Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 14
14 3. maí 2004 MÁNUDAGUR BERA SAMAN BÆKUR SÍNAR Á KJÖRSTAÐ Líbanir gengu til sveitarstjórnarkosninga í gær og er það í annað sinn frá því 35 ára löngu borgarastríði í landinu lauk. Borgar- stjórar, bæjarráð og hreppstjórar voru kosnir í 299 sveitarfélögum. Kosningarnar fóru friðsamlega fram en öryggisgæsla var öflug eins og sjá má. Norðlenska tapaði 194 milljónum á síðasta ári: Svínkjöt selt á spottprís KJÖTMARKAÐUR Kjötvinnslufyrir- tækið Norðlenska var rekið með tæplega 194 milljóna króna tapi á síðasta ári. Þetta kom fram á aðal- fundi félagsins sem haldinn var í fyrradag. Í skýrslu Sigmundar E. Ófeigs- sonar, framkvæmdastjóra Norð- lenska, kom meðal annars fram að ytri aðstæður hafi verið Norð- lenska afar erfiðar á liðnu ári, ekki síst hafi gjaldþrot kjötvinnslu- fyrirtækja og sláturhúsa komið illa við rekstur fyrirtækisins. Sigmundur gagnrýndi undir- boð framleiðenda á markaði á síð- asta ári og sagði þau hafa keyrt fram úr hófi. „Svínakjöt lækkaði niður úr öllu valdi og voru sláturhús far- in að kaupa svínakjöt á innan við 100 krónur kílóið á síðasta ári samanborið við 265 krónur á miðju ári 2001,“ sagði Sigmund- ur í skýrslu sinni. „Útsöluverð fór einnig niður og var svo kom- ið að svínakjöt var meira og minna selt á útsölum fyrir spottprís. Sem dæmi fór ham- borgarhryggurinn niður fyrir 600 krónur kílóið og kjúklingur niður undir 100 krónur kílóið.“ Sigmundur sagði að í ár væri gert ráð fyrir hallalausum rekstri á Norðlenska. ■ Skjóta Umhverfis- stofnun ref fyrir rass Skotveiðimenn gerðu alvöru úr hótunum sínum um að falsa veiðiskýrsl- ur vegna síðasta árs til að mótmæla rjúpnaveiðibanni. Samkvæmt skýrsl- um Umhverfisstofnunar hefur skotveiði aukist um 500 prósent milli ára. VEIÐISTJÓRNUN „Það má heita að allar veiðitölur frá árinu 2003 séu ónýtar og gagnslausar,“ seg- ir Áki Ármann Jónsson, for- stöðumaður veiðistjórnunar- sviðs Umhverf- i s s t o f n u n a r. Komið hefur í ljós að skot- veiðimenn hafa gert alvöru úr þeim hótunum sínum að falsa veiðiskýrslur þær er þeim er gert að skila ár- lega inn til að mótmæla veiðibanni á rjúpu sem lagt var á síðasta haust. Veiði- menn fá ekki nýtt leyfi til veiða nema að því gefnu að þeir skili skýrslu um veiðar sínar í lok hvers árs. „Þetta er þrenns konar svik í gangi. Sumir skila inn tölum sem eru algjörlega út úr korti en sam- kvæmt þeim hafa einhverjir veitt tíu milljón rjúpur á síðasta ári. Við sigtum þær strax út en síðan höfum við hóp sem skráir hóflega veiði á öllum tegundum sem erfið- ara er að fást við og síðasti hópur- inn skilar skýrslunni en skráir enga veiði á síðasta ári.“ Áki segir að ekkert samhengi sé milli veiðitalna ársins 2003 og 2002 og því megi ganga að því sem vísu að allar tölur fyrir síð- asta ár séu ónothæfar. „Veiði- menn eru fyrst og fremst að eyði- leggja fyrir sjálfum sér með þess- um hætti því það er þeim í hag að tölur um heildarskotveiði séu sem réttastar svo ákveða megi hversu mörg dýr má veiða á næstu árum. Það var tilgangurinn með þessum gagnagrunni og hann hefur ekk- ert að gera með rjúpnaveiðibann.“ Sigmar B. Hauksson, formaður skotveiðifélagsins Skotvís, hvatti veiðimenn til að láta skoðun sína í ljós síðasta sumar með því að breyta skýrslum í árslok en dró það til baka þegar leið á árið. Seg- ir hann þó á heimsíðupistli sínum frá því í október að með ólögum þeim sem bann við rjúpnaveiðum væru væri í raun verið að vinna óbætanlegt tjón á veiðikortasjóð og þann gagnagrunn sem safnað hefur verið í undanfarin ár til hagsbóta fyrir alla. albert@frettabladid.is. „Veiðimenn eru fyrst og fremst að eyðileggja fyrir sjálfum sér með þess- um hætti. VERSLUNIN SVANNI Stangarhyl 5 · 110 Reykjavík S: 567 3718 · Fax 567 3732 svanni@svanni.is www.svanni.is ❊ ❊LAGERÚTSALA Á ELDRI VÖRUM - ÓTRÚLEG VERÐTILBOÐ RÝMUM FYRIR NÝJU HÁSUMARLÍNUNNI Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. NÝTT FRÁ ÍTALÍU BUXNADRESS OG BUXNADRAGTIR F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 3 8 Eddufelli 2, s. 557 1730 Bæjarlind 6, s. 554 7030 Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 og lau. kl. 10-16T Í S K U V E R S L U N TILBOÐSSLÁ MEÐ NÝJUM VÖRUM Í BÁÐUM BÚÐUNUM KJÖTVINNSLA Sigmundur gagnrýndi undirboð framleiðenda á markaði á síðasta ári og sagði þau hafa keyrt fram úr hófi. FRÁ MÓTMÆLUM SKOTVEIÐIMANNA Í FYRRA Þeir stóðu við hótanir sínar og veiðiskýrslur síðasta árs eru með öllu ónothæfar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.