Fréttablaðið - 04.05.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 04.05.2004, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 4. maí 2004 www.kringlan.is upplýsingasími 588 7788 skrifstofusími 568 9200 Myndverk mín endurspeglavangaveltur mínar um jafn- ræði og innri heim konunnar. Hvað konur vilji upp á dekk núna og hverju konur fái áorkað. Við- fangsefnið hefur alltaf verið mér hugleikið.“ segir Alda Ármanna myndlistarkona um verk sín, unn- in með vatnslitum og olíu, sem nú eru til sýnis í salarkynnum Snyrti- skólans og Cosmic No Name förð- unarskólans að Hjallabrekku 1 í Kópavogi. Alda Ármanna lauk prófi frá Myndlistar- og handíða- skóla Íslands og hefur haldið fjöl- margar sýningar, jafnt einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum. Myndefni verka Öldu er konur í lífi og starfi og ber textabrot við sum verka hennar. Aðspurð hvers vegna Alda máli konur segir hún myndefnið einfaldlega áhugavert. „Ég hef alltaf haft gaman af því að teikna og mála konur og hef gert það frá barnsaldri. Svo gerist það einn daginn að vinkona mín sem heimsótti mig fyrir kaffibolla spyr mig hvort ég geti málað mynd af henni. Í fyrstu fannst mér snúið að mála jafnhliða því sem við spjölluðum, en verkefnið vatt upp á sig og hefur nú tekið á sig mynd listasýningar. Konurnar á mynd- um mínum eru ýmist hugsi eða spjallgóðar, þær velta vöngum yfir lífinu og vinna dagleg störf. Þó að myndirnar beri talsvert ólíkt svip- mót er engin þeirra klisjukennd. Þetta eru konur í daglegu lífi.“ ■ ALDA ÁRMANNA MYNDLISTARKONA „Vangaveltur um jafnræði og innri heim konunnar.“ Konur í lífi og starfi ■ Tónlist

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.