Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Evrópa SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Það var vel við hæfi að hátíðahöldEvrópusambandsins til að fagna 10 nýjum aðildarlöndum skyldu fara fram í Fönix-garði í Dyflinni, höfuð- borg Írlands. Fyrir 30 árum var Írland fátækasta land í Vestur- Evrópu, en hefur síðan náð að brjót- ast til bjargálna með góðum stuðningi systkina sinna í Evrópusambandinu, og situr nú þar í forsæti. FYRIR 60 ÁRUM þegar Evrópa lá í blóði sínu eftir seinni heimsstyrjöld- ina hefði þurft mikinn bjartsýnis- mann til þess að spá því að eftir nokkra áratugi væri „Óðurinn til gleðinnar“ eftir Beethoven orðinn þjóðsöngur allrar álfunnar og 25 Evrópuþjóðir hefðu gert með sér ríkjabandalag til að samhæfa krafta sína í þágu friðar og farsældar. AÐ VÍSU er það ekki tekið út með sældinni að vera til friðs. Víðsvegar í Evrópu eru nú þéttar byggðir skriffinna sem eyða ævinni í að finna upp ný eyðublöð eða reikna út eftir- sóknarverða fyrirmyndarstærð á jarðarberjum ellegar setja reglur um bann við munntóbaksnotkun. Þetta er trúlega leiðinleg vinna en yfirleitt þokkalega launuð með embættis- bústað, Benz og risnu – og skapar aukinheldur nauðsynleg atvinnutæki- færi fyrir aflóga stjórnmálamenn sem gott er að losna við úr pólitík en rúmast hvorki í Seðlabanka né utan- ríkisþjónustu. MARGIR SJÁ OFSJÓNUM yfir því fjármagni sem fer í að kosta alls- kyns friðsaman vitleysisgang á veg- um Evrópusambandsins, en aðrir segja að mannleg náttúra sé söm við sig, þótt hún sé lamin með lurk leiti hún út um síðir. Og altént er það ódýrara fyrir hvern meðaljón í Evrópu að borga einbýlishús og Benz undir bírókrata í Brussel til að reikna út rúmmál á jarðarberjum, heldur en borga skriðdreka, orustuflugvélar og vítisvélar til að senda æskulýð þjóð- anna inn í nágrannalöndin að drepa fólk og jafna borgir við jörðu. ÓÐURINN TIL GLEÐINNAR hljómaði um gervalla Evrópu 1. maí síðastliðinn. Ólíkt var það hljóm- fegurra en kvalaóp írakskra fanga sem bandarískir og breskir hermenn eru að skemmta sér við að kvelja og pynta fyrir hönd okkar, hinna stað- föstu þjóða sem sendu þá í stríð. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.