Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 17
Á fundi hverfisráðs Grafarvogs 25. mars síðastliðinn var eftirfar- andi bókun samþykkt með tveim atkvæðum. „Hverfisráð Grafarvogs varar ÍBR við (leturbr. greinarhöf.) ályktunartillögu um að hætt verði við starfsemi íþróttafulltrúa í hverfismiðstöðvum. Í helstu hverfismiðstöð borgarinnar, Mið- garði, hefur hið víðtæka starf íþrótta- og tómstundaráðgjafa ver- ið með miklum ágætum. Hefur ánægja með starfið því vakið athygli og þótt til eftirbreytni.“ Umræða um málefni íþrótta innan borgarinnar hefur með þess- ari bókun hverfaráðsins tekið nýja stefnu. Höfundur bókunarinnar, borgarfulltrúinn Stefán Jón Hafstein, hefur með þessarri „við- vörun“ sinni sýnt svo um munar hvers beri að vænta ef honum er mótmælt. Bókun Stefáns minnir um margt á litla drengi sem grípa oft til hótana eins „hættu eða ég læt pabba lemja þig“. Hæstvirtur borgarfulltrúi ætti að vera vaxinn upp úr slíkum samskiptum. Hið „víðtæka starf íþrótta- og tómstundaráðgjafa Miðgarðs“ í Grafarvogi hefur ekki náð til Fjölnis í Grafarvogi að neinu marki sem er þó stærsta íþrótta- félag landsins og er staðsett í göngufæri frá skrifstofum Mið- garðs. Ég get tekið undir með bók- uninni að nokkur ánægja hafi ver- ið með þau störf sem íþrótta- og tómstundaráðgjafi Grafarvogs hefur unnið innan hverfisins en þau störf hafa varðað íþróttafélag- ið afskaplega lítið. Fjölnir þarf mjög á þjónustu íþróttafulltrúa að halda, helst í fullu starfi eins og fram hefur komið í ítrekuðum erindum félagsins til borgaryfirvalda. Sú þjónusta sem miðlægur íþróttafulltrúi í hverfa- miðstöðinni Miðgarði hefur veitt hefur ekki uppfyllt þarfir félagsins. Sömu þarfir eru fyrir hendi hjá öðr- um íþróttafélögum í Reykjavík og er víðtæk samstaða um það innan íþróttafélaganna að hugmyndir borgaryfirvalda um miðlæga íþróttafulltrúa í hverfamiðstöðvum leysa ekki þessar þarfir. Ályktun um „Íþróttafulltrúa til íþróttafélaganna“ var samþykkt á þingi ÍBR þrátt fyrir ofangreinda bókun. Alfreð Þorsteinsson, for- maður borgarráðs, tilkynnti á þingi ÍSÍ í kjölfarið að öll íþrótta- félög í Reykjavík myndu fá sína íþróttafulltrúa. Batnandi fólki er best að lifa .■ Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritsjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. Hættu eða ég læt pabba lemja þig... 17MÁNUDAGUR 3. maí 2004 Ósmekkleg lýsing Kristín H. Þórarinsdóttir læknir skrifar: Í frétt á bls. 4 í Fréttablaðinu 30. apríl „Barnaníðingur sýknaður“, og því miður raunar fleiri af svipuðum toga sem birst hafa áður í blaðinu, hefur eðli verknaðar gjörningsmannsins verið lýst í smáatriðum, og hef ég ekki lyst á að vitna í textann hér. Að slík lýsing komi fram í frétt um það voðaverk sem kynferðisglæpur gagnvart barni er tel ég með öllu óþarft og í hæsta máta ósmekklegt, og hef ég þar fyrst og fremst í huga þá sem fyrir slíku ódæði verða og aðstandendur þeirra. Hvað almenning varðar trúi ég að honum bjóði nóg við að lesa að svona lagað hafi yfirleitt átt sér stað. Og enn gefur hún blessunin Sveinn Valdimar Jónasson skrifar: „Og enn gefur hún blessunin,“ sagði klerk- urinn á Austurlandi um sóknarbarn sitt, sem hann var að veita hinstu þjónustu og hafði af henni síðustu eignirnar, þær sem hann hafði ekki náð áður fyrir kirkjunnar hönd. Það er nefnilega málið, hinar svokölluðu kirkjueignir, eru eignir sem klerkarnir plötuðu út úr fávísum almúgan- um gegn sáluhjálp og himnaríkisvist. Allar þær eignir sem kirkjan átti áður á kóngur- inn nú, sagði gamli bóndinn sem Jón Hreggviðsson og böðullinn hittu á Þing- völlum, í Íslandsklukku Halldórs Laxness, líklega var þá ein þeirra eigna Þingvellir. Þingvellir ein af þessum jörðum sem þjóð- kirkjumenn vilja eignast aftur, en ef allar þær jarðir sem kirkjan átti lentu í eigu kóngsins, þá eru þær væntanlega ríkiseign í dag, þar sem kóngsjarðir urðu ríkisjarðir eftir lýðveldisstofnun, nema við kjósum að gera allar þessar gömlu kóngsjarðir að for- setajörðum. Það getur því verið álitamál hver eigi Þing- velli, og með sanni er ekki hægt að segja að þessar eignir sem kirkjan gerir tilkall til séu hennar eign, heldur íslensku þjóðar- innar, enda munu gjöld og viðhald þessara eigna hafa verið greidd úr ríkissjóði með skattfé almennings, en ekki frá þjóðkirkj- unni, sem sýnir að í gegnum árin hefur ver- ið litið á þessar eignir sem almennings- eign, enda stendur æði oft í byggðasögum landsins, forn kirkjujörð, eða eign einhverr- ar ákveðinnar kirkju til forna, og ef þessar jarðir eru ekki komnar í einkaeigu fyrir löngu síðan eru þær sagðar eign ríkissjóðs. Þjóðkirkjan vill kannski líka gera kröfur í eignir Hólastóls sem seldar voru á uppboði 1805, þeir hljóta að telja sig eigendur alls sem biskupsstólunum heyrði til. Það er ekki hægt að ættlast til þess að þjóðkirkjan geti átt einhverjar séreignir á meðan hún er á framfæri almennings í þessu landi, hvort sem fólk hefur not fyrir hana eður ei, og mér finnst satt að segja ekki kirkjunnar mönnum og konum til neinnar sæmdar að girnast eigur almennings, og hafa meiri áhuga á eignum og fé heldur en því orði sem þeir eiga að boða. BRÉF TIL BLAÐSINS Gildir á meðan birgðir endast. Póstkrafa í síma 568 2255 3.999kr/stk STÆRÐIR: 155R13 155/70R13 165/70R13 175/70R13 13’’ 4.999kr/stk14’’ 5.999kr/stk15’’ 9.999kr/stk16’’ 175/70R14 185/70R14 175/65R14 185/65R14 185/60R14 Þýsk gæðavara í Hagkaupum Skeifunni Verðsprengja 185/65R15 195/65R15 205/50R15 205/55R16 30 fyrstu kaupen dur fá fría umfelgun hjá Bo rgardekki á sumardekkjum BIRGIR GUNNLAUGSSON VARAFORMAÐUR FJÖLNIS Fjölnir þarf mjög á þjónustu íþróttafull- trúa að halda, helst í fullu starfi eins og fram hefur komið í ítrekuðum erindum félagsins til borgaryfirvalda. ,, AÐSETUR FJÖLNIS Í GRAFARVOGI Fjölnir er eitt af stærstu íþróttafélögum borgarinnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.