Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 20
20 3. maí 2004 MÁNUDAGUR FLOTT TILÞRIF HJÁ HALLA PÉ Haraldur Pétursson á Musso sigraði í fyrstu torfærukeppni sumarsins sem fram fór í Bolöldum við mynni Jósefsdals í gær. Haraldur, sem sést hér velta Mussonum í 5. brautinni, byrjaði keppnina illa en sótti síðan í sig veðrið og sigraði. Gunnar Gunn- arsson á Trúðnum sigraði í götubílaflokki. Torfæran hvað?hvar?hvenær? 30 1 2 3 4 5 6 MAÍ Mánudagur KÖRFUBOLTI Eina einvígið sem enn er í gangi í fyrstu umferð NBA- deildarinnar í körfuknattleik er á milli Miami Heat og New Orleans Hornets. Miami er nú komið með þrjá sigra gegn tveimur New Orleans eftir nauman sigur á heimavelli, 87-83 og á því mögu- leika á að klára dæmið í næsta leik í New Orleans. Leikurinn var skemmtilegur og spennandi og úr- slitin réðust ekki fyrr en undir blá- lokin. Nýliðinn Dwayne Wade, sem var í þriðja sæti yfir bestu nýliða deildarinnar í vetur, skoraði þriggja stiga körfu um leið og skot- klukkan rann út þegar 53 sekúndur voru eftir og sú karfa gerði gæfumuninn fyrir Miami. „Ég vil fá boltann á mikilvægum augna- blikum,“ sagði þessi ískaldi nýliði sem skoraði 21 stig, tók fimm frá- köst og gaf fimm stoðsendingar. Stigahæstur Miami var þó Eddie Jones sem setti niður 25 stig og Lamar Odom var með 16. Þjálfari New Orleans, Tim Floyd, var stoltur af frammistöðu sinna manna þrátt fyrir tapið: „Strákarnir eru með stórt hjarta og lögðu allt í sölurnar en því miður gekk það ekki að þessu sinni. Það var frábært að sjá baráttuna í (Baron) Davis sem er meiðslum hrjáður en hlífir sér aldrei.“ Téður Baron Davis er mikill járnkarl og lætur margs konar meiðsli ekki stoppa sig. Hann skoraði 33 stig og gaf sjö stoðsendingar – ekki slæmt hjá leikmanni sem er meiddur í baka, á olnboga og ökkla. Næstur honum kom P.J. Brown sem skoraði 12 stig og reif niður 13 fráköst. Stórkostleg handboltaveisla að Hlíðarenda: Heimir Örn skaut Valsmönnum í úrslitin HANDBOLTI Heimir Örn Árnason var hetja Valsmanna í gær þegar að hann tryggði sínum mönnum sigur á ÍR með sigurmarki í bráðabana, 32-31. Það þurfti að tvíframlengja leikinn sem tók hátt í þrjá klukkutíma að klára. Staðan var 31-31 eftir tvær fram- lengingar og höfðu liðin þá skorað jafnmörg mörk á þeim 200 mínút- um sem þau höfðu spilað í einvíg- inu. Það er gott dæmi um hversu jöfn þessi lið eru. ÍR-ingar duttu í lukkupottinn þegar þeir unnu uppkastið og fengu að byrja bráðabanann en Valsvörnin og Pálmar Pétursson vörðu skot Einars Hólmgeirssonar í samein- ingu og það var síðan Heimir Örn sem skoraði laglegt mark með einu sígildu gegnumbroti. „Þetta var ótrúlegur leikur og ég man ekki eftir að hafa spilað svona leik. Það var ekkert annað en að láta vaða, hendin var komin upp og það þurfti einhvern í það að taka áhættuna,“ sagði Heimir Örn, sem skoraði alls sex mörk í leiknum líkt og þeir Markús Máni Michaelsson og Hjalti Gylfason en markahæstur var Baldvin Þor- steinsson með sjö mörk þar af fimm úr vítum. Pálmar Pétursson varði 20 af 24 skotum sínum eftir hlé og níu þeirra í framlenging- unni. Einar Hólmgeirsson skoraði mest fyrir ÍR eða átta mörk en fimm þeirra komu á fyrstu 14 mínútunum. Hann og Hannes Jón Jónsson, sem skoraði sjö mörk, léku við hvern sinn fingur í fyrri hálfleik og ÍR leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 10-13, og náði mest fjögurra marka forustu rétt eftir hlé. Valsmenn gáfust þó ekki upp, náðu að loka á Einar og Hannes og komu sér inn í leikinn ekki síst fyrir framlög Markúsar Mána sem skoraði fjögur gríðar- lega mikilvæg mörk í seinni hálf- leiknum. Ólafur Haukur Gíslason varði 18 skot í ÍR-markinu og stóð sig frábærlega í öllu einvíginu en það voru of mörg klaufalega mis- tök sem felldu íR-inga fyrst og fremst. „Þetta var einn skemmti- legasti handboltaleikur sem mað- ur hefur upplifað. Ég vil þakka áhorfendunum fyrir að fjölmenna og styðja vel við bakið á okkur því ég tel að þeir hafi hjálpað okkur yfir hjallann og það var greinilegt að heimavöllurinn skiptir miklu máli. Ég hafði alltaf trú á því að við værum með þennan leik í lok- in. Það var samt hræðilegt að byrja ekki með boltann í bráða- bananum en við héldum áfram og það var stórkostlegt að klára þetta. Við urðum að treysta á Markús og hann stóð sig frábær- lega,“ sagði Óskar Bjarni Óskars- son, þjálfari Valsmanna, í leiks- lok. ■ de Boer bræður á síðasta snúningi: Líklega á leið til Katar FÓTBOLTI Margt bendir til að tvíbura- bræðurnir hollensku, Ronald og Frank de Boer muni klára keppnis- feril sinn saman í liði í Katar þar sem væntanlega er gnógt fjár til handa þeim. Tvíburabræðurnir eru orðnir 33 ára og mega báðir muna fífil sinn fegurri. Frank leikur um þessar mundir með Glasgow Rangers í Skotlandi en Ronald með Barcelona í Katalóníu. Þeir hafa enn ekki staðfest þetta en viður- kenna að lið frá Katar hafi borið í þá víurnar og að tilboðið sé mjög freistandi. ■ HANDBOLTI „Við erum búnir að vera efstir í deildinni í allan vet- ur svo missum við flugið rétt í lokin. Við áttum þetta meira skilið en þeir,“ sagði Markús Máni Michaelsson sem lét til sín taka á ný eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í tæpa tvo mán- uði. Markús skoraði sitt fyrsta mark í úrslitakeppninni skömmu fyrir leikhlé og bætti síðan við fimm glæsimörkum til viðbótar mörg með mögnuðum þrumuskotum. „Ég var nú kall- aður af einhverjum blaðamann- inum skrautið á bekknum og ég er búinn að fá margar háðsglós- urnar þennan erfiða tíma sem ég hef verið á bekknum. Það eru svo margir búnir að gera grín að mér og því samdi ég lítið erindi: „Þegar syrtar fer í álinn og Vals- mönnum á bjátar. Stígur Markús af bekknum og Hlíðarendi skrautinu státar“. Það eru allir í liðinu að sýna frábæran karakt- er og koma sterkir inn þegar lið- ið þarf á þeim að halda. Það skiptir miklu máli að það séu all- ir að leggja lóð á vogarskálarn- ar,“ sagði Markús Máni kátur í leikslok. ■ HANDBOLTI Júlíus Jónasson, þjálf- ari ÍR-inga, spilaði ekkert með í framlengingunum á Hlíðarenda í gær þar sem hann var skotinn niður í lok venjulegs leiktíma og sá bara móðu eftir það. „Ég fékk boltann beint í gagnaugað og sá ekki eftir það í fókus með öðru auganu og ekkert með hinu. Ég prófaði að fara aftur inn á en ég vissi þá bara ekki hvar ég var eða hvað ég ætti að gera,“ sagði Júlíus. „Þetta var erfiður leikur fyrir bæði lið og það er hægt að segja að þetta hafi bara verið heppni í lokin. Þetta spilaði svo- lítið öðruvísi en undanúrslita- einvígið í fyrra og þá fór þetta ekki í þessar endalausu fram- lengingar. Það skiptir gífurlega miklu máli í þessum fram- lengingum að nýta hvert einasta tækifæri sem býðst og við nýtt- um þau ekki nógu vel. Við vorum samt alltaf inn í þessum leik og hefðum alveg eins getað klárað þetta í dag eins og þeir. Strákarnir hafa staðið sig eins og hetjur í allan vetur. ÍR- ingar geta verið stoltir þrátt fyrir að það sé sárt og tapa þessum leik,“ sagði Júlíus að lokum. ■ ■ ■ LEIKIR OG KEPPNI  20.00 Deildarbikarinn. Karlalið KR og Víkings mætast í undanúrslit- um deildarbikarsins í Egilshöll. ■ ■ SJÓNVARP  15.00 Ensku mörkin á Stöð 2.  16.40 Helgarsportið á RÚV.  18.40 Ensku mörkin á Sýn.  19.35 Spænsku mörkin á Sýn.  20.20 Meistaradeildin á Sýn. Arsenal og Chelsea frá 6. apríl.  22.00 Olíssport á Sýn. Ciudad Real skrefi nær Spánar- titlinum HANDBOLTI Ciudad Real, lið Ólafs Stefánssonar, tókst ekki að gull- tryggja sér meistaratitilinn á Spáni en liðið gerði jafntefli við Portland San Antonio, 25-25. Ciudad er efst með 51 stig þegar aðeins þremur umferðum er ólok- ið. Ademar Leon er með 45 og Portland San Antonio með 44. Eitt- hvað mikið þarf að gerast ef Spán- armeistaratitillinn rennur úr greipum Ólafs og félaga en þeir voru með yfirhöndina í leiknum í gær mestallan tímann. Liðið komst í 22-19 þegar 13 mínútur voru eftir en hélst ekki á forskotinu. Entrerrios var atkvæðamestur hjá Ciudad með sex mörk, Talant Dujs- hebaevs skoraði fimm en Ólafur gerði þrjú og þar af eitt úr víti. Hjá Portland var Rivero Roca með átta mörk, tvö úr vítum. ■ STACEY AUGMON Í hálofta baráttu við leikmann Miami Heat, Caron Butler. Stríðið heldur áfram: Miami lagði New Orleans Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR-inga: Var skotinn niður og lék ekkert með í lokin Markús Máni Michaelsson, fyrirliði Valsmanna: Við áttum þetta meira skilið en þeir FRÁBÆR STEMNING Á FRÁBÆRUM LEIK Valsmenn skemmtu sér vel á Hlíðarenda í gær þegar karlalið félagsins tryggði sig inn í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Hér fagna góðir stuðningsmenn einu af mörkum Vals í leiknum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.