Fréttablaðið - 05.05.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 05.05.2004, Blaðsíða 17
• Taktu með þér vasareikniog leggðu saman jafnóðum. Þannig verðurðu ekki fyrir áfalli þegar kemur að kass- anum. • Gerðu innkaupalista oghaltu þig við hann. • Skildubörnin eftir heima ef þú getur. Láttu þau að minnsta kosti ekki taka völdin við innkaup- in. • Farðu vandlega yfir strimil-inn, mistök við kassann eru algengari en margur heldur. • Keyptu laust te í stað tepoka. • Berðu saman verð á vör-um, til dæmis ferskum, nið- ursoðnum og frosnum ávöxt- um eða niðurskornu og heilu grænmeti. • Kauptu klósettpappír ístórum umbúðum. • Kauptu venjulegan popp-maís í stað örbylgjuofna- popps. Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 146 stk. Keypt & selt 21 stk. Þjónusta 49 stk. Heilsa 6 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heimilið 6 stk. Tómstundir & ferðir 8 stk. Húsnæði 30 stk. Atvinna 27 stk. Tilkynningar 3 stk. Skipulagning sparar peninga BLS. 3 Góðan dag! Í dag er miðvikudagur 5. maí, 126. dagur ársins 2004. Reykjavík 6.41 13.31 20.23 Akureyri 6.41 13.31 20.23 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á „Ég hef mikla löngun til að spara og tel mjög praktískt að eiga eitthvað í handrað- anum en hef aldrei komið því í verk,“ segir Ólafur Egill Egilsson leikari. „Og neyti meðan á nefinu stendur, allótæpilega.“ Ólafur Egill segir að stopul innkoma sjálfstætt starfandi listamanns bjóði ekki upp á reglulegan sparnað auk þess sem mikið sé um verktakavinnu. „Þá á maður bara fullt í fangi með að fást við lífeyris- sjóðinn og skattinn. Einhver sagði mér að það væri ágætt að byrja á því að taka ein- hverja þúsundkalla til hliðar og ég er að hugsa um að taka þetta upp næst þegar ég fæ eitthvað í vasann. En hingað til hef ég bara lifað á því sem ég á og notið líðandi stundar. Buddan geldur nú oft fyrir það.“ Ólafur Egill hlær þegar hann er spurður að því hvað hann taki til bragðs þegar fjár- hagurinn þrengist. „Ég er kannski aðeins meira heima og reyni að kaupa bjór í ríkinu frekar en að borga fyrir hann á barnum. Ég reyni líka að tala minna í farsímann, það er ótrúlegt hvað það safnast saman. Svo sting- ur maður bara reikningunum aðeins neðar í bunkann nokkrum sinnum í mánuði.“ Ólafur Egill segir að á dagskrá sé að taka sig á í fjármálunum. „Ég er nýbúinn að koma þessum málum í einn farveg í spari- sjóðnum en fólkið þar er afskaplega al- mennilegt og tekur manni með brosi á vör þótt ekki sé kannski tilefni til.“ Hann segist sjá fram á bjartari tíma. „Ég sé það í hillingum að styrkur stjórn- valda við sjálfstætt starfandi listamenn muni stóraukast á næstu árum, samfara aukinni víðsýni og velmegun í þjóðfélag- inu öllu.“ ■ fjarmal@frettabladid.is Neytendasamtökin telja að skýrsla Samtaka banka og verð- bréfafyrirtækja um samanburð á þjónustugjöldum norrænna banka sé með öllu ómarktækt innlegg í umræðu um kostnað neytenda af þjónustu banka. Þetta kemur fram í greinargerð sem samtökin hafa gefið út. Því var haldið fram í skýrslunni að ár- leg útgjöld meðalneytanda á Ís- landi af þjónustu banka og spari- sjóða væru lægri en gjöld neytenda í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Niðurstaðan er hins vegar byggð á aðferð sem Neytendasamtökin og sérfræðingar nor- rænna neytendasam- taka telja fráleita. Í tilefni Heilsudaga SPK bjóðast viðskiptavinum Sparisjóðs Kópavogs tilboð sem tengjast heilsunni þegar þeir greiða með eða framvísa debet- eða kredit- korti frá sparisjóðnum. Tilboðin gilda meðal annars í sundlaug Kópavogs, Sporthúsið og Saga Heilsa & Spa. Seðlabankinn mun hækka stýrivexti sína um allt að 0,3% þann 1. júní næstkomandi að mati Greiningar Íslandsbanka. Seðlabankinn hefur að undan- förnu ítrekað staðhæft að vaxta- hækkanir væru fram undan hjá bankanum. „Miðað við efnahags- forsendur nú er líklegt að það gerist fyrr,“ segir í frétt Greiningar ÍSB, sem telur nær öruggt að bankinn muni taka í taumana innan fárra vikna. Líklegasti tíma- punkturinn í þeim efnum virðist vera útgáfa Peninga- mála 1. júní næst- komandi. Bankar í Kringl- unni eru nú opnir á laugardögum því KB banki hefur slegist í för með Íslandsbanka og hefur nú aukið þjónustu sína með því að hafa opið í Kringluúti- búi á laugardögum kl. 11 til 16. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í FJÁRMÁLUNUM 38” Patrol Tdi ‘90 til sölu ek. 166 þús., góð dekk, uppt. hedd o.m.fl. Verð 1.200 þús. Uppl. í 660 9929. Til sölu Farmall Cub, lítur vel út og í góðu lagi. Verð tilboð. Uppl. í s. 863 7365. Bílastæðamálun - Malbiksviðgerðir - Malbikssögun - Vélsópun. Öll al- menn verktakastarfsemi. www.verk- takar.com - S. 551 4000. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Húsráð: Eyddu minna í búðinni Matvara og aðrar nauðsynjar eru ótrúlega stór hluti af útgjöldum heimilanna og heildarupphæðin er oft eins og löðrungur í andlit innkaupastjóra heimilisins þar sem hann stendur með kortið í hendi við kassann og reynir í huganum að reikna út yfirdráttinn. Hér á eftir fara nokk- ur ráð til þeirra sem vilja koma úr búðinni með aðeins færri krónur á samviskunni. Ólafur Egill Egilsson leikari Er fullur góðra fyrirheita á fjármálasviðinu. Hvernig spararðu? Neyti meðan á nefinu stendur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.