Fréttablaðið - 05.05.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.05.2004, Blaðsíða 1
● unnu valsstúlkur í framlengdum leik Úrslitaeinvígið: ▲ SÍÐA 23 Eyjastúlkur komnar yfir ● 37 ára í dag Rebekka Rán Samper: ▲ SÍÐA 20 Fer í dýrindis mat til mömmu ● feður raftónlistarinnar spila í kaplakrika Kraftwerk: ▲ SÍÐA 24 Vélmenni gera innrás MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 MIÐVIKUDAGUR FRELSI TIL AÐ REKA FJÖLMIÐLA Norðurljós efna til hádegisverðarfundar um lagaumhverfi fjölmiðla í dag. Tveir er- lendir sérfræðingar í fjölmiðlarétti munu reifa sjónarmið sín, þeir Floyd Abrams, lög- maður hjá Cahill Gordon & Reindel í New York og Filip van Elsen lögmaður hjá Allen & Overy í Belgíu. Fundurinn verður á Nordica Hótel og hefst klukkan 12. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÁFRAM SVALT OG VINDUR og í raun heldur leiðinlegt. Vetur á Norðurlandi. Bjart með köflum sunnantil. Hlýnar aðeins á morgun. Sjá síðu 6. 5. maí 2004 – 122. tölublað – 4. árgangur SANNFÆRÐ- UR UM RIT- SKOÐUN Eftir að þingmaður benti á harð- orða grein ungs framsóknar- manns á netinu í ræðustól á Alþingi var heimasíðu ungra framsóknarmanna lokað. Þingmaðurinn segist sannfærður um að ritskoðun hafi ráðið ferðinni. Sjá síðu 2 ÞREKRAUN Björgunarsveitarmenn á Norðausturlandi unnu þrekvirki við að koma slösuðum vélsleðamönnum til hjálp- ar inn af Garðsárdal í Eyjafirði um helgina. Allt vann á móti björgunarliðinu. Sjá síðu 4 FJÖLMIÐLAFRUMVARP Allsherjar- nefnd Alþingis hafnaði tillögu Samfylkingar- innar um að vísa fjölmiðlafrumvarpi for- sætisráðherra til faglegrar umsagnar hjá fjölmiðladeild Evrópuráðsins. Sjá síðu 6 ALLIR FARI AÐ REGLUM Forsætis- ráðherra gerði frelsi, skattalækkun og fjöl- miðlafrumvarp að umfjöllunarefni í ræðu á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins. Hann ítrekaði andstöðu við ESB-aðild og sagði að þótt mikið hefði áunnist í baráttu fyrir frelsi, væri þeirri baráttu ekki lokið. Sjá síðu 8 Ólafur Egill: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Neytir meðan á nefinu stendur ● fjármál 53%76% Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 STJÓRNMÁL Allir stjórnmálaflokk- arnir hlutu styrk fyrir síðustu al- þingiskosningar sem nam hálfri milljón eða meira samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta stangast á við fullyrðingar þing- manna Samfylkingarinnar á Al- þingi. Þegar leitað var skýringa feng- ust þau svör frá Karli Th. Birgis- syni, framkvæmdastjóra Sam- fylkingarinnar, að átt hafi verið við peningagjafir yfir hálfri millj- ón. Hann sagði að enginn styrkur hærri en hálf milljón hefði borist flokknum en samkvæmt reglum sem Samfylkingin hefði sett sér um gagnsæi fjárframlaga yrðu þeir gerðir opinberir. Karl sagði regluna því ekki gilda um upp- hæðir sem næmu hálfri milljón. Íslensk erfðagreining skýrði Fréttablaðinu frá því að fyrir al- þingiskosningarnar 2003 hafi fyrirtækið lagt fram hálfa milljón til Samfylkingarinnar og sömu upphæð til Frjálslynda flokksins. Að sögn Kristínar Halldórs- dóttur, framkvæmdastjóra Vinstri grænna, hlaut flokkurinn hálfrar milljón króna styrk frá Íslands- banka á sama tíma. Í bréfi frá Ís- landsbanka kom fram að allir flokkar hefðu hlotið jafnháan styrk. sda@frettabladid.is FORSETI EISTLANDS HR. ARNOLD RÜÜTEL OG KONA HANS INGRID ÁSAMT HR. ÓLAFI RAGNARI OG DORRIT VIÐ BESSASTAÐI Opinber heimsókn forseta Eistlands stendur til fimmtudagsmorguns. Þau hjónin eiga strembinn dag fyrir höndum sem hefst á fundi með Davíð Oddssyni. Þá kíkja þau í sauðburð í Þingvallasveit og gróðursetja tré í Vinaskógi. Eftir göngu um Almannagjá snæða þau með forsætisráðherrahjónunum í bú- stað Davíðs á Þingvöllum. Síðdegis halda þau ásamt fylgdarliði til Hveragerðis og hitta fyrir bæjarstjórnina og skoða helstu starfsemi bæjarins. Um kvöldið bjóða eistnesku for- setahjónin til tónleika þjóðlagasveitarinnar Wirbel í Salnum í Kópavogi og móttöku í Gerðarsafni að tónleikunum loknum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FJÖLMIÐLALÖG Nær þriðjungur þjóðarinnar, um áttatíu og fjögur þúsund Íslendingar, geta ekki átt hlut í fyrirtæki sem rekur ljós- vakamiðla ef frumvarp um eign- arhald á fjölmiðlum nær fram að ganga. Í frumvarpinu segir að óheimilt sé að veita leyfi til út- varps til fyrirtækis sem að hluta eða öllu leyti er í eigu fyrirtækis sem er í markaðsráðandi stöðu. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Sigurðssyni, forstöðu- manni samkeppnissviðs Sam- keppnisstofnunar, hafa fjögur fyrirtæki nýlega verið úrskurðuð markaðsráðandi. Það eru Iceland- air, Flugfélag Íslands, Eimskip og Landsíminn. Hluthafar þeirra eru um tuttugu og tvö þúsund. Ekkert fyrirtækjanna getur átt í fyrir- tæki sem rekur ljósvakamiðla ef frumvarpið verður að lögum. Auk þess telur Guðmundur að viðskiptabankarnir þrír, KB banki, Landsbankinn og Íslands- banki séu í sameiginlegri mark- aðsráðandi stöðu og teljist því hver og einn markaðsráðandi samkvæmt skilgreiningu sam- keppnislaga. Það sé meðal annars vegna sameiginlegs eignarhalds bankanna á greiðslukortafyrir- tækjum og Reiknistofu bankanna. Hluthafar í bönkunum þremur eru um sextíu og tvö þúsund. Eng- inn bankanna getur átt hlut í fyrir- tæki sem rekur ljósvakamiðla ef frumvarpið nær fram að ganga. Hluthafar í fyrirtækjum í markaðsráðandi stöðu eru því alls áttatíu og fjögur þúsund. Ljóst er að sami aðili getur átt hlut í meira en einu fyrirtæki. Fjöldi einstakl- inga í hluthafahópnum er því ekki ljós. Aðspurður segir Guðmundur að enginn úrskurður liggi fyrir hjá Samkeppnisstofnun sem segi að Hagar, dótturfyrirtæki Baugs, sé markaðsráðandi. Hann taldi þó líklegt að Hagar teldust markaðs- ráðandi þótt hann vildi ekki full- yrða það. Hann sagði að í mörgum tilfellum væri flókið að leggja á það mat því hægt væri að túlka markaðinn á svo mismunandi hátt. sda@frettabladid.is Tugþúsundir mega ekki eiga í ljósvakamiðli Sjö fyrirtæki með áttatíu og fjögur þúsund hluthafa eru sögð vera markaðsráðandi. Eigendur þeirra mega ekki eiga í fyrirtæki sem rekur ljósvakamiðil. Samkeppnisstofnun hefur ekki skoðað Haga. Styrkir til stjórnmálaflokkanna: Allir fengu hálfa milljón eða meira ÚR SAMKEPPNISLÖGUM Markaðsráðandi staða er þegar fyrir- tæki hefur þann efnahagslega styrk- leika að geta hindrað virka samkeppni á þeim markaði sem máli skiptir og það getur að verulegu leyti starfað án þess að taka tillit til keppinauta, við- skiptavina og neytenda. Fyrnd sök barnaníðings á Vestfjörðum: Skaðabótamál við ríkið DÓMSMÁL Skaðabótamál verður höfðað á hendur ríkinu í kjölfar nýgengins dóms yfir manni sem ákærður hafði verið fyrir að hafa margsinnis á árunum frá 1985 til 1989 beitt unga stúlku misgrófu kynferðislegu ofbeldi. Sök manns- ins var fyrnd að mati Héraðsdóms Vestfjarða. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðuna í síðustu viku. Héraðsdómi þótti framburður stúlkunnar afar trúverðugur. Sannað þótti að maðurinn hefði gerst sekur um það sem hann var ákærður fyrir. Stúlkan kærði manninn í lok september árið 2002 en skýrsla var ekki tekin af hon- um fyrr en um sjö mánuðum síðar. Það varð til þess að brotin fyrnd- ust og maðurinn hlaut ekki dóm. Herdís Hallmarsdóttir, lög- maður stúlkunnar, sagði að lögð yrði fram beiðni til dómsmála- ráðuneytisins um gjafsókn í mál- inu. Hún sagði forsendu málshöfð- unarinnar vera saknæma hátt- semi við rannsókn málsins. Tafir á rannsóknarstigi hefðu orðið til þess að sök mannsins hefði fyrnst. Það hefði meðal annars leitt til þess að stúlkan hefði ekki fengið dæmdar skaðabætur, sem henni hefðu annars borið úr hendi mannsins. ■ HÆSTIRÉTTUR Staðfesti að sök mannsins væri fyrnd.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.