Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 26
3. maí 2004 MÁNUDAGUR26 STARSKY & HUTCH kl. 8 B.i. 12 SCOOBY DOO 2 kl. 4 M. ÍSL. TALI SCOOBY DOO 2 kl. 4 og 6 M. ENSKU TALI TIMELINE kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 12 kl. 4KÖTTURINN MEÐ HÖTTINN DAWN OF THE DEAD kl. 10.30 B.i. 16 TAKING LIVES kl. 8 og 10.05 B.i. 16 kl. 10.20LES INV. BARBARES kl. 6WHALE RIDER SOMETHING’S GOTTA GIVE kl. 8 50 FIRST DATES kl. 3.40, 5.50, 8 OG 10.15 SÝND kl. 5.45, 8 og 10.15 SÝND kl. 5.10, 8 og 10.50 B.i. 16 LÚXUS kl. 5.10, 8 og 10.50 B.i. 16 HIDALGO kl. 8 og 10.10 B.i. 12SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 HHH1/2 Skonrokk HHH1/2 HL, Mbl BAFTA verðlaunin: Besta breska myndin Í SNERTINGU VIÐ TÓMIÐ SÖNN SAGA HHHHH „Gargandi snilld!“ ÞÞ FBL HHH1/2 „Öllum líkindum besta skemmtun ársins“ HL MBL HHHHH „Algjört Kill Brill“ ÓÖH DV HHH Skonrokk HHHH HP kvikmyndir.com „Þetta er stórkostlegt meistaraverk“ HHHH ÓÖH, DV „Án efa ein besta myndin í bíó í dag.“ KD, Fréttablaðið RUNAWAY JURY kl. 8 OG 10.40 Hinn frábæri Jim Caviezel (Thin Red Line, High Crimes og Passion of the Christ) er mættur í svakalegum spennutrylli með mögnuðum bílahasaratriðum. Blóðþyrstur raðmorðingi á 1972 El Dorado drepur konu hans. Eltingaleikurinn hefst fyrir alvöru þegar hann ákveður að hefna dauða hennar! PÉTUR PAN kl. 3.40 og 5.50 M/ÍSL. TALI Með Lindsay Lohan úr Freaky Friday Frábær gamanmynd um Drama- drottninguna Lolu sem er tilbúin að gera ALLT til að hitta “idolið” sitt! SÝND kl. 4, 6, 8 og 10.10 SÝND kl. 4 og 6 SÝND kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 LÚXUS VIP kl. 5.50, 8, 10.10 B.i. 16 HIDALGO kl. 5,30, 8 og 10.30 B.i. 12DREKAFJÖLL kl. 6 Íslenskt tal SÝND kl. 5.45, 8 og 10.15 ■ TÓNLEIKAR ■ TÓNLEIKAR ÓDÝRT HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 en gott Við bjóðum 14 34 / T A K TÍ K n r. 4 0 B Stærð: D: 100 cm B: 290 cm H: 250 cm Tekur 9 bretti Brettahillur kr. 17.480,- Næsta bil kr. 13.446,- Á endanum fer hún á ballið meðlögreglustjóranum eftir að hafa komið elskhuga sínum í fangelsi og rotað eiginmanninn af því hann vildi ekki fara með henni strax á þetta ball. Hún er staðráðin í að skemmta sér,“ segir Anna Júlíana Sveinsdóttir um Amelíu, sem er aðalpersóna óperunnar Amelía fer á ball. Þessi ópera verður flutt í kvöld í Salnum í Kópavogi. Flytjendur eru söngnemar í Tónlistarskóla Kópa- vogs ásamt píanóleikaranum Krystynu Cortes. „Þetta er stutt sýning, bara einn klukkutími, og hentar vel fyrir alla fjölskylduna því börnum finnst líka gaman að þessu. Það er mikið um skop og slagsmál,“ segir Anna Júlí- ana, sem er leikstjóri sýningarinnar. Amelíu syngur Eyrún Ósk Ing- ólfsdóttir, en eiginmanninn syngur Unnar Geir Unnarsson, sem sló í gegn í fyrra í hlutverki Orfeos í samnefndri óperu Monteverdis. Elskhugann syngur svo Andri Stef- ánsson, og lögreglustjórann syngur Davíð Viðarsson, sem fenginn var að láni frá Nýja tónlistarskólanum. Amelía fer á ball er eftir Gian Carlo Menotti, en áður hafa verið fluttar eftir hann óperurnar Amal og næturgestirnir, og Miðillinn hér á landi. „Þetta er fyrsta fullburða óperan sem Menotti skrifaði. Það var árið 1937, og upp frá því hefur hans ferill verið mjög giftusamlegur. Óp- erur eftir hann eru fluttar um heim allan,“ segir Anna Júlíana, og bætir því við að óperur Menottis séu oftar settar á svið heldur en óperur eftir Verdi. „Þetta er lagræn ópera þótt hún sér frá 20. öld. Stundum fer hann svo inn í nútímalegra tónmál og það gengur allt upp hjá honum. Hann er bara svo vandað tónskáld.“ Nemendurnir frumfluttu óper- una á fimmtudagskvöldið var, en hún verður svo endurflutt í kvöld. Aðeins þessar tvær sýningar verða á óperunni. Aðgangur er ókeypis. ■ Staðráðin í að skemmta sér FLYTJENDUR Á ÆFINGU Óperan Amelía fer á ball eftir Gian Carlo Menotti verður flutt í Salnum í Kópavogi í kvöld klukkan átta. Guns N’Roses á besta gítarriff sögunnar Rokkhljómsveitin Guns N’Rosesá besta gítarriff rokksögunnar samkvæmt skoðanakönnum tónlist- artímaritsins Total Guitar en þar endaði Sweet Child O’Mine á toppn- um eftir atkvæðagreiðslu sem yfir 2000 lesendur blaðsins tóku þátt í. Nirvana fylgir í kjölfarið með Smells Like Teen Spirit og Led Zeppelin eru í þriðja sæti með Whole Lotta Love en það riff var í efsta sæti síðast þegar könnunin var gerð árið 1999. Lög með Jimi Hendrix, Ozzy Osbourne komust á topp 20 en stór- ir spámenn á borð við Rolling Stones og Sex Pistols náði ekki inn fyrir þau mörk. Scott Rowley, ritstjóri Total Guitar, segir að þessar niðurstöður sýni að runnið sé upp nýtt skeið í sígildu rokki. „Í hugum nýrrar kyn- slóðar gítarleikara er Metallica mikilvægari en Rolling Stones og Guns N’Roses meira spennandi en Sex Pistols og Black Sabbath betri en Bítlarnir.“ Þá bætti hann við að riffin væru skemmtilegur mælikvarði á smekk fólks „vegna þess að það er yfirleitt auðvelt að spila þau og þau eru grípandi. Þau eru önglarn- ir sem lögin hafa til að grípa“. ■ 1. Sweet Child O’ Mine - Guns N’ Roses 2. Smells Like Teen Spirit - Nirvana 3. Whole Lotta Love - Led Zeppelin 4. Smoke On The Water - Deep Purple 5. Enter Sandman - Metallica 6. Layla - Derek & The Dominoes/Eric Clapton 7. Master Of Puppets - Metallica 8. Back In Black - AC/DC 9. Voodoo Chile (Slight Return) - Jimi Hendrix 10. Paranoid - Black Sabbath AXL ROSE og félagar þykja voða flottir í gítarspilinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.