Fréttablaðið - 05.05.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 05.05.2004, Blaðsíða 33
Michael Jacksonmálið MIÐVIKUDAGUR 5. maí 2004 Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Hljómsveitarstjóri ::: Thomas Kalb Einsöngvari ::: Ute Lemper FIMMTUDAGINN 6. MAÍ KL. 19:30 NOKKUR SÆTI LAUS FÖSTUDAGINN 7. MAÍ KL. 19:30 LAUS SÆTI Græn #5 Á efniskrá verða m.a. lög eftir Kurt Weill, Jacques Brel, Astor Piazzolla, Nick Cave, Norbert Scholtze og fleiri. UTE LEMPER SYNGUR Á ÍSLANDI - LOKSINS KRAFTWERK Talað er um að það sé eins og ferðalag á aðra plánetu að sjá Kraftwerk á tónleikum. Kraftwerk 2 fylgdi henni eftir ár- inu seinna. Seinni platan var með þeim fyrstu í heiminum þar sem einungis var stuðst við trommu- heila sem taktgjafa. Vitanlega hljómaði það mjög undarlega fyrir tónlistaráhugamönnum í fyrstu og samlíking við vélmenni var notuð í hvert skipti sem minnst var á sveitina í tali eða fjölmiðlum. Fyrsta plata sveitarinnar sem fékk dreifingu á alþjóðavísu var sú fjórða sem hún gerði, Autobahn árið 1974. Hún sló í gegn og sam- nefnt lag skreið upp vinsælda- listana beggja vegna Atlantshafs- ins. Platan er að miklu leyti unnin á Moog-hljóðgervlana sem sér- vitringar slást um í dag. Sveitin hvarf af sjónarsviðinu árið 1981 eftir að hafa náð að við- halda vinsældum sínum með plöt- unni Computer World, sem var bæði gefin út á ensku og þýsku. Kraftwerk gaf ekki aftur út plötu fyrr en árið 1986 en þá var hljóm- ur sveitarinnar ekki eins fram- andi og hann var þegar hún ruddi sér til rúms. Platan fékk því dræmar viðtökur og sveitin lá í dvala í mörg ár. Það var ekki fyrr en um aldamótin sem hún hóf að koma fram á tónleikum að nýju, við mikinn fögnuð tónlistaráhuga- manna. Breiðskífan Tour de France Soundtrack skilaði sér svo í búðir í fyrra og var hampað af gagnrýnendum. Kraftwerk leggur jafn mikið upp úr sjónrænu hliðinni á tón- leikum og þeirri hljóðrænu. Sú upplifun að sjá sveitina á tónleik- um er engu lík og því víst að kvöldið rennur þeim seint úr minni sem fara á tónleikana. biggi@frettabladid.is ennin nnrás Fimm liðsmenn í föruneytipopparans Michaels Jackson eiga á hættu að verða dregnir inn í mál popparans vitni þeir ekki gegn honum. Auk þess að hafa verið formlega ákærður fyrir tíu kynferðisofbeldisbrot á föstudag- inn var Jackson einnig sakaður um mannránstilraun. Saksóknari í málinu ætlar að reyna að neyða þessa fimm ein- staklinga í föruneyti popparans til þess að vitna gegn honum. Hann hefur hótað að gera þá meðseka í málinu á þeim forsendum að þeir hafi „hindrað veg“ réttvísarinnar með þögn sinni í gegnum árin. Ekki er vitað hverjir þessir fimm vinir Jacksons eru en nöfn þeirra voru svert út af réttarskjöl- unum sem bárust fjölmiðlum eftir áheyrnina á föstudaginn síðasta. Málsmeðferð hefst formlega í desember næstkomandi. Verði Jackson fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér 75 ára fangelsis- vist. ■ Fimm vinir Jackson neydd- ir til að vitna gegn honum MICHAEL JACKSON Verndar sig fyrir sólarljósi á sama hátt og annað fólk frá rigningu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.