Fréttablaðið - 05.05.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 05.05.2004, Blaðsíða 14
14 5. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Gæsluvarðhald ■ Evrópa BÝR SIG UNDIR VATNIÐ Sadhu, helgur maður, býr sig hér undir að dýfa sér í ána Kshipra í Indlandi. Dýfingin fer fram á tólf ára fresti og flykktust þús- undir pílagríma á staðnn í þetta skiptið. Biskup Íslands á ferðalagi í stórhríð: Veðurguðir komu biskupi á óvart VEÐUR „Ég átti ekki von á þess- um móttökum hjá veðurguðun- um en þessu ber að taka með stillingu eins og öðru,“ segir herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, en stórhríð fylg- di honum og eiginkonu hans þegar þau heilsuðu upp á eldri borgara á dvalarheimilinu Dal- bæ á Dalvík í gær. „Ég er hér að rækta sam- bandið við fólkið hér fyrir norð- austan og heimsóknin hingað er hluti af því. Heimsóknir af þessu tagi eru stór og skemmti- legur liður í mínu starfi sem biskup og mér finnst afskaplega gaman að geta heimsótt fólkið í landinu með þessum hætti.“ Biskup segir veðurfarið hafa komið sér á óvart en hvasst var á Dalvík í gær og hitastig ná- lægt frostmarki. „Ég kom nú ekki með fatnað af því tagi sem nauðsynlegur er fyrir árferði eins og nú geisar en það er við öllu að búast í þessu landi okkar og við hjónin höldum ótrauð áfram ferðum okkar.“ Frá Dalvík héldu þau sem leið lá á Ársskógssand og þaðan var ætlunin að halda til Hrís- eyjar með ferjunni. ■ Kemur meira en tvöfalt til baka Íslendingar hafa fengið mun meira greitt úr rannsóknaáætlunum Evrópusambandsins en þeir hafa greitt til þeirra segir stjórnmálafræð- ingur sem hefur rannsakað þetta. Geta fengið enn meira á næstu árum. RANNSÓKNIR Þann áratug sem lið- inn er frá því samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tók gildi hafa Íslendingar fengið rúm- lega tvöfalt hærri upphæð til baka úr samstarfsáætlunum Evrópu- sambandsins en þeir hafa greitt til þeirra. Þetta eruniðurstöður rannsókna Eiríks Bergmanns Ein- arssonar, stjórnmálafræðings við Háskóla Íslands, sem kynntar verða á fundi Evrópuskrifstofa á Íslandi um möguleika Íslendinga í evrópsku sam- starfi sem fram fer í dag. S a m k v æ m t útre ikningum Eiríks hafa Ís- lendingar greitt 2,7 milljarða króna til sam- starfsáætlana á sviði vísinda-, mennta-, menn- ingar-, félags- og æskulýðsmála. Íslendingar hafa fengið 6,5 millj- arða króna í styrki, 3,8 milljörðum króna meira en þeir hafa greitt. Á síðasta ári greiddu Íslendingar 400 milljónir króna en fengu rúm- an milljarð til baka. „Það hefur oft verið talað um að EES-samningurinn hafi haft mikil áhrif á Íslandi en það hefur í raun aldrei farið fram nein heild- stæð rannsókn á hvaða áhrif hann hefur raunverulega haft á sam- félagið,“ segir Eiríkur um ástæð- ur þess að hann tók þetta saman. „Það kemur í ljós að okkur hefur gengið gríðarlega vel í þessum af- markaða þætti í EES-samstarfinu. Við fáum miklum mun meira til baka en við höfum greitt til sam- starfsins,“ segir Eiríkur en tekur fram að þetta sé hluti af rannsókn sem er enn í gangi og því rétt að setja vissa fyrirvara við nákvæm- ar tölur. Eiríkur segir það þó skipta mestu máli að íslenskir vísinda- menn hafi komist í fastmótað samstarf við erlenda vísinda- menn. „Stærstur hluti þessara verkefna er þess eðlis að þau hefðu ekki verið unnin án þessa stuðnings.“ Umfang styrkjakerfisins mun aukast á næstu árum og því líkur til þess að Íslendingar fái meira í sinn hlut. Eiríkur segir þó að menn verði að hafa sig alla við, ekki síst vegna þess að tíu ný ríki séu orðin aðilar að Evrópusam- bandinu og muni leggja gríðar- lega áherslu á að fá meira í sinn hlut. brynjolfur@frettabladid.is MILORAD LUKOVIC Grunaður um fjölda morða auk morðsins á Djindjic. Morð forsætisráðherra: Höfuðpaur handtekinn BELGRAD, AP Maðurinn sem er grun- aður um að hafa skipulagt morðið á Zoran Djindjic, fyrrum forsætis- ráðherra Serbíu, gaf sig fram við lögreglu í fyrradag eftir að hafa farið huldu höfði um rúmlega eins árs skeið. Meintur forsprakki, Milorad Lukovic, var í hersveitum Serba meðan á borgarastríðinu í Júgóslavíu stóð. Eftir að hann gaf sig óvænt fram og bjó sig undir að bera vitni lýstu margir áhyggjum af því að eitthvað byggi að baki. „Ég trúi því ekki að hann hafi allt í einu ákveðið að gefa sig fram. Ég óttast að þetta sé hluti af samkomulagi, að einhver hafi lofað honum ein- hverju,“ sagði Rajko Danilovic, lög- maður fjölskyldu Djindjics. ■ „Íslendingar hafa fengið 6,5 milljarða króna í styrki, 3,8 milljörð- um króna meira en þeir hafa greitt. …með allt á einum stað ÍS LE N SK A A U G L SI N G A ST O FA N /S IA .I S K RI 2 39 07 04 /2 00 4 www.kringlan.is upplýsingasími 588 7788 skrifstofusími 568 9200 MEÐ NÝFÆTT BARN Fjórðungur breskra foreldra hefði frestað barneignum hefði hann vitað um kostnað við uppeldi. Dýrt barnauppeldi: 20 milljón króna börn BRETLAND Breskir foreldrar verða að greiða rúmar 20 milljónir króna í kostnað við barnauppeldi frá fæð- ingu þar til börnin komast á aldur til að fara í háskólanám. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem dagblað- ið Daily Telegraph greinir frá. Auk þess að leggja mat á kostnað við barnauppeldi ræddu skýrsluhöf- undar við foreldra barna og fengu þeirra viðhorf til þess hversu dýrt er að ala upp börn. Þar kom í ljós að fjórðungur foreldra sagði að þeir hefðu íhugað að fresta barneignum hefðu þeir gert sér grein fyrir kostnaðinum. ■ HRYÐJUVERKAMAÐUR FYRIR RÉTTI Rétthöld eru hafin í Berlín yfir 33 ára Túnisbúa sem er sak- aður um að hafa reynt að setja á fót hryðjuverkahóp. Maðurinn er sagður vera fylgismaður Al Kaída og sakaður um að skipuleggja sprengjuárásir á bandarísk skot- mörk og gyðinga í Þýskalandi. SAGT UPP MEÐ SMS Níu prósent Breta hafa bundið enda á ástar- samband með því að senda unnustanum eða unnustunni smá- skilaboð í farsíma samkvæmt nýrri könnun. Fimmti hver Breti á aldrinum fimmtán til 24 ára segist hafa bundið enda á sam- band með þessum hætti. SÍBROTAMAÐUR Í GÆSLU Rúm- lega fertugur síbrotamaður var úr- skurðaður í gæsluvarðhald í gær vegna síendurtekinna innbrota og þjófnaða. Að sögn Harðar Jóhann- essonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, var maðurinn handtek- inn á mánudag með talsvert af þýfi. Maðurinn hefur komið ítrekað við sögu lögreglu undanfarna daga og þótti nauðsynlegt að fá hann úr- skurðaðan í gæsluvarðhald vegna rannsóknar málanna og til að stöðva frekari afbrot af hans hálfu. BYLJAR Á BISKUP Þó komið sé fram í maí er enn allra veðra von. Það fengu herra Karl Sigurbjörnsson biskup og kona hans, frú Kristín Guðjóns- dóttir, að reyna í vísitasíu sinni í Eyjafjarð- arsveit. Á GÓÐUM NÓTUM Biskup heimsótti meðal annars heimilis- fólk að Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON Hefur reiknað út hversu mikið Íslendingar hafa fengið í sinn hlut úr rannsóknaáætlun Evrópusambandsins á undanförnum tíu árum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.