Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 21
21MÁNUDAGUR 3. maí 2004 GÆÐAVARA – BETRA VERÐ! LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI JEPPADEKK • FÓL KSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK Við erum snöggir að umfelga Ólympíuleikarnir: Sara og Ragna ekki með í Aþenu BADMINTON Badmintonkonurnar Sara Jónsdóttir og Ragna Ingólfs- dóttir náðu ekki ólympíulágmark- inu en samkvæmt nýjum heims- lista alþjóðabadmintonsambands- ins, sem gefin var út í gær, er Sara í 55. sæti í einliðaleik og hefur fallið um tvö sæti. Ragna er í 60. sæti og hefur fallið um fjögur en þær stöllur hafa á hinn bóginn unnið sig upp um eitt sæti í tví- liðaleiknum og eru sem stendur í 33. sæti þar. Því miður dugar þessi árangur þeim ekki til að komast til á Ólympíuleikanna í Aþenu í haust en þær hafa staðið í ströngu í all- an vetur og staðið sig með miklum sóma. ■ FÓTBOLTI Knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, Claudio Ranieri er samkvæmt ítölskum fjölmiðlum sterklega orðaður við þjálfarastöðuna hjá ítalska stórliðinu Juventus. Þetta staðfesti umboðsmaður hans en sagði um leið að mörg önnur lið hefðu sýnt Ranieri áhuga og hann ætti því ekki að þurfa að óttast atvinnuleysi á næstu leiktíð. Nýverið tilkynnti Marcelo Lippi, núverandi þjálfari Juventus, að hann yrði ekki áfram með liðið en frammistaða þess í vetur hefur valdið miklum von- brigðum. Þá má segja að Ranieri hafi ekki átt sjö dagana sæla hjá Chelsea þar sem hinn heiðarlegi eigandi liðsins, Roman Abramovich, hefur leitað á hverju götuhorni af arf- taka liðsins þrátt fyrir að flestir knattspyrnuspek- ingar séu á einu máli um að Ranieri hafi gert mjög góða hluti. Liðið á enn möguleika á sigri í meist- aradeildinni en flestir eru á því að jafnvel þótt Chel- sea hampi þeim bikar vilji Rússinn ekkert með Ítal- ann hafa, hver svo sem ástæðan fyrir því er. ■ HANDBOLTI Eyjastúlkur tryggðu sér í gær sæti í úrslitum Íslandsmóts- ins með því að leggja FH að velli í þriðja leik liðanna sem fór fram í Eyjum. Flestir áttu von á því að FH yrði lítil hindrun fyrir ÍBV en reyndin varð önnur og því þurfti að grípa til oddaleiksins. Þar sýndu Eyjastúlkur hins vegar á sér sparihliðarnar og sigruðu sannfærandi með sjö mörkum, 37- 30. Leikurinn fór frekar rólega af stað en undir lok fyrri hálfleiks tóku heimastúlkur öll völd á vellin- um og voru fimm mörkum yfir, 20- 15. Hafnfirðingar beittu sömu varnaraðferð og í öðrum leik liðanna og komu langt út á móti skyttum ÍBV en fyrir vikið losnaði um leikstjórnanda ÍBV, Sylviu Strass, sem fór á kostum í leikn- um. Mestur varð munurinn tíu mörk en undir lokin náðu Hafn- firðingar að laga stöðuna aðeins. Það er varla hægt að taka nokkurn úr liði ÍBV í dag, lykilleikmenn skiptust á að taka af skarið og í Julia Gantimorova nánast lokaði markinu í síðari hálfleik. En fremst meðal jafningja fór leik- stjórnandi Sylvia Strass. FH-ingar eru úr leik en geta borið höfuðið hátt. Þær mættu einfaldlega ofjörlum sínum í gær en fá prik fyrir að berjast allt til leiksloka. Gunnur Sveinsdóttir var best í liði þeirra, skoraði ellefu mörk og þá átti Þórdís Brynjúlfsdóttir ágæta spretti. Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með sigurinn í gær. „Við vorum virki- lega ósátt við okkar leik í Kaplakrika og vildum virkilega sýna hvað í okkur býr hér í dag. Leikmenn mættu mjög einbeittir og í dag var allt klárt hjá okkur. Hlutirnir duttu inn hjá okkur, sendingar voru góða og í raun ekki hægt að taka nokkurn leik- menn út úr liðinu, þær voru allar góðar. En við þurftum virkilega að hafa fyrir þessu hérna í dag, FH-ingar lögðu sig virkilega fram í þessu einvígi og rétt að þakka þeim fyrir skemmtilega leiki.“ Sigurður Gunnarsson, þjálfari FH, var hins vegar ekki eins kát- ur. „Við vorum bara ekki að veita þeim neina keppni. Ég er reyndar á því að við höfum tapað þessu í fyrri hálfleik þegar við misstum þær fimm mörkum fram úr okk- ur. Það var eins og stelpurnar hafi ekki haft trú á að það væri hægt að vinna þetta forskot upp og því fór sem fór.“ ■ FÓTBOLTI Hrakfarir Spánarmeistara Real Madrid halda enn áfram því á laugardag tapaði liðið fyrir Deportivo La Coruna, 2-0. Diego Tristan og Joan Cap- devila skoruðu mörk Deportivo. Zinedine Zidane fékk að líta tvö gul spjöld í fyrri hálf- leik og þar með það rauða og er þetta ann- ar leikurinn í röð hjá Real þar sem stjór- stjarna fær að líta rauða spjaldið. Um síðustu helgi tapaði liðið fyrir erkifjend- unum í Barcelona og þá var það Luis Figo sem sá rautt. Það er því greinilegt að pirringurinn er orðinn nokkuð mikill í herbúðum liðsins enda flest allt gengið á afturfótunum hjá þessu stjörnum prýdda liði á þessari leiktíð. Ef heldur áfram sem horfir gæti liðið staðið uppi titlalaust eft- ir leiktíðina og miðað við alla peningana sem lagðir hafa verið í leik- mannakaup yrði það ekkert annað en hrein- ræktaður skandall. Enn er þó von um Spánar- meistaratitilinn en Val- encia er með öll tromp á hendi. ■ Þýski handboltinn: Flensburg bikarmeistari HANDBOLTI Flensburg tryggði sér sigur í þýsku bikarkeppninni í handbolta í gær með öruggum sigri á Hamburg, 29-23, í Hamburg. Flensburg var með yfirhöndina allan tímann og sigur- inn var aldrei í mikilli hættu en staðan í hálfleik var 14-8. Þetta er annað árið í röð sem Flensburg hampar bikarnum. Daninn Sören Stryger var atkvæðamestur með sex mörk hjá Flensburg og landi hans Lars Christiansen skoraði fimm. Hjá Hamburg var Svíinn Jonas Ernelind markahæstur með sex stykki. ■ Hrakfarir Real Madrid halda áfram: Zidane sá rautt ZINEDINE ZIDANE Niðurlútur. Fékk að líta rauða spjaldið og Real Madrid tapaði. Gamla frúin þarf nýjan þjálfara: Tekur Ranieri við Juventus? CLAUDIO RANIERI Er nú sterklega orðað- ur við Juventus. Sannfærandi hjá ÍBV ÍBV vann FH með sjö mörkum í oddaleiknum, 37-30, og mætir Val í úrslitum Íslandsmóts kvenna. Fyrsti leikur er á þriðjudag. STRASS MEÐ STÓRLEIK Sylvia Strass skoraði 10 mörk úr aðeins 12 skotum og átti stórleik gegn framliggjandi vörn FH-inga í Eyjum í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.