Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 10
10 3. maí 2004 MÁNUDAGUR ÚTFÖR Á FÓTBOLTAVELLI Íbúar í Falluja jarðsetja hér uppreisnar- mann úr röðum súnnímúslima sem féll í bardögum við bandaríska hermenn. Hann var jarðsettur á fótboltavelli sem hefur ver- ið breytt í grafreit vegna harðra bardaga að undanförnu. Ólögleg laxveiði við strendur landsins: Takmarka þarf netaveiði á silungi ALÞINGI Takmarka þarf netaveiði á silungi í sjó á þeim tíma sem lax- inn gengur. Þetta kemur meðal annars fram í svari Guðna Ágústssonar landbúnaðarráð- herra við fyrirspurn Valdimars L. Friðrikssonar, varaþingmanns Samfylkingarinnar. Í svarinu kemur fram að það valdi veiðieftirlitsmönnum erfið- leikum að netaveiðar á bleikju í sjó séu heimilar þrátt fyrir að lax- veiðar í sjó séu alfarið bannaðar. Lax veiðist ætíð að nokkru marki í silunganet ef þau eru lögð í gönguleið laxins og eftirlitsmenn geti ekki kært viðkomandi aðila fyrir lögbrot nema laxinum hafi verið landað. Í svari ráðherra kemur fram að líklega séu lagðar fram um 10 til 15 kærur árlega vegna ólöglegra laxveiði í net við strendur landsins. Sú tala gefi hins vegar engan veginn rétta mynd af fjölda brota. Ráðherra segir ljóst að ólögleg laxveiði fari ekki eingöngu fram í lögleg bleikjunet við strendur landsins. „Grunur hefur leikið á því að lax sé að einhverju marki veiddur í ýsunet yfir sumarið og staðfest hefur verið að lax af ýmsum stærðum sé veiddur í flotvörpu, til dæmis í síld- og makríl- veiðum,“ segir í svari Guðna. „Slík veiði fer fram í órafjarlægð frá heimkynnum laxins í fersku vatni og getur í raun talist alþjóð- legt vandamál sem mikið hefur verið rætt á alþjóðafundum um Atlantshafslax.“ Ráðherra var spurður að því hvort hann hygðist beita sér fyrir því að stöðva ólöglega laxveiði. Svaraði hann því til að hann hygð- ist hér eftir sem hingað til styðja öflugt eftirlit með slíkri veiði. ■ Högnuðust um milljarð á viku Samanlagður hagnaður bankanna var 11,3 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi ársins. Heildareignir bankanna nema tvöfaldri landsframleiðslu. Gengishagnaður skýrir stærstan hluta hagnaðar og ekki er búist við svo háum hagnaðartölum næstu ársfjórðunga. BANKAUPPGJÖR Íslensku bankarnir hafa aldrei skilað jafn miklum hagnaði og fyrstu þrjá mánuði ársins. Samanlagður hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja var 11,3 milljarðar króna. Saman- lagður hagnaður bankanna fyrir skatta var tæpir fjórtán milljarð- ar á fyrstu þremur mánuðum árs- ins. Hagnaður bankanna var í samræmi við spár greiningar- deilda. Íslandsbanki var með mestan hagnað 4,5 milljarða en KB banki minnstan, ríflega 2,6 milljarða. Hagnaður Íslandsbanka og Landsbanka skýrist að stórum hluta af gengishagnaði sem er í tilfelli Íslandsbanka innleystur hagnaður upp á 3,5 milljarða af sölu á hlut í fjárfestingarbankan- um Straumi. Heildareignir bankanna nema nú 1.600 milljörðum króna eða um tvöfaldri landsframleiðslu þjóðarinnar. KB banki er með mestar heildareignir eða 600 milljarða. Íslandsbanki er með minnstar heildareignir eða 488 milljarða. Útlánin eru hins vegar minnst hjá KB banka eða 331 milljarður, en mest hjá Lands- banknum, 384 milljarðar. Hlut- fall eigin fjár af heildar útlánum er hæst hjá KB banka eða 14 prósent en minnst hjá Lands- bankanum tæp átta prósent. Út- lán eru minni hluti eigna KB banka en hinna bankanna sem sýnir minni þátt viðskiptabanka- starfsemi í heildarstarfsemi bankans. Umhverfi bankanna hefur verið einkar hagfellt. Raunvext- ir hafa farið lækkandi sem veld- ur gengishagnaði af skuldbréfa- eign bankanna. Innlend hluta- bréf hafa hækkað það sem af er ári og gengishagnaður af þeim verulegur. Íslandsbanki hefur verið með lægstan kostnað í við- skiptabankastarfsemi. Vaxta- munur inn- og útlána bankanna hefur farið lækkandi. Sem þýðir að batnandi rekstur birtist neytendum í lægri vöxtum lána en ella. Samkvæmt spám greiningar- deilda bankanna verður árshagn- aður bankanna ríflega 20 milljarð- ar. Helmingur hagnaðar ársins hefur því fallið til á fyrstu þrem- ur mánuðum ársins. haflidi@frettabladid.is – hefur þú séð DV í dag? Framsókn í peningaáskrift hjá Baugi Blaðamenn mótmæla fíkniefnalögum: Þingmönn- um gefið maríjúana SÓFÍA, AP Búlgarskir blaðamenn laumuðu umslögum sem inni- héldu lítilræði af maríjúana í póstkassa allra þingmanna til að mótmæla nýjum lögum um fíkni- efni. Lögin veita dómstólum heimild til að dæma fólk í þriggja til fimmtán ára fangelsi fyrir að hafa fórum sínum lítilræði af fíkniefnum, óháð því hvaða efni er um að ræða. Þingmenn brugðust hart við uppátæki blaðamannanna. „Þetta er algjörlega ólíðandi. Þetta er glæpsamleg áróðursstarfsemi“ sagði þingmaðurinn Borislav Tsekov í viðtali við búlgarska sjónvarpsstöð. Þingmenn krefj- ast þess að höfðað verði mál á hendur þeim sem voru að verki. ■ Átök í Úganda: 22 skotnir til bana KAMPALA, ÚGANDA, AP Tveir her- menn og tuttugu almennir borgar- ar létust í árás uppreisnarmanna í norðurhluta Úganda. Réðust þeir á tjaldbúðir fólksins og skutu það til bana. Síðastliðin 17 ár hefur rúmlega ein milljón íbúa í norður- og norð- austurhluta Úganda þurft að yfir- gefa heimili sín vegna uppreisn- arinnar. Rúmlega 200 manns voru drepnir í febrúar þegar ráðist var á tjaldbúðir í Lira-héraði og í síðasta mánuði þurftu um 20 þúsund manns að flýja híbýli sín í Adjumani-héraði. ■ ELLEFU MILLJARÐAR Í HÚSI Bankarnir högnuðust um ellefu milljarða á þremur fyrstu mánuðum ársins. Gengis- hagnaður skýrir stóran hluta hagnaðarins, en ekki er búist við að hann verið jafn mikill næstu ársfjórðunga.HELSTU NIÐURSTÖÐUTÖLUR UPPGJÖRA BANKANNA 31. MARS 2004 Landsbankinn KB banki Íslandsbanki Samtals Vaxtatekjur 2.915 3.501 3.000 9.416 Rekstrartekjur 9.313 9.571 11.746 30.630 Heildar eignir 511.000 601.300 488.207 1.600.507 Eigið fé 30.314 47.300 30.712 108.326 Heildar útlán 384.596 331.200 343.000 1.058.796 Hagnaður fyrir skatta 5.053 3.350 5.459 13.862 Hagnaður 4.094 2.650 4.569 11.313 UPPHÆÐIR Í MILLJÓNUM KRÓNA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA Guðni segir ljóst að ólögleg laxveiði fari ekki eingöngu fram í lögleg bleikjunet við strendur landsins. ALÞINGI „Frumvarpið miðar að því að gera stöðu minni hluthafa ör- uggari þannig að fólk geti óhikað lagt fjármuni sína og sparifé í at- vinnulífið og þannig tekið þátt í að efla það,“ segir Einar K. Guð- finnsson alþingismaður um frum- varp þingmanna úr öllum flokk- um sem miðar að því að treysta hag smærri hluthafa í hlutafélög- um. Í frumvarpinu er annars vegar kveðið á um breytingar á skilyrð- um þess að hluthafar geti óskað eftir rannsókn á tilteknum þáttum í starfsemi hlutafélags og hins vegar að hlutafélagi sé óheimilt að kaupa eignir af hluthöfum og æðstu stjórnendum þess nema mat óháðra aðila á virði eignanna liggi fyrir. „Hér áður fyrr var óalgengt að fólk legði peninga í atvinnulífið en nú gerir fólk það í miklum mæli og þess vegna eru h a g s m u n i r n i r miklu meiri en þeir voru áður. Þetta er ekki til höfuðs neinum heldur í þágu minni hluthafa og mun efla hluta- fjármarkaðinn til lengri tíma,“ seg- ir Einar. F r u m v a r p i ð verður tekið til fyrstu umræðu einhvern næstu daga en flutnings- menn þess gæla við að nýju lögin geti öðlast gildi fyrsta ágúst. ■ EINAR K. GUÐFINNSSON Einar K. er einn flutningsmanna frumvarps sem á að tryggja stöðu minni hluthafa í fyrirtækjum. Frumvarp um hlutafélög: Staða hinna smærri treyst

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.