FRUMVARPI Einn nefndarmanna sem skiluðu skýrslu um eignarhald á fjölmiðlum segir ákvæði um að markaðsráðandi fyrir- tæki í óskyldum rekstri megi ekki eiga í fjöl- miðlum mjög umhugsunarvert. Sjá síðu 2 MYNDIR VEKJA REIÐI Birting mynda sem sýna íröskum föngum misþyrmt hafa vakið mikla reiði og vantrú á framferði banda- rískra og breskra hermanna. Sjá síðu 4 GAGNRÝNIR STJÓRNVÖLD Formað- ur Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavík- ur segir ljóst að frekari uppsagnir séu framundan hjá varnarliðinu. Hann gagn- rýnir stjórnvöld fyrir að taka ekki á málun- um. Sjá síðu 6 Sa m kv æ m t f jö lm i›l ak ön nu n Ga llu ps m ar s '0 4 48%65% Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 Dýrleif Örlygsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Smíðaði vegg í kringum bókahillur ● fasteignir Allt bleikt í sumar: Kvenlegri karlmenn TÍSKA Aðalliturinn fyrir „metro- sexual“ karlmenn, karlmenn sem er mjög annt um útlitið, er bleik- ur. Dæmi um slíka karlmenn er til dæmis fótboltastjarnan David Beckham og kvennagullið og kvikmyndastjarnan Orlando Bloom. Í sumar verður allt í bleiku ef marka má breska fatahönnuði. Allt frá bolum niður í sokka verður bleikt og eru karlmenn farnir að taka aðeins meiri áhættur í fata- vali að fordæmi stjarnanna. Paul Smith, einn fremsti fatahönnuður Breta, segir að ljósir litir verði mikið í tísku í sumar, þá sérstak- lega bleikur og segir enn fremur að karlmenn geri sér orðið grein fyrir því að ljósir litir fara einkar vel með fallegri sólbrúnku. ■ M YN D /A P BÍLVELTA Helga G. Magnúsdóttir og Lóa Júlía Antonsdóttir geta þakkað sínum sæla að ekki fór verr þegar bíll þeirra fór út af veginum í Ós- hlíð milli Bolungarvíkur og Ísa- fjarðar um miðjan dag í gær og hafnaði ofan í fjöru. „Við vorum að koma að gamla krossinum í Óshlíðinni. Smá krap var á veginum og í beygjunni byrj- aði bíllinn að renna til og snerist svo við. Okkur fannst sem hann stoppaði rétt andartak á brúninni en svo rann hann niður hlíðina á hliðinni og fór tvær til þrjár veltur á leiðinni,“ segir Helga, sem sat í farþegasætinu en þær vinkonurn- ar voru að koma af knattspyrnu- æfngu á Ísafirði. Hún segir að þetta hafi verið mjög óraunverulegt á meðan á því stóð: „Ég hugsaði að þetta gæti ekki komið fyrir okkur. Mér fannst þetta vera ímyndun“. Helga varð ekki hrædd á meðan bíllinn skondraðist niður hlíðina. „Ég hugsaði um eitthvað allt annað en það.“ Fallið var um þrjátíu metrar og bíllinn endaði í fjöruborðinu. Hann fór ekki út í sjó og það má þakka því að fjara var þegar óhappið varð. Báðar voru stúlkurnar í bíl- beltum sem eflaust bjargaði lífi þeirra en þær hlutu ekki önnur meiðsli en nokkrar skrámur. Helga óttast ekki að fara um veginn þrátt fyrir óhappið og ók hann t.d. í tvígang í gær eftir veltuna. Hún þreytir samræmt próf í ís- lensku í dag og segist ágætlega undirbúin þrátt fyrir að ekki hafi gefist tóm til lestrar seinni partinn í gær. ■ Tvær stúlkur sluppu ómeiddar eftir bílveltu á Óshlíðarveginum: Fannst þetta vera ímyndun Tilmæli Evrópuráðsins fengu ekki hljómgrunn Nefnd á vegum Evrópuráðsins sem vinnur gegn spillingu mæltist til þess 2001 að Alþingi tæki fyrir umræðu um lög um fjárstuðning við stjórnmálaflokka. Það var ekki gert. Önnur lönd í kringum okkur hafa lög um fjárstuðning við flokka til að sporna gegn spillingu. STJÓRNMÁL „Setja ætti lög sem kveða á um að upplýst skuli um fjárstuðn- ing við stjórnmálaflokka til þess að tryggja ákveðið gagnsæi í þjóð- félaginu og gagnsæi í því hvernig stjórnmálaflokkarnir starfa,“ segir Björg Thorarensen lagaprófessor. „Það skiptir miklu máli í lýðræðis- þjóðfélagi að vitað sé hvort stjórn- málaflokkarnir séu að þjóna hagsmun- um einhverra,“ segir Björg. „Einnig til að koma í veg fyrir að flokkarnir verði of háðir þeim sem styrkja þá fjárhags- lega, svo sem stórum og áhrifamiklum aðilum eða fyrirtækjum.“ Björg segir að í flestum ef ekki öllum löndum í kringum okkur gildi lög um fjármál stjórnmála- flokkanna. Einu reglurnar um það hér á landi sé bann við stuðningi erlendra aðila við íslenska stjórn- málaflokka. „Í alþjóðasamvinnu, bæði á veg- um Evrópuráðsins og OECD, er mikið lagt upp úr því að í löndum séu gagnsæjar reglur um hvaðan stjórnmálaflokkarnir þiggja fjár- stuðning. Er það nátengt samvinnu um að sporna gegn spillingu, mútum og öðru.“ Björg bendir meðal annars á að skýrsla samstarfshóps á vegum Evrópuráðsins um stefnu til varnar gegn spillingu, GRECO, hafi gert úttekt á spillingu á Íslandi 2001. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Ísland sé meðal þeirra landa í Evrpópu þar sem spilling er minnst. Þykir nefndinni íslensk stjórnvöld líta á spillingu fremur þröngt. „Þau beini athygli sinni ein- göngu að mútum, en hafi skyld vandamál, svo sem áhrifakaup og fjársvik ekki nægilega í huga,“ seg- ir í niðurstöðunum. Þó fannst nefndarmönnum til- efni til að lýsa áhyggjum sínum yfir því að ekki er fyrir að fara reglum um fjárútvegun stjórn- málaflokka. Beindi nefndin þeim tilmælum til yfirvalda að efnið yrði sett á málaskrá Alþingis. Í skýrslu frá dómsmálaráðu- neytinu til nefndarinnar í apríl í fyrra var greint frá því hvernig komið yrði til móts við tilmæli nefndarinnar. Ekki var tekið á til- lögum nefndarinnar um að setja lög um fjármál stjórnmálaflokkanna. sda@frettabladid.is STJÓRNARKREPPA FRAMUNDAN Útgönguspár í gærkvöldi sýndu að Likud-flokkurinn hafnar áætlun Ariels Sharon forsætisráðherra um að draga gyðingabyggðir einhliða frá Gasasvæðinu og hluta af Vesturbakkanum. Áætlunin gerði ráð fyrir að Ísraelsmenn héldu áfram stærstum hluta byggðanna í Austur-Jerúsalem og Vesturbakkanum. Búist er við því að þetta geti valdið mikilli stjórnarkreppu í Ísrael.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.