Fréttablaðið - 05.05.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 05.05.2004, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 5. maí 2004 50% afsláttur álántökugjalditil 1. júlí Stokkaðu upp fjármálin Þú getur auðveldlega samið um hagstætt lán hjá Frjálsa fjárfestingar- bankanum, sem er kjörið til að skuldbreyta óhagstæðum lánum á borð við skammtímabankalán. Þannig lækkarðu greiðslubyrðina hjá þér og eykur fjárhagslegt svigrúm. Lánið er veitt til allt að 40 ára gegn veði í fasteign. Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13A, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is www.frjalsi. is – með hagstæðu fasteignaláni Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % 5,95% 6,50% 7,50% 8,00% 8,50% 30 ár 5.960 6.320 6.990 7.340 7.690 40 ár 5.470 5.850 6.580 6.950 7.330 4.960 5.420 6.250 6.670 7.080 *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta. Afborgun- arlaust H im in n o g h a f/ 90 40 12 4 FERÐALÁN SPH ar gu s – 0 4- 01 71 – með ánægju! Viltu gera draumaferð þína að veruleika? • Hagstæðari kjör en á raðgreiðslusamningnum • Lán til allt að 4 ára • 50% afsláttur af lántökugjaldi til 1.9.2004 Þú getur fengið allar nánari upplýsingar á www.sph.is eða hjá þjónustufulltrúum okkar Ánægðustu viðskiptavinirnir! Viðskiptavinir Sparisjóðsins eru þeir ánægðustu í bankakerfinu samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni Skipulagning sparar peninga: Blek og blað eða lófatölva Það margborgar sig að halda vel utan um heimilisbókhaldið en það getur þó reynst mörgum erfitt. Því er um að gera að nýta sér þau hjálpartæki sem finnast. Nútíma dagbækur geta komið að góð- um notum í daglegu amstri, en hvort sem þær eru rafrænar eða hefðbundnar má skrá í þær yfirlit yfir eyðslu og inn- borganir sem gott er að grípa niður í síðar. Svokallaðar lófatölvur komu á markaðinn með látum fyrir nokkrum árum en notkun þeirra virðist einungis hafa náð rótfestu hjá ákveðnum hópi. Aðrir láta sér duga gamla pennann og dagbókarformið, sem getur verið mjög skipulagt með tilstilli dagskinnunnar. Dagskinnur Leðuriðjan Atson framleiðir íslenskar dagskinnur úr leðri og segir Edda Atla- dóttir, eigandi leðuriðjunnar, þetta vera eina íslenska dagbókakerfið sem hún veit um. „Við höfum boðið upp á heim- ilisbókhaldssíðu þar sem hægt er að gera greiðsluáætlun og fylgjast með því hvort henni er fylgt,“ segir hún en dag- skinnan var hönnuð af starfsfólki leður- iðjunnar fyrir rúmum áratug. Þær er hægt að nota sem seðlaveski, dagbók, skipuleggjara og geymslu upplýsinga. „Á tímabili hélt fólk að dagskinnan myndi detta upp fyrir og lófatölvurnar koma í staðinn en það hefur ekki orðið raunin. Enda eru margir þannig að þeir vilja hreinlega skrifa allt niður á blað.“ Lófatölvur Fyrir þá sem vilja nýta sér tæknina á allan mögulegan hátt voru lófatölvurn- ar himnasending. Þær sameina eigin- leka dagskinnunnar og tölvunnar því í þeim er hægt að komast á netið og senda tölvupóst. Þannig getur nútíma- fólk verið í stanslausu sambandi við umheiminn auk þess að geta skipulagt sig með þar til gerðum forritum. Ákveðinn hópur fólks hefur náð að til- einka sér þessa tækni, til dæmis fólk sem þarf mikið að vera á ferðinni, og notar í daglegu lífi. Ekki skemmir fyrir að lófatölvurnar eru ofursvalar og bera þess vitni að eigandinn fylgist vel með tækniþróuninni. Hins vegar eru farsím- arnir sífellt að þróast og virðast flestir neytendur horfa í þá áttina. ■ 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.