Fréttablaðið - 04.05.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 04.05.2004, Blaðsíða 29
21ÞRIÐJUDAGUR 4. maí 2004 LEIKUR:  19.30 ÍBV og Valur leika í Eyjum í úrslitum RE/MAX-deildar kvenna í handbolta. SJÓNVARP  14.15 Trans World Sport á Stöð 2. Íþróttir um allan heim.  16.30 Motorworld á Sýn. Kraft- mikill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta.  17.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  17.30 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.00 Meistaradeild UEFA á Sýn. Fréttaþáttur Meistaradeild UEFA.  18.30 Meistaradeild UEFA á Sýn. Bein útsending frá síðari leik Deporti- vo La Coruna og Porto í undanúrslit- um.  19.35 Íslandsmótið í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik ÍBV og Vals í úrslitum Íslandsmóts kvenna.  20.40 Fákar Sýn. Fjölbreyttur þátt- ur um allar hliðar hestamennskunnar.  21.10 Knattspyrnusagan á Sýn. Í þættinum verður fjallað um framtíð- ina, ekki síst í Asíu þar sem Suður- Kórea og Japan eru í fararbroddi.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  22.30 Supercross á Sýn. Nýjustu fréttir frá heimsmeistaramótinu í Supercrossi.  23.25 Trans World Sport á Sýn. Íþróttir um allan heim. - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3 110 Reykjavík Sími: 591 9000 www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Flogið er til Frankfurt, þaðan ekið til Ulm og gist þar eina nótt. Næsti áfangastaður verður Seefeld í Austurríki, þar verður gist í 5 nætur og í lokin 4 nætur í Wiesbaden. Farnar verða stuttar ferðir yfir til Ítalíu og Frakklands. Fararstjóri: Svavar Lárusson Verð 97.400 kr. Innifalið: Flug og skattar, gisting í 2ja manna herbergi (aukagjald fyrir eins manns herbergi), allur akstur erlendis, skoðunarferðir flesta daga, morgun- og kvöldverður alla daga. Íslenskur fararstjóri með hópnum. Bændaferðir kynna: Sumar 2 Þýskaland - Austurríki Nú eru síðustu forvöð að bóka sig í Bændaferðir í sumar. Flestar ferðir að fyllast. 3.-13. júní ISDN POSAR Heimildarbeiðni tekur aðeins 3-5 sek. í stað 20-30 sek. Allt að átta posar í einu Hver heimild kostar aðeins 1 kr. í stað 4 kr. Fyrirtæki og verslanir sem nýta posa í starfsemi sinni geta breytt venjulegri símalínu í ISDN stafræna símatengingu. Með ISDN stafrænni símatengingu stóraukast afköstin á álagspunktum og þar af leiðandi þjónustan um leið. Fáðu nánari upplýsingar í síma 800 4000 eða á siminn.is. N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 1 8 1 8 Meistaradeild UEFA: Deportivo og Porto leika í kvöld FÓTBOLTI „Það er mikil eftirvænt- ing innan félagsins og við verðum að nýta það til hins ítrasta í Meist- aradeildinni,“ sagði Javier Irureta, þjálfari Deportivo La Coruna. „Sigurinn gegn Real hef- ur sannarlega styrkt liðsandann.“ Deportivo vann Real Madrid 2-0 á laugardag. Deportivo leikur í kvöld við Porto í undanúrslitum Meistara- deildar UEFA en félögin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leikn- um í Portúgal. „Augljóslega getum við ekki verið vissir en ég hef mikla trú á að því að við komumst í úrslita- leikinn,“ sagði José Mourinho, þjálfari Porto. Hann hefur ástæðu til að trúa á það því Porto er tap- laust á útivelli í Meistaradeildinni í vetur og hefur alltaf náð að skora. Deportivo hefur hins vegar ekki fengið á sig mark í sex heimaleikjum í Meistaradeildinni í vetur. Porto tapaði 0-1 fyrir Rio Ave á föstudag en góðu fréttirnar eru þær að brasilíski sóknarmaðurinn Derlei er leikfær að nýju en hann hefur verið frá vegna meiðsla á hné síðan í desember. „Þó mig skorti leikæfingu er ég búinn að ná mér af meiðslunum og ætla að leggja mitt af mörkum,“ sagði Derlei. ■ FÓTBOLTI Guðjón Þórðarson ákvað í gærmorgun að slíta samningavið- ræðum við skoska úrvalsdeildar- félagið Hibernian. Í gær virtist sem hann og forráðamenn skoska liðsins hefðu náð samkomulagi og ekkert því til fyrirstöðu að skrifa undir samning sem gilti í það minnsta út leiktíðina en þrír leikir eru eftir af henni. Fréttablaðið náði tali af Guðjóni í gærmorgun og lagði fyrir hann nokkrar spurn- ingar um þetta mál. Aðspurður sagði Guðjón að það væri rétt að slitnað hefði upp úr samningaviðræðum milli hans og Hiberninan? „Já, ég þakkaði bara pent fyrir í morgun. Þeir vildu að ég yrði bara inni hjá þeim til loka tímabilsins með það í huga að ræða málin varðandi framhaldið að þeim tíma liðnum. Hins vegar taldi ég það bara ekki rétt að ræða meira saman á þessum tíma og á þessum nótum, þakkaði þar af leiðandi bara fyrir mig.“ Hann sagði að málið væri dautt frá hans hendi. Frá minni hendi er það það, eins og ég segi, ég þakkaði bara fyrir mig í morgun.“ Það er ekki skoðun Guðjóns að forráðamenn Hibernian hefðu vakið einhverjar vonir með honum sem síðan hefðu verið byg- gðar á sandi né að áhættan að taka liðið hefði verið of mikil til að takast á verkefnið. „Nei, tilfinningin hjá mér var einfaldlega sú að þetta væri ekki rétt og þá vildi ég bara ekkert halda þessu til streitu og fara neitt lengra með málið. „Þetta er engin áhætta, alla- vega ekki mikil áhætta. Ég var bara að skoða hlutina með fleira fyrir augum, í það minnsta gefur núverandi staða mér þá náttúrlega réttinn til að ræða við aðra aðila núna og það mun ég gera.“ Guðjón sagði aðspurður að það væri alltaf eitthvað inni í mynd- inni en hvað það væri yrði bara að koma í ljós með tíð og tíma. „Eins og ég segi, mér fannst þetta bara ekki rétt frá mínum bæjardyrum séð og ákvað að fara út úr þessu dæmi hér í Skotlandi,“ sagði Guðjón Þórðarson og vildi ekki tjá sig nánar um málið. Miklar vangaveltur hafa verið um hvers vegna Guðjón sleit við- ræðunum við Hibernian en hann er enn á starfslokasamningi hjá Barnsley. Eitt er víst, Guðjón hef- ur náð að koma nafni sínu aftur í opinbera umræðu og kannski er þetta mál bara frábær auglýsing fyrir hann. Eða hvað? ■ hvað?hvar?hvenær? 1 2 3 4 5 6 7 MAÍ Þriðjudagur Guðjón sleit samningaviðræðum við Hibernian Sagði málið dautt frá hans hendi enda átti hann aðeins að stjórna liðinu í þrjá leiki. GUÐJÓN ÞÓRÐARSON Sleit viðræðum við Hibernian. Hvað er í gangi? LEIKMENN PORTO GERA SIG KLÁRA Leikmenn Porto sjást hér á æfingu á Spáni í gær þar sem þeir undirbúa sig fyrir leikinn gegn Deportivo í kvöld

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.