Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 16
Davíð fór til Oxford með Hann- esi Hólmsteini og Halldór Ás- grímsson ætlar að sögn Frétta- blaðsins alla leið upp á Hvanna- dalshnjúk með Finni Ingólfssyni. Leiðtogarnir eru með öðrum orð- um báðir á harðahlaupum undan því að þurfa að hlusta á umræð- urnar sem geisa í samfélaginu. Og svo sem til að gulltryggja að þurfa ekki að heyra neitt annað en sínar eigin skoðanir hafa þeir í fylgd með sér sína tryggustu fylgdarsveina... Utanferðir Davíðs hafa verið með einkennilegra móti að und- anförnu. Ekki er ýkja langt síðan að hann fór til Bandaríkjanna í því skyni að því er virtist að fá áheyrn hjá Bandaríkjaforseta – í símann. Þar virðist Bush hafa haft uppi almennt hjal – að svo miklu leyti sem hann mun vera fær um slíkt – og virðist hafa spurt Davíð hvort allir væru ekki bara hressir og sagt að sig lang- aði til að færa honum jákvæðar fréttir. Sú löngun kann að skýra að ekki virðist hafa komið fram í máli hans að stórfelldur niður- skurður á starfsemi bandaríska hersins hér á landi stæði fyrir dyrum, eins og kom á daginn nú fyrir skemmstu. Að minnsta kosti kom Halldór Ásgrímsson af fjöllum. Og fór aftur á fjöll. Herinn fer Þannig launar Bandaríkja- stjórn fylgispektina – gagnrýnis- lausan stuðning Íslendinga við stríð Bandaríkjamanna og fylgi- ríkja þeirra í Írak; George Bush nennir ekki einu sinni að hitta ís- lenska forsætisráðherrann, nið- urlægir hann svo mjög að Davíð skundar bálreiður heim og lætur búa til endemisfrumvarpið sem sett hefur allt á annan endann, til að hefna þess í héraði sem hallað- ist á Alþingi. Kannski að kominn sé tími til að íslenskir ráðamenn fari að horfast í augu við staðreyndir málsins um veru bandaríska hersins hér á landi – og kannski hafa þeir nú þegar gert það: að minnsta kosti eru þeir hættir að tala um lágmarksviðbúnað, og Davíð hættur að byrsta sig við Washington um að slíkur viðbún- aður verði að vera hér, annars megi bara sleppa þessu... Herinn fer. Og það er löngu tímabært að það mál sé rætt út frá öðrum forsendum en atvinnu- ástandi á Suðurnesjum. Auðvitað er það brýnt að fólk hafi vinnu þar eins og annars staðar, en öryggishagsmunir heillar þjóðar geta hins vegar ekki ráðist af því einvörðungu eins og manni virð- ist stundum að raunin sé. Þar kemur til dæmis til álita hvort vera þessa hers hér sé ef til vill fremur ógnun við þjóðina en að einhver vernd sé að honum. Að minnsta kosti vekur það mér ekki öryggiskennd að íslenska þjóðin skuli tengjast her sem á í stríði af því tagi sem fylgdi í kjölfar innrásarinnar í Írak. Ný- lega hefur heimsbyggðin fengið að horfa upp á ógeðslegar aðfarir bandarískra hermanna þar gagn- vart föngum, sem munu vera mjög í sama anda og spurst hefur að þeir hafi stundað í Guantana- mo og snúast ekki síst um gróft kynferðisofbeldi. Þessar pynt- ingar á vegum Bandaríkjahers eru vitaskuld mjög fallnar til þess að kveikja óslökkvandi hatur í huga múslima um allan heim svo að engu er líkara en að verið sé að reyna að ögra ógnar- verkamönnum til illvirkja. Það er ekki góð tilhugsun að íslenskir ráðamenn skuli í ör- væntingu sinni yfir atvinnu- málum á Suðurnesjum hafa lagt blessun sína yfir framferði Bandaríkjamanna; það gerir okk- ur öll samsek og það eina sem maður getur huggað sig við er að landið er svo lítið og fjarlægt að ógnarverk hér er ekki fýsilegur kostur fyrir þá sem skipuleggja slíkt: hvað sem því líður er ljóst að Bandaríkjaher og flugvéla- kostur hans er ekki nokkur vörn gagnvart slíkum stríðsmönnum, nema síður sé. Herinn fer. Enn hefur engin umræða farið hér fram um það hvað tekur við, hvort Íslendingar sjálfir fara að þramma í takt – eða hvað það nú er sem þessir hermenn þarna gera – eða hvort megi hugsa sér eitthvert evr- ópskt gæslulið sem ábyrgist varnir landsins. Við vitum aðeins eitt: þegar herinn fer munu ís- lenskir ráðamenn koma af fjöll- um. ■ Líklega hefur dagblaðalestur íslensku þjóðarinnar aldrei veriðmeiri. Samkvæmt nýjustu fjölmiðlakönnun Gallups les hverÍslendingur eldri en 12 ára 1,4 dagblöð að meðaltali á dag. Fyrir tíu árum nam lestur þjóðarinnar á dagblöðum rétt rúmlega einu blaði á mann að meðaltali. Þetta er öfug þróun við það sem hefur orðið raunin í flestum nágrannalöndum okkar. Þar hefur dagblaðalestur dregist saman. Ályktanir Evróuráðsins eru samdar við slíkar aðstæður og lýsa áhyggjum yfir að sterkari aðilar á markaði lifi samdráttinn af og kaupi upp deyjandi samkeppnisaðila. Við könnumst við sambærilegt ástand. Sterkasta dagblaðið – Morgunblaðið – jókst að stærð og þreki þegar litlu dagblöðin gáfu upp öndina hvert af öðru á níunda áratugnum. Fréttablaðið er mest lesna dagblað á Íslandi í dag. Af samanlögðum lestri dagblaðanna á Fréttablaðið tæpan helming – 47 prósent. Fyrir til- komu Fréttablaðsins og eftir dauða Dags náði Morgunblaðið því að eiga 63 prósent alls dagblaðalesturs í landinu. Fyrir tíma Fréttablaðsins náði Morgunblaðið einnig að fara yfir 60 prósent dagblaðalesturs í landinu og fór aldrei niður fyrir 50 prósent. Fréttablaðið virðist hafa bundið enda á þann tíma að eitt dagblað drottnaði yfir öllum öðrum dagblöðum. Fréttablaðið hefur því bæði stóraukið dagblaðalestur þjóðarinnar – sem aðrar þjóðir hljóta að öfunda okkur af – og aukið jafnvægi á milli blaðanna. Jafnvel þótt menn vilji steypa saman lestri Fréttablaðsins og DV sökum þess að sama útgáfufélagið gefur þau út – eins ólík og þessi blöð eru – þá er lestur þeirra í dag minna hlutfall heildarlesturs en lestur Morgunblaðs- ins var á árunum 2000 og 2001. Ef lagt er mat á sjónvarpsstöðvarnar með sama hætti kemur í ljós að fyrir tíu árum stillti hver Íslendingur eldri en 12 ára að meðaltali á 1,4 sjónvarpsstöðvar á dag. Í dag horfir hver landsmaður að meðaltali á 1,7 sjónvarpsstöðvar á dag. Notkunin hefur því aukist – að minnsta kosti þegar skoðað er á hversu margar stöðvar fólk horfir – það er fjöl- breytni áhorfs. Fyrir tíu árum átti Ríkisútvarpið um og yfir helming af öllu sjónvarpsáhorfi. Samanlagt áhorf á Stöð 2 og Sýn var minna en rík- issjónvarpsins eins. Með tilkomu Skjás eins og fjölgun stöðva hefur áhorf á ríkissjónvarpið ekki minnkað. Vegna þess að landsmenn horfa á fleiri stöðvar hefur hlutfallslegt vægi þess hins vegar minnkað niður í 41 prósent. Sömu sögu er að segja af áhorfi á stöðvar Íslenska út- varpsfélagsins. Það hefur ekki minnkað þótt vægi þeirra hafi minnkað. Skjár einn hefur því aukið fjölbreytni án þess að draga úr áhorfi á aðr- ar stöðvar. Það hafa orðið minni breytingar á útvarpsstöðvunum undanfarin tíu ár eða svo. Með afnámi einokunar ríkisvaldsins á útvarpsrekstri fyrir átján árum varð mikil gróska í útvarpsrekstri en síðan hefur dregið úr henni. Ríkisútvarpið hefur enn afgerandi forystu í útvarpi. Síðan má minna á að á þessum tíma hefur sprottið upp fjölskrúðug flóra netmiðla; ekki síst pólitískra, sem líta má á sem arftaka þjóðfélags- umræðu flokksblaðanna. Sá kraftur sem sjá má af þróun fjölmiðlamarkaðarins á undanförn- um árum ætti ekki að koma neinum á óvart. Eins og margt annað hafa fjölmiðlar smátt og smátt verið að losna úr klakaböndum pólitískra afskipta og samþættingar stjórnmála og viðskipta. Það sem er sérstætt er að núverandi ríkisstjórn hefur einbeittan vilja til að snúa þeirri þróun við. ■ 3. maí 2004 MÁNUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Þróun á fjölmiðlamarkaði bendir ekki til aukinnar fábreytni – þvert á móti. Kraftur og fjöl- breytni fjölmiðla Af fjöllum ORÐRÉTT Stærsta málið „Frá mínu sjónarmiði séð eru stærstu viðskiptasamsteypurnar á Íslandi að verða of stórar fyrir þetta samfélag. Staða viðskipta- samsteypanna í íslensku sam- félagi er stærsta mál sem okkar þjóðfélag stendur nú frammi fyrir og spurningin um eignarhald á fjölmiðlum er hluti af því.“ Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morg- unblaðsins, á málþingi Lögréttu um fjölmiðlafrumvarpið. Útúrsnúningur „Ég tel það vera útúrsnúning á mannréttindaskuldbindingum þjóðarinnar að halda því fram að þær breytingar sem lagðar eru til séu til þess fallnar að tryggja fjölbreytni og tjáningar- frelsi á Íslandi.“ Þórlindur Kjartansson, ritstjóri Deiglunnar.com og blaðamaður Fréttablaðsins, á málþingi Lögréttu um fjölmiðlafrumvarpið. Blæðir í froðu „Gömlum þingræðissinna blöskrar og blæðir í froðu að sjá löggjafarsamkunduna niður- lægða með þeim ólíkindum sem nú stefnir í. Raunar hlýtur öllum landsmönnum að renna til rifja þær hamfarir geðbrigða og flumbrugangs sem ríða húsum ríkisstjórnar og þjóðþings.“ Sverrir Hermannsson fjallar um fjöl- miðlafrumvarpið í grein á heimasíðu Frjálslynda flokksins (xf.is). FRÁ DEGI TIL DAGS Eins og margt annað hafa fjölmiðlar smátt og smátt verið að losna úr klakaböndum pólitískra afskipta og samþættingu stjórnmála og viðskipta. Það sem er sérstætt er að núverandi ríkisstjórn hefur einbeittan vilja til að snúa þeirri þróun við. ,, Félagsmálaráðherrann og ritskoðun Árni Magnússon leyndi ekki hvers vegna hann vildi setja lög á eigendur fjölmiðla. Hann mætti grímulaust í ræðustól og veif- aði DV vegna þess sem stóð þar. Hann leyndi ekki að það er innihaldið sem veld- ur honum hugarangri. Fyrir það ber að lofa ráðherrann. Aðrir hafa ekki talað eins opinskátt. Össur Skarphéðinsson spurði í 1. maí ávarpi hvort félagsmálaráðherra vilji ganga lengra og banna einnig Spaugstofuna, Tví- höfða og Svínasúp- una. Össur nefnir að Stalín hafi bannaði blöð sem birtu skuggalegar teikni- myndir af honum Bería og Malenkov. Að missa kjarkinn Jónína Bjartmarz og Kristinn H. Gunnarsson höfðu bæði opin- berað andstöðu sína gegn út- lendingafrumvarpinu. Loks virtust alþingismenn ætla að hlýða sann- færingu sinni, en ekki f lokks forys tunni . Flest benti til að tíð- inda væri að vænta af Alþingi. Þegar á reyndi fór ekki svo. Þingmenn- irnir báðir undir- strikuðu hin gild- andi vinnubrögð. Liðsheildin gildir og þeir kusu eins og flokkurinn bauð. Leynd um úrsagnir Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins, undir for- ystu Kjartans Gunnarssonar fram- kvæmdastjóra, hefur ekki viljað gefa upp hversu margir hafa sagt sig úr flokknum síðustu daga. Vitað er að nokkrir hafa gert það og ef mið er tekið af umræðu fólks er ekki fjarri lagi að ætla að úrsagnirnar geti verið umtalsverðar. Einu svörin sem hafa sést að ekki séu fleiri úrsagnir en venja er til. Vitað er að það hafa ekki einungis nafntogaðir trún- aðarmenn flokksins, í fortíð og nútíð, sagt sig úr flokkn- um. Stærsti flokkur þjóðar- innar þegir og segir ekkert. Í DAG RÁÐAMENN GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Þannig launar Bandaríkjastjórn fylgispektina – gagnrýnis- lausan stuðning Íslendinga við stríð Bandaríkjamanna og fylgiríkja þeirra í Írak; George Bush nennir ekki einu sinni að hitta íslenska forsætisráðherrann, niður- lægir hann svo mjög að Davíð skundar bálreiður heim og lætur búa til endemisfrumvarpið sem sett hefur allt á annan endann, til að hefna þess í héraði sem hallaðist á Alþingi. ,, Dæludagar 23. apríl til 7. maí degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.