Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 22
22 3. maí 2004 MÁNUDAGUR TITILLINN INNAN SEILINGAR Wesley Sonck fagnar hér einu af þremur mörkum sínum í gær en Ajax á hollenska meistaratitilinn í knattspyrnu næsta vísan eftir stórsigur á Zwolle, 5-0. Aðeins eru tvær umferðir eftir af deildakeppninni og Ajax er með 74 stig en PSV Eindhoveen kemur næst með 68. Fótbolti FÓTBOLTI Leeds féll nánast í gær úr ensku úrvalsdeildinni en liðið beið lægri hlut gegn Bolton á útivelli, 1-4. Ekkert getur í raun bjargað liðinu frá falli þótt liðið, eins og Úlfarnir, geti náð Manchester City að stigum, því markamunur liðanna tveggja og Manchester City er svo fáránlega mikill að tómt mál er að tala um. Leikurinn fór þó vel af stað fyrir Leeds og Mark Viduka kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu sem Alan Smith fiskaði. Þætti Mark Viduka lauk þó áður en fyrri hálfleikur var allur því hann uppskar tvö gul spjöld og þar með það rauða. Þetta áfall var meira en leikmenn Leeds réðu við og einum fleiri tóku leikmenn Bolton öll völd á vellinum og tryggðu sér sigurinn með þremur mörkum á aðeins átta mínútna kafla. Youri Djorka- eff skoraði fyrsta markið á 47. mínútu og aðeins sex mínútum síðar kom mark númer tvö. Örlög Leeds voru síðan innsigluð með afar táknrænum hætti á 53. mín- útu en þá skoraði Ian Harte sjálfs- mark – alger endurspeglun á hruni liðsins undanfarin ár. Að- eins eru þrjú ár síðan liðið komst í undanúrslit meistaradeildar Evr- ópu og fall liðsins síðan verið með hreinum ólíkindum. Liðið komst upp í úrvalsdeild árið 1990 eftir níu ára dvöl í þeirri næstefstu og það hampaði Englandsmeist- aratitlinum árið 1992. Offjárfest- ingar og óstjórn hafa eflaust átt stærstan þátt í þessu ferli Leeds- ara og mikil óvissa ríkir nú um framtíð klúbbsins sem er einn af þeim vinsælli hér á landi. Árang- ur Bolton er á hinn bóginn frábær og þetta skemmtilega lið á nú möguleika á sæti í Evrópukeppni. Gaman hefur verið að sjá liðið ná smám saman meiri stöðugleika á meðal þeirra bestu en nokkur ár hefur tekið að festa liðið í sessi. Með aðeins sterkari vörn getur lið Bolton haldið áfram að klífa met- orðastigann í Englandi. ■ Meistarabragur á Haukum Íslandsmeistarar Hauka sýndu mátt sinn á öllum sviðum þegar þeir sendu bikarmeistara KA tómhenta heim til Akureyrar. HANDBOLTI Hraði, stemning, vörn, markvarsla og markviss sóknar- leikur var á hlaðborðinu hjá Ís- landsmeisturum Hauka þegar þeir buðu KA-mönnum til veislu. Norðanmenn sýndu mikinn karakter og gáfust aldrei upp en það var sama hvað þeir reyndu – Haukarnir voru alltaf betri. Það var jafnræði með liðunum framan af en um miðjan fyrri hálfleik skoruðu Haukarnir átta mörk gegn einu hjá KA og náðu forystu sem þeir létu aldrei af hendi. KA-menn fengu nokkur tækifæri til þess að koma sér inn í leikinn en þegar Arnór klúðraði víti í stöðunni 29-26 fyrir Hauk- um var ljóst að KA-menn myndu ekki hafa erindi sem erfiði. Lykilmenn KA klikkuðu illi- lega í þessum leik og þar lá að mörgu leyti munurinn í gær. Pauzuolis pakkaði Arnóri Atla- syni saman, tróð honum ofan í tösku og sendi hann síðan með skipi til Þýskalands. Arnór komst ekkert áleiðis gegn Lithá- anum sterka og skoraði aðeins eitt mark utan af velli og kom það rétt fyrir leikslok. Jónatan Magnússon var einnig heillum horfinn og ofan á allt kom síðan skelfilega slök markvarsla. Einar Logi og Stelmokas voru frábærir og héldu sínum mönn- um inn í leiknum lengi vel. Liðsheildin hjá Haukunum skilaði sínu eins og venjulega. Þeir voru eins og hraðlest í fyrri hálfleik þegar þeir völtuðu yfir KA með hverju hraðaupphlaup- inu á eftir öðru. Birkir Ívar var enn og aftur stórkostlegur og Pauzuolis var eins og herforingi í vörninni og hrikalega sterkur. Halldór var ótrúlega seigur í sókninni. Ásgeir og Þórir áttu einnig fína spretti. Mörk Hauka: Halldór Ingólfs- son 11/4, Ásgeir Örn Hallgrímsson 5, Þórir Ólafsson 5, Andri Stefan 4, Vignir Svavarsson 4, Þorkell Magnússon 2 og Aliaksandr Sham- kuts 2. Birkir Ívar Guðmundsson varði 26 skot í markinu. Mörk KA: Andreus Stelmokas 9/1, Einar Logi Friðjónsson 8, Arnór Atlason 4/3, Bjartur Máni Sigurðsson 3, Sævar Árnason 3, Þorvaldur Þorvaldsson 1 og Jón- atan Magnússon 1. Hafþór Ein- arsson varði 9 skot og Hans Hreinsson 4. henry@frettabladid.is Enn stórtap hjá Medkila FÓTBOLTI Lið Hrefnu Jóhannesdótt- ur í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, Medkila, hefur ekki riðið feitum hesti í þremur fyrstu umferðum mótsins. Tveir fyrstu leikirnir töpuðust báðir 5-0 og ekki var hlutskiptið mikið skárra í þeim þriðja. Þá tapaði liðið 1-6 gegn Kolbotn og er því stigalaust með markatöluna 1-16. Það blæs því ekki byrlega hjá Medkila og er þá frekar vægt til orða tekið. ■ Liverpool og Aston Villa unnu bæði í gær: Hörð barátta um fjórða sætið FÓTBOLTI Aston Villa lagði afar dapurt lið Tottenham Hotspur að velli, 1-0, á Villa Park í gær- dag. Eina mark leiksins gerði Juan Pablo Angel á fimmtu mín- útu. Liverpool og Middles- borough mættust á Anfield Road og fóru heimamenn með öruggan sigur af hólmi, 2-0. Fyrra mark heimamanna gerði Danny Murphy á 49. mínútu úr vítaspyrnu sem Michael Owen fiskaði. Emile Heskey skoraði seinna markið aðeins tveimur mínútum síðar og sigur Liver- pool var mjög öruggur og sann- gjarn. Gríðarlega hörð barátta er um fjórða sæti deildarinnar sem gefur sæti í meistaradeild- inni á næstu leiktíð og því veru- lega mikið í húfi þar. Liverpool er með 56 stig, Aston Villa með 55 og Newcastle með 53 og á einn leik til góða. ■ M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 • Opin virka daga kl. 12-14 • www.redcross.is/kopavogur Börn og umhverfi (áður barnfóstrunámskeið) Námskeiðið er fyrir einstaklinga á aldrinum 12-15 ára og kennt er í Hamraborg 11, 2. hæð. Fyrsta námskeiðið fer fram 12., 13., 17. og 18. maí kl. 18-21 alla dagana. Skráning eigi síðar en 10. maí. Seinna námskeiðið fer fram 19., 21., 24. og 25. maí kl. 17-20 alla dagana. Skráning eigi síðar en 14. maí. Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík sam- skipti, leiðtogahæfni, agastjórnun, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Fjallað er um slysavarnir og algengar slysahættur og veitt ítarleg kennsla í skyndihjálp. Þátttakendur fá innsýn í sögu og starf Rauða krossins. Námskeiðsgjald: 5.300 kr. Innifalin eru námskeiðsgögn og bakpoki með skyndihjálparbúnaði. Skráning: Í síma 554 6626 eða á kopavogur@redcross.is Sjötugur skákmaður: Ingvar í 1.-2. sæti á Ítalíu SKÁK Ingvar Ásmundsson, FIDE- meistari úr Taflfélaginu Helli, náði 1.–2. sæti á alþjóðlega Gold-Cup mótinu í Meran á Ítalíu sem nýlok- ið er. Jafn Ingvari varð þýski skák- maðurinn Hermann Krieger sem er með 2.267 ELO-stig, en þeir hlutu báðir sjö vinninga í níu skák- um. Ingvar sem er með 2.311 ELO- stig verður sjötugur á þessu ári og árangur hans er einkar góður og mjög athyglisverður. ■ MARK VIDUKA Sést hér ganga af leikvelli en hann skoraði mark Leeds úr vítaspyrnu en fékk síðan að líta tvö gul spjöld og þar með það rauða. Það var eitthvað sem leikmenn Leeds réðu ekki við og liðið er því fallið í 1. deild eftir fjórtán ár í úrvalsdeild. Leeds United nánast fallið eftir 14 ára dvöl í ensku úrvalsdeildinni: Úti er ævintýri hjá Leeds Haukar-KA: Ætlum að fara alla leið HANDBOLTI Birkir Ívar Guðmunds- son var í fantaformi í marki Hauka í gær og varði 26 skot. Hann var kampakátur í leikslok. „Við vorum frekar sannfærandi í leiknum. KA eru samt alltaf hættulegir því þeir geta snúið leikjum við á mettíma. Sem betur fer tókst okkur að halda þeim fyr- ir aftan okkur og þetta var nokkuð góður leikur hjá okkur. Það er mikill karakter í þessu liði og við höfum fulla trú á því sem við erum að gera. Að sjálfsögðu ætl- um við alla leið enda gengur ekki annað hjá Haukum.“ Það var þungt yfir fyrirliða KA, Jónatani Magnússyni, eftir leikinn. „Þetta er verulega sárt og eitt það sárasta sem ég hef upplif- að. Haukarnir voru góðir og betri en við í dag. Samt er skrítið að úti- lið skuli aldrei vinna leik þegar Gísli og Hafsteinn dæma. Það væri gaman að vita hversu oft úti- lið vinnur þegar þeir dæma. Þeir voru samt ekki lélegri en við í dag. Það er samt ótrúlegt, Við höf- um bara unnið einn leik þegar þeir dæma.“ ■ EINAR LOGI Í HELJARGREIPUM HAUKAVARNARINNAR Robertas Pauzuolis átti stórleik í vörninni hjá Haukum í gær. Hann tekur hér hraustlega á KA-manninum Einari Loga Friðjónssyni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA MICHAEL OWEN FÆR VÍTI Liverpool skoraði fyrra mark sitt úr víta- spyrnu sem Michael Owen sést hér fiska. GENGUR ILLA HJÁ LIÐI HREFNU Lið Hrefnu Jóhannesdóttur í norsku úrvals- deildinni í knattspyrnu hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.