Fréttablaðið - 04.05.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 04.05.2004, Blaðsíða 25
Nefnið ríki í Evrópu þar sem einn flokk- ur hefur öll undirtök. Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritsjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. Veistu rétta svarið á söguprófinu? Þú ert nemandi og staddur á vor- prófum í sagnfræði. Ein af spurn- ingunum hljóðar svona: Nefnið ríki í Evrópu þar sem einn flokkur hefur öll undirtök. Ríkisstjórn landsins hefur mikil afskipti af valdsviðunum þremur; er ósátt við dómsvaldið og neitar oft að hlýða dómum hæstaréttar. Stjórn- in hunsar oft löggjafarvaldið og brýtur lög þess eins og um kynja- jafnrétti og fleira. Hún tekur oft að sér framkvæmdavaldið og fyr- irskipar oft innrásir í fyrirtæki sem henni er illa við til að ná í bókhaldsgögn sem geta komið neikvæðu ljósi á fyrirtæki. Ríkis- stjórnin ræðst meira að segja gegn fjölmiðlum, fjórða valdinu sem flestallar ýðræðislegar stjórnir á öllum Vesturlömdum láta í friði. Þessi stjórn setur ný lög um eignarhald fjölmiðla þótt slíkt eignarhald hafi tíðkast allt frá því að kaupmannaklíka eign- aðist Morgunblaðið upp úr fyrra stríði og Hekluumboðið eignaðist Vísi gamla eftir síðari heimstyrj- öld. Allt voru þetta ráðandi fyrir- tæki á sínu sviði en miklir stuðn- ingsmenn Stóra flokksins. Þessi ríkisstjórn hefur einnig skipt sér af kynflokkum: Hún hef- ur sett lög um útlendinga að þeir megi ekki gitast kynhreinum Ís- lendingum fyrr en upp úr sínum mestu frjósemisárum. Þá hefur stjórnin og leiðtogar hennar stutt mestu hernaðaraðgerðir heimsins á síðustu árum og barist fyrir sterkum her í landinu með viðeig- andi herskyldu innlendra karl- manna. Leiðtogi landsins er afar sterkur og lúta allir valdi hans enda framtíð manna í hættu ef þeir óhlýðnast honum. Foringinn er mislyndur og varasamur á þungum degi. Ríkisstjórnin hefur barist fyrir símahlerunum án úr- skurðar til að verja stjórn lands- ins og landsmenn, að sögn tals- manna stjórnarinnar, og auðveld- ar þar með handtöku hættulegra manna. Ríkisstjórnin hefur einnig hafið stríð gegn þjóðkirkju lands- ins og gert miklar tilraunir að sölsa undir sig eignir hennar, ekki síst á sögulegum þjóðarreit henn- ar þar sem leiðtoginn vill hafa sumarbústað með gistiaðstöðu fyrir vini og vandamenn. Þú hugsar þig vandlega um, en síðan liggur svarið skýrt fyrir: Stjórn Þriðja ríkisins, þ. e. stjórn nasista undir forrystu Adolfs Hitlers í Þýskalandi á fjórða ára- tugnum og fyrri hluta þess fimm- ta. Þú færð núll fyrir svarið. Veist þú rétt svar? ■ 17ÞRIÐJUDAGUR 4. maí 2004 Umhugsunarefni Séra Gunnþór Ingason kvað [í útvarps- predikun] auglóst að stríðreksturinn í Írak byggði á fölsunum og ýkjum: ìOg heróp lýðræðis og frelsis hefur þar drukknað og kafnað í blóði og kvalastunum þúsunda fórnarlamba stríðsins. En hergagnafram- leiðendur hafa enn einu sinni sýnt fram á gildi nýjustu afurða sinna og horfa nú til þess fagnandi að fá loksins að vígvæða himingeiminn.î Séra Gunnþór vitnar í erki- biskupinn af Kantaraborg, Rowan Williams, sem hafi varað við þessari herför og segði nú, að hún ìhafi dregið úr heilindum í stjórnmálum og rýrt siðferðileg gildi og við- miðanir.î Þetta hljóta að verða öllum um- hugsunarverð orð. Ögmundur Jónasson á ogmundur.is Innanflokksleikrit Það er bara þannig [með Ólaf Ragnar Grímsson].. Maðurinn ætlaði sér ekkert að verða forseti, varðaði ekkert um forseta- embættið. Þetta var bara liður í einhverju innanflokksleikriti. Og fólkið, til dæmis eldra fólkið um landið sem klæddi sig uppá til að fara á fund hjá forsetaefni, eða fólkið sem á kjördag mætti í sparifötunum og kaus manninn sem kvöldið áður hafði látið bera heim til þess stóra litmynd af sjálfum sér og eiginkonu sinni, hvað ætli það hefði hugsað ef það hefði vitað að frambjóðandinn hefði ekki meiri tilfinningu fyrir forsetaembættinu en svo að hann sæi ekkert að því að nota framboð til þess sem tól í valdabaráttu sinni við einhverja menn í Alþýðubandalaginu? Vefþjóðviljinn á andriki.is Rúinn öllu trausti Mér sýnist að Framsóknarflokkurinn sé að brotna. Formaðurinn er rúinn öllu trausti þingflokksins og þeir láti eingöngu að stjórn vegna hræðslu og metorðagirndar. Það eru ekki góðir dagar sem bíða þjóðar- innar þegar við forsætisráðherraembætt- inu tekur maður sem er rúinn trausti þjóð- arinnar og það sem meira er, rúinn öllu trausti samflokksmanna sinna. Það virðist sem líkurnar á því að Halldór Ásgrímsson taki við embætti forstætisráðherra í haust fari stöðug minkandi og þó svo færi mun hann ekki valda því nema í skamman tíma. Jón Ingi Cesarsson á politik.is “Kommakellingar“ byrjuðu Frá upphafi vega hafa róttækir vinstrimenn verið í fararbroddi þeirra sem leggja áher- slu á kvenfrelsi. Árið 1931 ályktaði Komm- únistaflokkur Íslands um jöfn laun karla og kvenna. Í þeirri ályktun segir: „Auk þess, sem Kommúnistaflokkurinn berst fyrir hagsmunum alls verkalýðsins og lausn hans úr ánauð, berst hann fyrir þessum sérstöku dægurkröfum verkakvenna: Sömu laun fyrir sömu vinnu, hvort heldur hún er unnin af körlum eða konum.“ Á þeim árum var krafa um bættan hlut kven- na ekki tengd við ìmillistéttarkellingarî heldur ìkommakellingarî sem vildu koma á sósíalisma á Íslandi. Sverrir Jakobsson á vg.is INGÓLFUR MARGEIRSSON RITHÖFUNDUR UMRÆÐAN Íslensk stjórnmál ,, AF NETINU ERFIÐ SPURNING Ekki er alltaf auðvelt að svara söguspurningum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.