Fréttablaðið - 04.05.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.05.2004, Blaðsíða 4
4 4. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Var rétt af Samkeppnisstofnun að sleppa því að sekta trygginga- félögin fyrir meint samráð? Spurning dagsins í dag: Fylgdist þú með fyrstu umræðu um fjölmiðlafrumvarpið á Alþingi? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 13% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Beiðni um skýrslu um fjármál stjórnmálaflokkanna: Forsætisráðuneytið óskar eftir lengri fresti ALÞINGI Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingunni, gagnrýndi á Al- þingi í gær að forsætisráðuneytið hefði ekki orðið við beiðni frá í jan- úar um að leggja fram skýrslu um fjárframlög til stjórnmálastarfsemi og starfsumhverfi stjórnmála- flokka. Í beiðninni var krafist svara við því hvernig Ísland hefði undir- gengist og framfylgt alþjóðlegum skuldbindingum um aðgerðir gegn pólitískri spillingu og hagsmuna- árekstrum og um gagnsæi og eftir- lit með fjármálum stjórnmála- flokka. Forsætisráðuneytið óskaði eftir lengri fresti til að vinna skýrsluna og taldi eðlilegra að leggja hana fram á þingi í haust, en Jóhanna taldi það ótæk vinnubrögð. „Stjórnarliðar hafa ítrekað sagt að samkvæmt Evrópuráðinu séu það þjóðréttarlegar skuldbindingar að settar verði takmarkanir um eignarhald á fjölmiðlum. Því vekur það furðu að forsætisráðherra hafi ekki svarað spurningunni og þingið verður að kanna hvort ekki eigi að setja lög um starfsemi stjórnmála- flokkanna, að þeir undirgangist sömu alþjóðlegar skuldbindingar og fjölmiðlar,“ sagði Jóhanna. Forsætisráðherra sagði ekki hægt að leggja skýrsluna fram á yfirstandandi þingi, þar sem hún væri mjög umfangsmikil. „Menn þurfa ekki annað en að lesa skýrslu- beiðnina til að sjá að skýrslan kallar á meiri tíma,“ sagði Davíð. ■ Eins og að vakna við vondan draum Davíð Oddsson forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um eignarhald á fjölmiðlum á Alþingi í gær. Hann sagði að þróunin á fjölmiðlamarkaðnum væri óæskileg og að slíkar aðstæður þekktust hvergi á byggðu bóli. Löggjafanum er skylt að láta málið til sín taka sagði Davíð. ALÞINGI Davíð Oddsson forsætisráð- herra mælti fyrir frumvarpi um eign- arhald á fjölmiðlum á Alþingi í gær, en leita þurfti afbrigða til að taka málið á dagskrá og var það samþykkt með meirihluta atkvæða. Frumvarp- inu er ætlað að sporna við því að sam- þjöppun á eignarhaldi fjölmiðla hamli gegn æskilegri fjölbreytni og fjöl- ræði í fjölmiðlum. Davíð sagði frum- varpið byggja á skýrslu fjölmiðla- nefndar menntamálaráðherra og benti á að þar hefði niðurstaðan verið sú að samþjöppun á íslenskum fjöl- miðlamarkaði yrði að teljast mikil og gilti þá einu hvort horft væri til eign- arhalds eða stöðu einstakra aðila á markaði. „Eitt fyrirtæki ber þar ægishjálm yfir önnur hvað rekstur og veltu varðar. Heildarmarkaðir fyrir dag- blöð og útvarp hafa í ljósi þess ýmis einkenni sem talin eru óheppileg,“ sagði Davíð og vitnaði í fjölmiðla- skýrsluna. Og hann bætti við: „Bent er sérstaklega á að fyrirtæki sem hef- ur sterk ítök á mikilvægum sviðum atvinnulífsins, sér í lagi á matvöru- markaði, sé einnig ráðandi á fjöl- miðlamarkaði. Og að sama fyrirtæki hafi mjög sterk ítök bæði á dagblaða- markaði og á markaði fyrir ljósvaka- miðla. Þetta er sú staða sem uppi er og við henni hygg ég að allir flokkar á Alþingi hafi lýst sig reiðubúna til að bregðast, þótt einhverjir hafi af ein- hverjum ástæðum fipast þegar til al- vörunnar kom,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra sagði fjölmiðla gegna lykilhlutverki sem vettvang skoðanaskipta um ólík viðhorf, og af þessu hlutverki spryttu kröfur um fjölbreytni, sem vörðuðu ákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttinda- sáttmála Evrópu. „Séu þessi skilyrði ekki fyrir hendi á fjölmiðlamarkaði hefur verið litið svo á að rétt sé af stjórnvöldum að grípa til virkra að- gerða til að tryggja að svo megi verða,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra benti á að nær alls staðar í ríkjum Evrópusambands- ins hefðu verið settar reglur sem hefðu það að markmiði að stemma stigu við samþjöppun á fjölmiðla- markaði og heimila stjórnvöldum að grípa til aðgerða ef samruni fyrir- tækja væri talinn ógna fjölbreytni í fjölmiðlum, með því að færast á of fárra hendur. „Reglur af því tagi sem hér er mælt fyrir eru því fjarri að vera sér- íslenskt fyrirbæri, jafnvel þótt þær aðstæður sem þeim er ætlað að bregðast við hér á landi eigi sér hvergi hliðstæðu. Án þess að ég vilji segja að við höfum sofnað á verðin- um, þá er tilfinningin ekki ósvipuð því, að vakna upp við vondan draum þegar litið er til þess hvernig málum er hér komið,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra benti á að sam- kvæmt fjölmiðlaskýrslunni hlyti það að teljast afar æskilegt að löggjafinn brygðist við þessari stöðu með laga- setningu, einkum þannig að settar yrðu reglur sem miðuðu að því að hamla gegn óæskilegum áhrifum samþjöppunar, sem þegar væri til staðar á fjölmiðlamarkaði, einnig til að hamla gegn frekari samþjöppun á þessum markaði í framtíðinni. „Ef við eigum að umbera það að fyrirtæki hafi markaðsráðandi stöðu þá verðum við að geta treyst því að það hafi virkt aðhald frá fjölmiðlum. Það gefur því auga leið að ekki er heppilegt að fyrirtæki í markaðsráð- andi stöðu eigi jafnframt fjölmiðla. Það er beinlínis hættulegt. Nýjustu dæmin eru hrópandi hvað þetta varð- ar. Það hafa allir séð, jafnvel líka þeir þingmenn sem hafa tekið að sér að vera einhvers konar blaðafulltrúar fyrir fyrirtækin,“ sagði forsætisráð- herra. Davíð lagði áherslu á að frum- varpið hefði að geyma almennar regl- ur sem ætlað væri að stuðla að því að innan tiltekins tíma kæmist á sú fjöl- breytni í fjölmiðlum sem bæði stjórn- völdum og löggjafanum bæri þjóð- réttarleg skylda að tryggja. Frum- varpið gengi ekki lengra en þörf krefði til að markmiðinu yrði náð, miðað við það ástand sem væri á ís- lenskum fjölmiðlamarkaði. „Víða um heim hafa gilt reglur um eignarhald á fjölmiðlum svo árum og jafnvel áratugum skiptir. Alls staðar meðal siðaðra lýðræðisríkja eru regl- ur sem setja skorður við því að stór og voldug fyrirtæki geti sölsað undir sig fjölmiðla. Við erum því að feta í fótspor annarra lýðræðisríkja. Þróun- in hér hefur orðið með þeim hætti að upp er komin afar óæskileg staða. Hvergi þekkist á byggðu bóli að markaðsráðandi fyrirtæki á mat- vælamarkaði sé jafn ráðandi í fjöl- miðlum og hér. Einkafjölmiðlar eru næstum allir á sömu hendi, sem er stærsta fyrirtæki landsins. Það er tímabært, rétt og skylt að löggjafinn láti málið til sín taka til að tryggja að hér þrífist heilbrigður fjölmiðla- markaður.“ bryndis@frettabladid.is Þingmaður Framsóknarflokksins: Styð ekki frumvarpið FJÖLMIÐLALÖG Ég mun ekki greiða atkvæði með fjölmiðlafrumvarpinu eins og það er lagt fram. Ég tel að það stangist á við stjórnarskrána,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokksins. Aðspurður um hvort hann hygg- ist beita sér fyrir því í þingflokkn- um að breyting verði gerð á frum- varpinu segist hann munu tala fyrir sjónarmiði sínu í því og gera grein fyrir því í umræðunni. Hann sagðist hafa greitt atkvæði með því að frumvarpið yrði lagt fram því hann teldi þörf á umræðu um frumvarpið í Alþingi. ■ Í YANBU Fjórir bræður gengu berserksgang og myrtu fimm vestræna menn. Erlendir ríkisborgarar: Forða sér SÁDI-ARABÍA, AP Evrópskir og bandarískir ríkisborgarar sem eru búsettir í Sádi-Arabíu pökk- uðu í gær saman eigum sínum og héldu á brott frá landinu eftir mannskæðar árásir á vestræna menn að undanförnu. Fjórir bræður bönuðu fimm vestrænum mönnum og einum Sádi-Araba. Þeir festu síðan líkið af Bandaríkjamanni á bíl sinn, keyrðu að nærliggjandi skóla og sýndu námsmönnum það ásamt því að hvetja þá til að berjast gegn vestrænum mönnum með múslimum í Fallujah. ■ – hefur þú séð DV í dag? Svipt stjórnar- setu eftir að eiginmaður skrifaði grein JERÚSALEM, AP Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, mun gera smávægi- legar breytingar á áætlun sinni um brotthvarf landnema frá Gaza en hættir ekki við hana þrátt fyrir að áætlun hans hafi verið hafnað af félögum í Likud-bandalagi hans í atkvæðagreiðslu á sunnudag. „Ég vil segja það með eins skýrum hætti og hægt er að önnur áætlun kemur fram,“ sagði Sharon þegar hann fundaði með þingmönnum Likud-bandalagsins í gær. Ísraelskir embættismenn gáfu til kynna að ný áætlun myndi byggja á þeirri sem var felld í atkvæðagreiðslunni en dregið aðeins úr umfangi hennar. Nýja áætlunin yrði ekki lögð fyrir at- kvæði félaga í Likud-bandalaginu. Samkvæmt áætluninni myndu 7.500 landnemar í 21 landnemabyggð þurfa að hverfa frá Gaza og fjórar land- nemabyggðir á Vesturbakkanum yrðu lagðar niður fyrir árslok 2005. Nær þrír af hverjum fimm sem tóku þátt í kosningunni greiddu at- kvæði gegn áætlun Sharons. Ísraelsk- ir landnemar á Gaza fögnuðu úrslit- unum í gær með því að hefja fram- kvæmdir við nýtt hverfi sem er við- bót við landnemabyggðina Neve Dekalim. Þar var lagður hornsteinn að nýju hverfi. „Þetta segir að við erum hér til að vera,“ sagði Esther Lilienthal, einn landnemanna. ■ Meint samráð olíufélaganna: Viðamikil andsvör RANNSÓKN Skeljungur skilaði Sam- keppnisstofnun andmælum í gær við síðari frumathugun sam- keppnisyfirvalda á meintum ólög- legum samráðum olíufélaganna. Olíufélagið skilar sínum and- mælum klukkan níu í dag vegna bilana sem komu upp í tölvukerfi fyrirtækisins og fengu þeir góð- fúslegt leyfi til að skila andmæl- unum næsta morgun að sögn Guð- mundar Sigurðsson, hjá Sam- keppnisstofnun. Kristinn Hall- grímsson, lögmaður Olíufélags- ins, segir andmæli félagsins vera viðamikil. Olíufélag Íslands fékk frest til að skila andmælum til mánudagsins í næstu viku. ■ JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýndi á Alþingi í gær að forsætisráðuneytið hefði ekki orðið við beiðni um að leggja fram skýrslu um fjárframlög til stjórnmálastarf- semi og starfsumhverfi stjórnmálaflokka hér á landi. BYRJAÐ Á NÝRRI LANDNEMABYGGÐ Landtökumenn á Gaza-svæðinu fögnuðu úrslitum atkvæðagreiðslunnar og hófu að byggja nýtt hverfi til að leggja áherslu á að þeir vildu hvergi fara. DAVÍÐ ODDSSON Forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um eignarhald á fjölmiðlum á Alþingi í gær. „Reglur af því tagi sem hér er mælt fyrir eru því fjarri að vera séríslenskt fyrirbæri, jafnvel þótt þær aðstæður sem þeim er ætlað að bregðast við hér á landi eigi sér hvergi hliðstæðu,“ sagði Davíð þegar hann gerði grein fyrir frumvarpinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 87% Ariel Sharon hyggst leggja fram nýja áætlun um brotthvarf: Stendur fast á sínu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.