Fréttablaðið - 04.05.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.05.2004, Blaðsíða 2
2 4. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR „Já, tvímælalaust uppspretta and- legra auðæfa og ekki verra ef við getum grætt á því.“ Steinar Berg þekkir tónlistarmarkaðinn vel. Hann rekur nú litla útgáfu sem kallast Steinsnar og gefur eingöngu út íslenska tónlist. Spurningdagsins Steinar, er tónlist gullnáma? Gagnsæi ríkir almennt á Norðurlöndunum Peningum fylgir áhrifavald sem getur haft áhrif á annað en fjölmiðla, segir þingmaður Framsóknarflokksins. Stjórnmálamenn geta haft áhrif á almenn- ingsálit, ekki bara fjölmiðlar, og því ætti að setja lög um fjármál stjórnmálaflokka. STJÓRNMÁL „Menn verða að gera ráð fyrir því að peningum fylgi áhrifavald. Það á þá ekki bara við um fyrirtækin sem heita fjölmiðl- ar, heldur getur það líka haft áhrif á fleiri stöðum. Það eru ekki bara fjölmiðlar sem hafa áhrif á al- menningsálitið heldur líka stjórn- málamenn,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins. „Þess vegna er nauðsynlegt að menn setji sér reglur um það hvernig peningum er komið til stjórnmálaflokka. Alveg eins og menn telja rétt að setja reglur um eignarhald á fjölmiðlum,“ segir Kristinn. Að sögn Bjorn Janson, lög- fræðings hjá GRECO, þeirri deild Evrópuráðsins sem vinnur gegn spillingu, gilda almennt þær reglur á Norðurlöndunum að upplýst skuli um fjárframlög til stjórnmálaflokkanna. Í Suður- Evrópu er hins vegar algengara að reglur um hámarksfjárhæð gildi varðandi styrk til stjórn- málaflokka. Janson segir að Evrópuráðið telji að almennt beri löndum að setja lög sem tryggi gagnsæi í fjármálum stjórnmálaflokka í því skyni að sporna gegn spillingu. Evrópuráðið hafi beint þeim fyrirmælum til allra fjörutíu og fimm aðildaríkjanna. Hann segir að úttekt GRECO á spillingu í aðildaríkjunum hafi leitt það í ljós að lítið sé um spill- ingu á Norðurlöndunum þótt sums staðar skorti beinar reglur þess eðlis. Skýring landanna á reglu- skortinum sé að almennt sé mikið gagnsæi á opinberum fjármálum. Stjórnmálaflokkar teljist þó til einkaaðila og því gildi ekki sömu reglur um þá og opinber fyrir- tæki. Því þurfi að setja sérstök lög um fjármál stjórnmálaflokka þar sem þau eru ekki fyrir hendi. Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, beindi fyrirspurn til forsætisráðherra á Alþingi í gær varðandi skýrslu um fjárhagslegt og lagalegt um- hverfi stjórnmálaflokkanna sem flokkurinn hefði óskað eftir í jan- úar. Hún spurði hvers vegna skýrslan hefði ekki enn verið unn- in. Forsætisráðherra svaraði því að vinnan við skýrsluna væri svo umfangsmikil að hún kallaði á meiri tíma. Magnús Þór Hafsteinsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, sagði á Alþingi í gær að nauðsyn væri að setja reglur um gagnsæi stjórnmálaflokkanna. Mikilvægt væri að vita hverjir standi á bak við flokkana, á sama hátt og ríkisstjórninni þætti mik- ilvægt að setja á lög um gagnsæi á eignarhaldi á fjölmiðlum. sda@frettabladid.is Hörð átök við borgina Najaf í Írak: 20 féllu í bardögum ÍRAK, AP Um tuttugu íraskir and- spyrnumenn úr röðum sjíamús- lima féllu í bardögum við banda- ríska hermenn í og við borgina Najaf í gær. Bardagarnir hófust að sögn bandaríska hersins með því að andspyrnumenn létu sprengjum rigna yfir bandaríska hermenn í bækistöðvunum þar sem spænskir hermenn höfðust við áður en þeir voru kallaðir heim frá Írak. Andspyrnumennirnir eru fylgismenn klerksins Muqtada al- Sadr sem hefur mælt fyrir bar- áttu gegn hernáminu í Írak. Yfir- menn Bandaríkjahers segja þó að þeir muni bíða enn um sinn áður en þeir láti til skarar skríða gegn honum, með því vilji þeir koma í veg fyrir að reita sjíamúslima til reiði en þeir eru í meirihluta með- al Íraka. Bandaríski herinn leitar nú að íröskum herforingja til að leysa Jassim Mohammed Saleh, sem var foringi í lýðveldisverði Sadd- ams Husseins, af hólmi sem yfir- maður íraskrar herdeildar í Fal- lujah. Kúrdar segja að Saleh hafi tekið þátt í að brjóta niður and- stöðu Kúrda við stjórn hans. Helst er nefndur hershöfðinginn Mo- hammed Latif sem var eitt sinn fangelsaður að skipan Saddams Hussein. ■ Edda útgáfa: Fundur um aukningu VIÐSKIPTI Edda útgáfa hefur boðað til hluthafafundar í dag til þess að taka ákvarðanir um niðurfærslu hlutafjár og aukningu hans í kjöl- farið. Ólafsfell, félag í eigu Björg- ólfs Guðmundssonar, á stærstan hlut í félaginu, en unnið hefur ver- ið að því að fleiri taki þátt í aukn- ingunni. Ljóst er að Ólafsfell ræð- ur eitt og sér við aukninguna, en vilji er til þess að vinna áfram með Máli og menningu að útgáf- unni. Ekki er búið að ganga endan- lega frá úrvinnslu aukningarinn- ar, en samkvæmt heimildum er full samvinna um málið í eigenda- hópi Eddu. ■ RÆSA OG LÖMBIN Afkvæmin braggast vel undir umsjón ærinnar Ræsu. Sauðburður víða hafinn: Ein fimm- lembd á Ár- skógssandi SAUÐBURÐUR Ærin Ræsa gerði sér lít- ið fyrir og gaut fimm heilbrigðum lömbum að bænum Birnunesi á Ár- skógssandi á laugardagskvöldið. Það er afrek út af fyrir sig en merkileg- ast er þó að sama leikinn lék hún ein- nig í fyrravor. Þá drapst reyndar eitt lambanna við fæðingu en í þetta sinn tókst að koma þeim öllum á legg þó að tvö þeirra væru augljóslega við- kvæmari en hin. Ræsu heilsast vel en hún var nefnd eftir eiginkonu fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna, Raisu Gorbatsjov. Lömbin fimm hafa ekki hlotið nöfn ennþá. ■ Samningar kennara: Búist við tilboði KJARAMÁL Grunnskólakennarar eiga von á formlegu tilboði frá launanefnd sveitarfélaga þegar þeir setjast að samningaborði í húsakynnum ríkissáttasemjara á morgun. Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakenn- ara, segir helstu kröfu grunn- skólakennara vera hækkun grunnlauna, þar sem aðaláhersla sé lögð á laun byrjenda og ungra kennara. „Kennara vilja sjá lækkun í kennsluskyldu um tvær klukku- stundir, með því langtímamark- miði að jafna hana í grunn- og framhaldsskólum,“ segir Finn- bogi. Samninganefnd kennara mun meta tilboðið og hvort það gefi grundvöll til frekari viðræðna. ■ Hádegisverðarfundur: Frelsi til að reka fjölmiðla FJÖLMIÐLAR Lagaumhverfi fjöl- miðla austan hafs og vestan er umræðuefni erlendra sérfræð- inga á hádegisverðarfundi sem Norðurljós efna til á Nordica hót- eli á morgun. Á fundinum munu tveir erlendir sérfræðingar í fjölmiðlarétti reifa sjónarmið sín, þeir Floyd Abrams, en hann starfar sem lögmaður Cahill Gordon & Reindel í New York og við fjölmiðladeild Col- umbia-háskólans í Bandaríkjunum, og Filip van Elsen, lögmaður Allen & Overy í Belgíu, en hann er sér- fræðingur á sviði hugverka og upp- lýsingalöggjafar. Að framsögum loknum verða pallborðsumræður þar sem þeir, ásamt Jakobi R. Möller hæsta- réttarlögmanni, sitja fyrir svör- um. Fundurinn verður á Nordica hóteli á morgun og hefst klukkan 12. ■ Síldarvinnslan í Neskaupstað: Íhuga að hætta síldarsöltun SJÁVARÚTVEGUR Stjórnendur Síld- arvinnslunnar í Neskaupstað íhuga að hætta allri söltun á síld. „Verð á saltsíldarafurðum er óviðunandi um þessar mund- ir og tap á framleiðslunni,“ seg- ir Björgólfur Jóhannsson, for- stjóri Síldarvinnslunnar. Hann segir að slíka ákvörðun yrði að skoða vel þar sem slík ákvörðun hefði í för með sér að þekking hyrfi og erfitt að hefja slíka framleiðslu ef markaðsaðstæð- ur breyttust. „Helsta ástæða lækkandi verðs er samkeppni við Noreg sem skýtur nokkuð skökku við þar sem þeir hafa greitt nokkru hærra verð en við fyrir hráefni til vinnslunnar.“ Stærstu markaðir fyrir saltsíld eru á Norðurlöndunum, en auk þess segir Björgólfur að eitthvað hafi verið að fara af henni á Bandaríkjamarkað. Hann hefur ekki skýringar á því hvers vegna Norðmenn bjóði þetta lágt verð. Ekki séu laun í Noregi lægri en hér. Peningar hljóti að koma ann- ars staðar frá en af vinnslunni sjálfri. „Nema að þetta sé eins og fór með bræðslur í Noregi sem voru seldar eftir langvarandi tap- rekstur.“ ■ SKOTIÐ AÐ ÍRÖKUM Bandarískur hermaður skýtur sprengikúl- um að stöðvum íraskra andspyrnumanna. SÍLDARRÓMANTÍK Þótt rómantík síldaráranna sé að baki og sjáist helst í uppákomum síldarvina á Siglufirði þættu það tíðindi ef Íslendingar hættu alfarið að salta síld. Slíkt gæti verið uppi á teningn- um vegna lágs verðs fyrir saltsíld. FRÁ ALÞINGI Að sögn Bjorn Janson, lögfræðings hjá GRECO, þeirri deild Evrópuráðsins sem vinnur gegn spillingu, gilda almennt þær reglur á Norðurlöndunum að upplýst skuli um fjárfram- lög til stjórnmálaflokkanna. Í Suður-Evrópu er hins vegar algengara að reglur um hámarksfjárhæð gildi varðandi styrk til stjórnmálaflokka. Bjartsýnir á lausn málsins: Þjófanna enn leitað LÖGREGLA Þjófarnir sem brutust inn á heimili í Grindavík í byrjun apríl og stálu þaðan fimm öflug- um byssum eru enn ófundnir. Fjórir rifflana fundust í austur- hluta Reykjavíkur um miðjan apr- íl en einn riffillinn er enn ófund- inn. Karl Hermannsson, yfirlög- regluþjónn í Keflavík, segir enn unnið að rannsókn málsins að full- um krafti og hann er bjartsýnn á að málið upplýsist að fullu. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.