Fréttablaðið - 04.05.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 04.05.2004, Blaðsíða 38
30 4. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Fréttiraf fólki ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Guðjón Þórðarson. 11,3 milljarðar króna. Bleikur. Lárétt: 1 raða, 6 veðurofsi, 7 tímabil, 8 keyri, 7 angan, 10 amboð, 12 þrír eins, 14 barn, 15 ónefndur, 16 kvæði, 17 samneyti, 18 vota. Lóðrétt: 1 ágeng, 2 á potti, 3 jökull, 4 ungviðið, 5 handlegg, 9 írskur félagsskap- ur, 11 mugga, 13 lítil grein, 14 hestur, 17 tónn. LAUSN: 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 1210 Lárétt: 1flokka,6rok,7ár, 8ek,9ilm,10 orf, 12aaa,14jóð,15nn,16óð,17lag, 18raka. Lóðrétt: 1frek,2lok,3ok,4kálfana,5 arm,9ira,11móða,13angi, 14jór, 17la. 5 Tímasetningar skipta öllu málií pólitík og nokkur styr stend- ur meðal annars um þá keyrslu sem sett er á fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar en forsætis- ráðherra mælti fyrir frumvarp- inu í gær. Það vill svo skemmti- lega eða leiðinlega til, eftir því hvernig fólk lítur á það, að sá dagur, 3. maí, er Alþjóðlegur dag- ur frjálsrar fjölmiðlunar en í hugum einhverra virðist frum- varpinu einna helst stefnt gegn frjálsri fjölmiðlun á Íslandi. Þriðji maí hefur verið Alþjóðleg- ur dagur frjálsrar fjölmiðlunar frá því „Yfirlýsingin frá Wind- hoek“ var gefin út þennan dag árið 1991 á fundi UNESCO í Windhoek í Namibíu. Fundurinn er því haldinn í þrettánda sinn í ár en boðskapur dagsins er: Sér- hver fréttamaður hvar sem er á jörðu skal hafa þann rétt að geta frjáls og óttalaus sagt fréttir. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti það, sam- kvæmt tillögu frá UNESCO, árið 1991 að 3. maí yrði alþjóðlegur dagur frjálsrar fjölmiðlunar. Frá árinu 1997 hafa verið veitt verð- laun í tilefni af þessum degi til minningar um kólumbíska blaða- manninn Guillermo Cano, sem var myrtur. Réttindastofa Eddu útgáfuhefur gengið frá samning- um við btb, forlag í eigu bóka- samsteypunnar Bertelsmann, stærsta útgáfufyrirtækis heims, um sölu á útgáfurétti tveggja bóka Stellu Blómkvist. Þar með hafa allar bækur hennar verið seldar til Þýskalands. Stella Blómkvist er dulnefni höfundar sem aðeins örfáir aðil- ar vita hver er. Í gegnum króka- leiðir náðist viðtal við Stellu þar sem hún segir meðal annars að dulnefnið komi síður en svo til vegna þess að hún skammist sín fyrir bækurnar. „Sem rithöfund- ur er ég stoltur af Stellubókun- um og þessari eftirminnilegu söguhetju. Jákvæð viðbrögð les- enda hafa líka hvatt mig til að skrifa fleiri bækur um hana. Þegar ég fór að skrifa um Stellu heila skáldsögu fannst mér liggja í augum uppi að hún ætti að fá að segja sögu sína sjálf í fyrstu persónu. Hún átti að vera frjáls og sjálfstæð. Beinskeytt- ur og harðsoðinn frásagnarstíll- inn er valinn vegna þess að hann er í samræmi við skapgerð Stellu. Hún sér, talar, hugsar og framkvæmir það sem gerist í sögunum. Þetta eru hennar sög- ur.“ Höfundurinn segist jafn- framt enga ástæðu sjá til að hafa frumkvæði að því að upp- lýsa hver stýri penna Stellu, því hún þurfi ekki á höfundi að halda. Hinn eiginlegi höfundur Stellu verður því óþekktur, að minnsta kosti þar til Stella Blómkvist kveður. Meðal eftirlætishöfunda Stellu eru þeir Simenon, Highsmith, Hammett, Chandler, Elroy og Green. „Mér finnst gaman að lesa sögur sem bjóða upp á hraða atburðarás, litríkar söguhetjur og gagnrýna afstöðu til þeirra í samfélaginu sem berjast til auðs og valda af sömu græðgi og grimmd og rándýrin í Afríku. Ég held að fyrsta hug- myndin að Stellusögunum hafi kviknað þegar ég var að velta því fyrir mér af hverju sögu- hetjurnar í öllum vinsælustu spennusögunum sem ég var að lesa voru karlmenn. Áttu Sam Spade og Philip Marlowe virki- lega engar systur sem gátu tek- ið við af strákunum? Og hvernig myndu þær þá haga sér? En Stella þróaðist í eigin áttir. Sú söguhetja sem birtist í bókunum er samsett úr mörgum brotum sem komu úr ólíkum áttum. En að hluta til er hún líka systirin sem Marlowe átti ekki.“ Hugmyndir að sögunum um Stellu koma úr öllum áttum. „Margt sem ber fyrir augu mín og eyru verður kveikja að atrið- um og persónum í sögunum, stundum að vísu í gjörbreyttri mynd. Það kemur sér líka vel að þekkja til mála í samfélaginu, vita hvernig kerfið virkar, hvernig valdamiklir karlar haga sér að tjaldabaki,“ segir Stella og hverfur aftur inn í eigin hug- arheim. ■ Bækur STELLA BLÓMKVIST ■ Segir Stellu vera systurina sem Marlowe átti ekki. Rocky STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON ÁRNI ÞÓRARINSSON Þetta eru þeir sem helst eru taldir koma til greina sem höfundar Stellu Blómkvist, auk óþekktrar konu á fertugsaldri. Stella sendi ekki mynd af sér með viðtalinu og því getum við ekki verið viss. Fari það kolað! Við erum hérna þrír desperat einhleypir gaurar sem búa saman! Við þurfum að rífa okkur upp! Ef við getum ekki náð okkur í almennilegt kvenfólk, þá verð- um við að minnsta kosti að vera flottir piparsveinar! Við getum ekki hangið hérna allan tímann yfir tölvuleikjum og lélegum klámmyndum! Ég sofnaði yfir sjónvarpinu! andvarp Við verðum að vera Playboy- töffarar! Okkur vantar svona lampa sem kviknar á þegar maður smellir puttunum! Allir sem ég þekki labba um á náttfötunum og drek- ka um miðjan dag! En það er bara kúl ef maður býr í höll umvafinn foxí gellum á bikini að spila blak! Dulúð létt af Stellu í lokin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.