Fréttablaðið - 05.05.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.05.2004, Blaðsíða 16
Sauðasala Dagblaðið Arab News, sem er helsta fréttablaðið á ensku í arabaheiminum, birti á vefsíðu sinni á mánudaginn viðtal við kunnan íslenskan athafnamann, Jón Ólafsson, fyrrum aðaleiganda Norð- urljósa. Kemur á daginn að Jón er að leita fyrir sér um við- skiptatækifæri í Rauðahafsborg- inni Jeddah í Sád i -A rab íu og býður a r ö b u m sauðfé frá Ís- landi - ekki l ambak jö t heldur lif- andi fé. „Við erum eitt fárra landa í heim- inum sem stunda lífræna sauðfjárrækt,“ segir Jón í viðtalinu. Hann er kynntur sem stjórnarformaður fyrirtækisins Urban Venture Partners í London. Athyglisvert er að Jón lýkur miklu lofsorði á stjórnarfar og efnahagslíf á Íslandi og hann talar eins og sendi- herra á vegum Davíðs Oddssonar þegar hann flytur boðskapinn um ástæður þess að Íslendingar standa utan Evrópusambandsins: „Ef við göngum inn töpum við 80% af fisk- veiðiréttindum okkar“. Dýrkeyptur greiði Reykjanesbær gekkst fyrir átta árum í fjárhagslega ábyrgð fyrir atvinnustarf- semi Hauks nokkurs Guðmundssonar, sem þjóðkunnur varð á sínum tíma sem rannsóknarlögreglumaður í Geirfinnsmálinu. Haukur reyndi m.a. að bjarga togaranum Guðrúnu Gísla- dóttur GK sem sökk við Noregs- strendur en tapaði á því miklu fé. Og nú er atvinnurekstur hans all- ur suður frá kominn á hausinn og lánardrottnar farnir að banka upp á á bæjarkontórnum í Kefla- vík þar sem Árni Sigfússon situr. Þeir telja sig geta fengið 33 millj- ónir úr bæjarsjóðnum. Málið er rakið í DV í gær og þar kallar bæj- arstjórinn Samfylkinguna og sér- staklega bæjarfulltrúa hennar Jó- hann Geirdal til ábyrgðar á mál- inu. Hann hafi á sínum tíma knú- ið í gegn ábyrgðina handa Hauki. Síðan hafi reglum verið breytt og sveitarstjórnum sé ekki lengur heimilt að veita slíkar ábyrgðir. Nú hafa stjórnarflokkarnir lýst því yfir að brýnt sé að hafa gagn- sæi í eignarhaldi á fjölmiðlum og vísað til þess að lög sem tryggi slíkt hafi verið sett í nágranna- löndum. Í þeim sömu löndum gilda skýr lög um fjárreiður stjórnmálaflokka. Krafan um op- inber fjármál íslenskra stjórn- málaflokka verður sífellt hávær- ari, enda fjölgar þeim sífellt sem halda því fram að hagsmuna- aðilar gefi hugsanlega stórar fjárhæðir til flokkanna tveggja sem fara með meirihluta á Al- þingi, flokkanna sem ráða mestu um hvernig löggjöfin lítur út. Hvað er hér í húfi? Það er lýð- ræðið sjálft, hvorki meira né minna. Við viljum trúa á lýðræð- ið, en hversu bjöguð verður myndin af lýðræðinu í kosninga- baráttu á Íslandi þegar litlir flokkar, með málstaðinn einan að vopni, berjast við stóru flokkana sem hafa tugi milljóna að spila úr. Samkvæmt nýjustu fréttum dagblaða virðast sumir þessara flokka jafnvel vera með mánað- aráskrift að greiðslum frá fyrir- tækjum. Slíkir flokkar hafa efni á að láta dýrustu auglýsingastofur hanna þá ímynd sem þeir telja vænlegast að ginna kjósendur með hverju sinni, hvort sem það eru skammvinn loforð um skattalækkanir eða fagurgali um bættan hag öryrkja. Í Bandaríkjunum eru áhrif peninga á stjórnmál með þeim hætti að mönnum hrýs hugur við. En í mörgum ríkjum Evr- ópu, þ.á m. á Norðurlöndum, hef- ur verið tekið á þessum málum með löggjöf. Þar eru flokkar t.a.m. skyldugir til að gefa upp nöfn þeirra aðila sem gefa meira en ákveðna viðmiðunarupphæð (miðað hefur verið við nokkur hundruð þúsund ísl. krónur). Frá því Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður hefur hann verið með opið bókhald og reglulega birt fjármálayfirlit á heimasíðu sinni www.xf.is Og einnig var ákveðið þegar við stofnun hans að upplýsa um gefendur ef framlög næmu meira en 300.000 krónum. Var sú viðmiðun hækkuð í 500.000 krón- ur fyrir síðustu alþingiskosning- ar. Flokkurinn hefur ávallt haft það á stefnuskrá sinni að fjár- reiður stjórnmálaflokka verði opinberaðar. Auk frjálsra framlaga félaga sinna njóta íslenskir stjórnmála- flokkar fjármagns frá ríkissjóði í hlutfalli við fylgið á landsvísu. Er það m.a. gert til þess að jafna aðstöðu flokkanna. Það samræm- ist nefnilega ekki hugmyndum almennings um lýðræði ef aðeins fjárhagslega sterk samtök geta boðið fram til Alþingis. Það er mjög alvarlegt íhugun- arefni ef flokkar á þingi geta girt völd sín fjárhagsmúrum svo eng- um verði hleypt þar að. Það er varinn réttur stjórnmálasam- taka samkvæmt stjórnarskrá að bjóða fram. Flokkar á þingi eiga styrkina nefnilega alltaf vísa - þeim mun stærri sem flokkarnir eru, þeim mun hærri eru fram- lögin á meðan ný framboð eiga erfitt uppdráttar í landi okkar sem við viljum þó kalla lýðræð- isríki. Grunsemdir um að unnt sé að kaupa sértækum hagsmunum framgang á Alþingi grafa undan trausti almennings á íslenskum stjórnmálum og stjórnmála- mönnum og þar með lýðræðinu sjálfu. Það mætti ætla að stjórn- arflokkarnir kysu að svipta hul- unni af fjármálum sínum til að þagga slíkar sögursagnir niður – sanna að þar sé ekkert að fela. En það er öðru nær. Stjórnar- flokkarnir hafa ávallt verið mjög tregir til að gefa upp nokkuð varðandi fjárreiður sínar og það kyndir vissulega undir grun- semdum almennings um óhreint mjöl í því pokahorninu. Flestir Íslendingar telja það nefnilega mjög alvarlega spill- ingu og mútur, ef hagsmunaaðil- ar gefa gjafir til þeirra sem ráða löggjöf, enda er hagsmunaaðil- um bannað með lögum að bera gjafir á embættismenn, einmitt af þessari ástæðu. Ekki skal fullyrt að slíkt sé gert, eða hafi verið gert, en það er nauðsynlegt að almenningur fái að vita hvaðan stjórnmála- flokkar fá peninga sína því leyndin sem yfir því hvílir í dag vekur grunsemdir og vantraust og grefur undan lýðræðinu í landinu. ■ Þá hefur umboðsmaður Alþingis fundið að skipun Björns Bjarna-sonar á frænda forsætisráðherra í embætti Hæstaréttadómara.Umboðsmaður gefur ekki mikið fyrir þær málefnaástæður sem Björn hefur réttlætt skipunina með; að honum hafi fundist rétturinn þurfa á þekkingu Ólafs Barkar í Evrópurétti að halda. Umboðsmaður efast um að það sé í verkahring dómsmálaráðherra að skilgreina hvers kyns reynslu eða þekkingu Hæstarétt skorti helst. Og ef Björn hafi viljað fá sem mesta þekkingu á Evrópurétti inn í Hæstarétt hefði hann átt að láta þar til hæfa meta þekkingu allra umsækjenda á þessu sviði. Niðurstaða umboðsmanns er að skipan Björns á frænda Davíðs í Hæstarétt hafi ekki fullægt lagakröfum. Af áliti umboðsmanns má lesa að málefnaástæður Björns standast ekki. Það má allt eins kalla þær yfirvarp. Björn réttlætir ákvörðun sína með vísan í sérstaka þekkingu Ólafs Barkar án þess að skoða sambærilega þekkingu annarra umsækjenda. Með sömu rökum hefði Björn getað sniðið málefnaástæður sínar að hverjum þeim þætti í ferli Ólafs Barkar sem hann hefði kosið. Umboðsmaður Alþingis fellst ekki á þessar ástæður. Kærunefnd jafnréttismála hafði áður komist að sambærilegri niðurstöðu. Sömu sögu er að segja um fjölda lögfræð- inga sem hafa tjáð sig um þetta mál. Þrátt fyrir að Ólafur Börkur sé mörgumn kostum búinn er ekki hægt að horfa fram hjá þeirri stað- reynd að meðal umsækjenda um stöðu hæstaréttardómara voru marg- ir hæfari og flestir með meiri reynslu og betri próf. Umboðsmaður hefur nú hafnað þeirri mælistiku sem Björn ákvað að taka upp eftir að Hæstiréttur hafði veitt umsögn sína um umsækjendur. Þá stendur að- eins eftir sú staðreynd að Ólafur Börkur er frændi forsætisráðherra, formannsins í flokknum hans Björns. Það stendur eftir sem einu verð- leikar Ólafs Barkar umfram aðra umsækjendur. Úrskurður umboðsmanns er auðvitað áfall fyrir dómsmálaráðherr- ann okkar. Úrskurðurinn er líka áfall fyrir hinn nýja hæstaréttardóm- ara, sem mun sitja í réttinum undir því ámæli að hafa verið troðið þar inn af einhverjum annarlegum klíkuskap. En úrskurðurinn er fyrst og fremst áfall fyrir okkur öll. Hversu lengi eigum við að þurfa að bíða þess að borgarar í þessu samfélagi okkar verði metnir af verðleikum og þeir hafi allir jafnan rétt? Hversu lengi ætlum við að skaða sam- félagið með því að velja menn með lakari reynslu, minni þekkingu – en sterkari tengsl við ráðamenn – til mikilvægra starfa? Erum við ekki nógu fámenn? Þurfum við ekki að fara betur með hæfileika okkar og getu? Stjórnsýslulögin, upplýsingalögin og aðrar réttarbætur sem við höfum fengið á undanförnum árum í kjölfar nánari tengsla við Evrópu hafa því miður ekki náð að lyfta stjórnsýslunni og störfum ráðamanna upp úr gamla farinu. Af máli hæstaréttardómarans sést að einu áhrif þeirra eru að ráðherrar hafa þurft að temja sér nýjan talanda. Þeir bregða fyrir sig tali um málefnaástæður sem þó standast ekki skoðun. Annað hefur ekki breyst. Tryggð ráðherra við flokksgæðinga og skyldmenni er enn æðri en sanngirni og réttlæti. ■ 5. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Umboðsmaður Alþingis segir dómsmálaráðherra ekki hafa fullnægt lagakröfum. Málefnaástæður ráð- herra reyndust yfirvarp Gagnsæ fjármál flokka ORÐRÉTT Alltaf jafn málefnalegur Valdapólitísk samlegðaráhrif af því að eiga marga fjölmiðla eru aftur á móti geigvænleg eins og alþjóð veit af reynslu undanfar- inna daga þar sem fjölmiðlar Baugs hafa pískað upp móður- sýki í þjóðfélaginu með ósvífnum afflutningi á umræðunni. Páll Vilhjálmsson blaðamaður leggur orð í belg um fjölmiðlafrumvarpið. Morgunblaðið 4. maí. Hvers konar fólk? Kunningi Víkverja var nýlega beðinn, af yfirmanni, um að vinna í raftækjaverslun 1. maí, með þeirri duldu hótun að neit- un kallaði á „vesen“ fyrir félag- ann. Og Víkverji spurði: „Hvers konar fólk kaupir sér raftæki fyrsta maí?“ Víkverji Moggans reynist hafa nokkurn áhuga á kjarabaráttu og rifjar upp að afi hans lét „pípu- hattakapítalistana“ ekki komast upp með neitt múður. Morgunblaðið 4. maí. Mannþekking Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, þegar hann frétti að mannfjöldi veifaði banönum fyrir utan þinghúsið þegar rætt var um fjömiðlafrum- varpið. Fréttablaðið 4. maí. Sekir en sönnunargögn vantar Það er ekki alltaf hægt að greina fingraför þeirra enda kunna þeir að lemja án þess að sjáist á fólki. Ólafur Hannibalsson telur að kona sín, Guðrún Pétursdóttir, hafi verið svipt stjórnarsetu í Nýsköpunarsjóði vegna greinar sem hann skrifaði um möguleika Frjálsynda flokksins til að komast í oddaaðstöðu eftir þingkosn- ingarnar í fyrra. „Þeir" eru forystu- menn Sjálfstæðisflokksins. DV 4. maí. Flókin tilvera Einhvern tímann var sagt að til að koma á hægristjórn ætti að kjósa til vinstri og til að koma á vinstristjórn ætti að kjósa til hægri. Þessi orð verða ljóslifandi þegar horft er á hið pólitíska landslag á Íslandi í dag. Geir Ágústsson, „sjálfskipaður frjálslyndur hægrimaður“, veltir fyr- ir sér hvernig stækka megi „hægrið“ hér á landi. DV 4. maí. FRÁ DEGI TIL DAGS Hversu lengi ætlum við að skaða samfélagið með því að velja menn með lakari reynslu, minni þekkingu – en sterkari tengsl við ráðamenn – til mikilvægra starfa? Erum við ekki nógu fámenn? ,, degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Stjórnarflokkarnir hafa ávallt verið mjög tregir til að gefa upp nokkuð varðandi fjárreiður sínar og það kyndir vissu- lega undir grunsemdum almennings um óhreint mjöl í því pokahorninu. MARGRÉT SVERRISDÓTTIR FRAMKV.STJ. FRJÁLSLYNDA FLOKKSINS UMRÆÐAN Fjármál flokkanna ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.