Fréttablaðið - 04.05.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 04.05.2004, Síða 1
Tryggja þarf frelsi fjölmiðla Markmið fjölmiðlafrumvarps er að tryggja frelsi og sjálfstæði fjölmiðla sagði forsætisráðherra. Formenn Samfylkingar og Frjálslyndra höfnuðu frumvarpinu. Formaður Vinstri grænna varaði við hættu á samþjöppun. ● huldupenninn selur verk sín til þýskalands Stella Blómkvist: ▲ SÍÐA 30 Skammast sín ekki fyrir bækurnar ● reynslan gerir mann að sérvitringi Björg Atla: ▲ SÍÐA 27 Rannsakar andstæður ● 56 ára í dag Ingólfur Margeirsson: ▲ SÍÐA 18 Tekur á móti fjöl- skyldunni í kvöld MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 ÞRIÐJUDAGUR SLAGURINN HEFST Valsstúlkur sækja Eyjastúlkur heim í fyrsta leiknum í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna. Það liðanna sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.30. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BJARTVIÐRI Í BORGINNI samfara næðingi og fremur svölu veðri. Áfram vetur á Norður- og Austurlandi með snjókomu eða éljum. Hlýnar á fimmtudaginn. Sjá síðu 6 4. maí 2004 – 121. tölublað – 4. árgangur LÖG UM FJÁRMÁL FLOKKANNA Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Fram- sóknarflokks, segir að setja eigi lög um fjár- reiður stjórnmálaflokka rétt eins og það eigi að setja lög um eignarhald á fjölmiðl- um. Sjá síðu 2 HELDUR FAST VIÐ SITT Ariel Sharon beið ósigur þegar félagar í Likud höfnuðu áætlun hans um brotthvarf frá Gaza. Hann boðar nýja áætlun svipaða þeirri sem var hafnað. Sjá síðu 4 BRUTU SAMKEPPNISLÖG Rætt var á vettvangi Sambands íslenskra trygginga- félaga hvernig bregðast ætti við nýjum keppinautum. Sjá síðu 8 SKRÁÐUM FÉLÖGUM FÆKKAR Eigendur rúmlega helmings hlutafjár í Síld- arvinnslunni hafa tekið höndum saman. Þeir ætla að bjóða í hlut annarra eigenda og skrá fyrirtækið af markaði. Sjá síðu 14 Ósk Ingvarsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Neyðarvarnir eru ekki fóstureyðing ● heilsa 36%50% Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 ALÞINGI Meirihluti þingmanna í efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingi lagðist gegn því að frum- varp um breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna yrði afgreitt frá nefndinni í gær, en samkvæmt því verður áminning ekki lengur skil- yrði fyrir uppsögn starfsmanns. Kristinn H. Gunnarsson, Fram- sóknarflokki, felldi tillögu Péturs Blöndal, formanns nefndarinnar, um að málið færi úr nefnd, en Pét- ur vildi afgreiða það. Pétur vísaði í úrskurð forseta þingsins um að heimild væri til að afgreiða málið, en því mótmælti stjórnarandstað- an og taldi í bága við þingsköp. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, sakaði formanninn um að reyna að rífa málið út úr nefnd- inni gegn meirihluta nefndar- manna. Tillaga hefði komið upp um að ganga ekki frá málinu fyrr en gestir yrðu kallaðir fyrir til að ræða breytingartillögur, en for- maðurinn hefði ekki orðið við því. „Ég lít svo á að hér hafi verið gerð tilraun til að viðhafa mjög ólýðræðisleg vinnubrögð á þing- inu og tel að þegar nefndin kemur saman að nýju hljóti að þurfa meirihluta hennar til að taka mál- ið út úr nefndinni,“ sagði Ög- mundur. Forseti Alþingis sagði að nefndin kæmi saman vegna máls- ins í dag, en það væri skilyrðis- laus réttur þingmanna, bæði í minni- og meirihluta, að gefa út nefndarálit. ■ Átök í efnahags- og viðskiptanefnd: Skammast í Pétri Blöndal FRÁ ATHÖFN Í AKUREYRARKIRKJU Vélsleðaslysið í Garðsárdal: Bænastund í Akureyrar- kirkju SLYS Bænastund var haldin í Akur- eyrarkirkju í gærkvöld til minn- ingar um manninn sem lést í vélsleðaslysinu í Garðársdal við Gönguskarð á Vaðlaheiði í fyrra- dag. Fimm félagar hans sem einnig slösuðust þegar vélsleðar þeirra fóru fram af háum snjó- hengjum eru allir á batavegi og standa vonir til að útskrifa megi þá síðustu af sjúkrahúsi í þessari viku. Sjá nánar síður 10 og 11 Samningar FÍA og Icelandair: Þokast í samnningsátt KJARAMÁL Fulltrúar Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna og Samtaka atvinnulífsins áttu að- eins eftir að ganga frá kjaramál- um er snúa að leiguflugi erlendis klukkan tíu í gærkvöldi. Fundur- inn hafði þá staðið í tólf klukku- stundir og ekki víst að næðist að klára þennan stóra lið á fundinum. Örnólfur Jónsson, varaformaður stórnar FÍA, sagði ómögulegt að segja hvernig málin þróuðust. Stefnt væri á að semja nú eða næstu daga, en þessu væri ekki lokið. ■ ALLRA VEÐRA VON Á VÍSITASÍU Herra Karl Sigurbjörnsson varð þess var á vísitasíu sinni í Eyjafjarðarprófastsdæmi að enn er allra veðra von þó komið sé fram í maímánuð. Vísitasían stendur yfir í tæpar tvær vikur og meðan á því stendur heldur biskup á annan tug helgistunda. Í dag fór hann um Dalvík ásamt eiginkonu sinni, frú Kristínu Guðjónsdóttur, og máttu þau standa af sér veðrið. Sjá síðu 10 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI ALÞINGI Davíð Oddsson forsætis- ráðherra mælti í gær fyrir frum- varpi til laga um eignarhald fjöl- miðla. Þingmenn ræddu frumvarp- ið fram á kvöld og sýndist sitt hverjum. Forsætisráðherra rökstuddi frumvarpið með því að fjölmiðlar gegni lykilhlutverki sem vettvang- ur skoðanaskipta. Af þessu spretti kröfur um fjölræði í eignarhaldi. „Séu þessi skilyrði ekki fyrir hendi á fjölmiðlamarkaði hefur verið lit- ið svo á að rétt sé af stjórnvöldum að grípa til virkra aðgerða til að tryggja að svo megi verða,“ sagði Davíð. Davíð sagði frumvarpið hafa „það að markmiði að sporna við því að samþjöppun eignarhalds á fjöl- miðlum hamli gegn æskilegri fjöl- breytni og fjölræði í fjölmiðlun og skapa þeim nauðsynlegt frelsi og sjálfstæði til að geta haft jákvæð áhrif og veitt stjórnvöldum og at- vinnulífi heilbrigt aðhald í nútíma lýðræðisþjóðfélagi án þess þó að hafa til þess lýðræðislegt umboð.“ Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, sagði frumvarpið óviðunandi. „Það er margt í því sem vekur furðu og sú umgjörð sem felst í lagasetning- unni er ekki eðlileg framsetning á málinu,“ sagði hann. Frumvarpið „er flutt í nafni fjölbreytni á fjölmiðlavettvangi, en við teljum að í því felist sú hætta að það muni leiða til fá- breytni í innihaldi dagskrár og á framboði efnis,“ sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar, sem lagðist gegn frumvarpinu og varaði við hugsan- legri skaðabótaskyldu. „Ég held því hiklaust fram að það felist hættur í því að leyfa ótakmarkaða samþjöppun og hafa engar reglur, sem koma í veg fyrir að stóraðilar á öðrum sviðum við- skipta geti lagt alla einkarekna fjölmiðla undir sig,“ sagði Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, og lagði áherslu á að samkomulag næðist um laga- setningu. Sjá nánar síður 4 og 6 ÖGMUNDUR JÓNASSON Þingmaður Vinstri grænna sakar Pétur Blöndal, formann efna- hags- og viðskiptanefndar, um að reyna að viðhafa ólýðræðis- leg vinnubrögð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.