Fréttablaðið - 05.05.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 05.05.2004, Blaðsíða 27
19MIÐVIKUDAGUR 5. maí 2004 Enn og aftur hefur ríkisstjórn Ís- lands rofið friðinn í þjóðfélaginu. Mennirnir sem hnepptu undir- stöðuatvinnuvegina í fjötra sér- hagsmuna og einokunar og skópu með því aðal auðs og forréttinda – þeir sömu og lýstu án samþykkis þings og þjóðar yfir stuðningi við vafasamasta styrjaldarrekstur sögunnar og settu þjóðina þar með upp á sitt eindæmi á válista þjóða undir hryðjuverkaógn – þykjast nú ætla að bjarga lýðræð- inu og þar með þjóðinni væntan- lega úr klóm manna sem með áræði, útsjónar- og eljusemi í verslunarstörfum hafa komist í aðstöðu til að tryggja fjárhagsleg- an grundvöll ljósvakamiðils og tveggja dagblaða. Spyrja verður, hvort einhver hafi séð tilburði af hálfu þessara aðila að hrifsa til sín völd yfir þjóðinni og hvort þjóðin hafi ekki aðra þar frekar að var- ast? Hefur nokkur séð breytingu á dagskrárstefnu Norðurljósa eftir að Baugur kom þar til sögunnar? Er ekki yfirlýst stefna Baugs að setja hlut sinn í félaginu sem fyrst á markað og tryggja með því dreifða eign þess? Til varnar tján- ingarfrelsi er vettvangi þess nú ógnað af ríkisstjórn sem á sama tíma ætlar að efla ríkisfjölmiðil sem hún hefur í pólitískri herkví. Áratugaslagorð sjálfstæðismanna „Lýðræði gegn flokksræði“ og „Gjör rétt en þol ei órétt“ hafa glatað merkingu sinni. Í aðdraganda lagasetningar um eignarhald fjölmiðla eru viðtekn- ar venjur um samráð hagsmuna- aðila sniðgengnar. Formenn stjórnarflokkanna hafa ægivald á hjörð sinni. Einræði foringjanna er fullkomið. Drengskaparheit um að samviska ráði niðurstöðu eru ómerk orðin. Allt í nafni skoðana- og tjáningarfrelsis og lýðræðis. Alþingi er niðurlægt. Allt snýr á haus. Öll erum við sammála um nauðsyn ljósvakamiðla. Rekstur þeirra kostar peninga sem ekki virðast auðfengnir. Augljóst er að rekstur miðils af þessu tagi í eigu ríkisins, sem fjármagnaður er með skylduáskrift og skattfé og er þar að auki haldið pólitísku kverkataki af ráðandi öflum í stjórnmálum, er lýðræðinu háska- legur og fullkomið brot á reglum, skráðum og óskráðum, um stöðu á samkeppnismarkaði. Þess vegna er hér velt upp þeir- ri hugmynd, að allir fái val um til hvaða útvarps- og sjónvarps- stöðva afnotagjöld þeirra renna. Í því sambandi má t.d. benda á að menn eru skyldugir að greiða í líf- eyrissjóð en hafa val um hver hann er. Þeir sem ekki vilja greiða kirkjusóknargjöld eða til trúfé- laga geta mælt fyrir um að gjaldið renni til Háskólans. Leiðin er því greiðfær. Spurningin er hvort menn vilja fara hana. Í lögum um fjölmiðla ætti að vera ákvæði um að tryggt skuli að allar útvarps- og sjónvarpssendingar nást alls stað- ar á landinu nema að annað sé af- markaður tilgangur viðkomandi stöðvar og að allt efni skuli sent út í opinni dagskrá. Um að gera það mögulegt ætti umræðan m.a. að snúast. Slíkt er í þágu lýðræðis og almannahagsmuna og styrkir mikilvægustu gildi samfélagsins. ÁMUNDI LOFTSSON SKRIFAR UM RÍKISSTJÓRNINA Áratugaslagorð sjálfstæðismanna „Lýðræði gegn flokksræði“ og „Gjör rétt en þol ei órétt“ hafa glatað merkingu sinni. ,,Ríkisstjórnin rýfur friðinn í þjóðfélaginu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.