Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 LAUGARDAGUR ÁHRIF FJÖLMIÐLALAGA Fjöl- miðlahópur ReykjavíkurAkademíunnar efnir í dag til fundar um lagaumhverfi fjölmiðla með Páli Þórhallssyni lögfræð- ingi sem starfar hjá Evrópuráðinu. Páll hefur um árabil starfað í mannréttinda- deild ráðsins fyrir nefnd þess um fjöl- miðla. Fundurinn hefst í ReykjavíkurAka- demíunni Hringbraut 121 kl. 13.30. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VÍÐA RIGNING EÐA SKÚRIR Þurrt að kalla allra suðaustast. Snýst í norðlæga átt á morgun með björtu veðri sunnan og vestan. Sjá síðu 6. 22. maí 2004 – 139. tölublað – 4. árgangur ENN EITT BANKARÁN Maður vopn- aður öxi ruddist inn í Landsbankann við Gullinbrú í gærmorgun og hafði nokkur hundruð þúsund krónur á brott með sér. Maðurinn var handtekinn stuttu síðar en vitorðsmanna hans er leitað. Sjá síðu 2 ÞINGSTÖRFIN Stefnt er að því að ljúka þriðju umræðu um fjölmiðlafrumvarpið á Alþingi í dag en þingfundur hefur verið boð- aður klukkan tíu. Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi á mánudagskvöld. Sjá síðu 2 MILLJARÐAKAUP Vátryggingafélag Ís- lands hefur keypt allt hlutafé í Lyfju. For- stjóri VÍS lítur á kaupin sem langtímafjár- festingu. Skrifað verður undir kaupsamning í júní. Sjá síðu 6 ENN SPJÖLL Á ÞINGVÖLLUM Lög- reglan var í gær kölluð að Þingvallavatni í annað skiptið í vikunni vegna ólöglegra framkvæmda. Nú hafði verið brotið úr klöpp við vatnið til að byggja bátaskýli og hlaða tvo varnargarða. Sjá síðu 8 KÖNNUN Innan við þriðjungur landsmanna er fylgjandi ríkis- stjórninni samkvæmt nýrri skoð- anakönnun Fréttablaðsins. 30,9 prósent þeirra sem taka afstöðu eru fylgjandi stjórninni og hefur stuðningur við hana ekki áður mælst svo lítill í könnunum blaðs- ins. 69,1 prósent er andvígur stjórninni. Stuðningur við stjórn- ina hefur minnkað og andstaða við hana aukist í þremur könnunum í röð. Konur eru sýnu ósáttari við stjórnina en karlar, einungis 28 pró- sent kvenna styðja stjórnina en 34 prósent karla. Stuðningur við hana er nokkuð minni á höfuðborgar- svæðinu, 30 prósent, en á lands- byggðinni þar sem hann er 33 pró- sent. „Þetta kemur mér ekki á óvart. Það mál sem hefur verið efst á baugi hefur mætt miklum andbyr og við höfum greinilega verið undir í fjölmiðlaumræðunni, enda hafa fjórir fjölmiðlar greinilega beitt sér harkalega gegn okkur í málinu,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokks. Niðurstöðurnar koma þing- flokksformanni Framsóknar, Hjálmari Árnasyni, ekki á óvart. „Ekki miðað við hörkuna sem hef- ur verið í fjölmiðlamálinu, en kynningin á því hefur að mörgu leyti verið einsleit.“ Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar, segir stjórnina upp- skera eins og hún sáir til. „Ríkis- stjórnin hefur með ofbeldi reynt að þröngva í gegn frumvarpi sem snýst eingöngu um að setja lög um opinbera ritskoðun. Þetta særir réttlætiskennd og siðferðiskennd allrar þjóðarinnar.“ Einnig var spurt hvaða flokka fólk hygðist kjósa. Samfylkingin er langstærsti flokkurinn sam- kvæmt könnuninni með 41,3 pró- senta fylgi. Stjórnarflokkarnir fá samanlagt tæp 36 prósent at- kvæða og njóta því minna fylgis samanlagt en Samfylkingin. 800 manns, jafn skipt milli kynja og hlutfallslega milli landshluta, voru spurð: Ertu fylgjandi eða and- vígur ríkisstjórninni? 82,2% tóku afstöðu. Sama fólk var spurt: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? 51,5% tóku afstöðu. bryndis@frettabladid.is Stjórnin aldrei óvinsælli Nær 70% landsmanna eru andvíg ríkisstjórninni, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, og hafa aldrei verið fleiri. Samfylkingin nýtur meira fylgis en stjórnarflokkarnir til samans. Kvikmyndir 46 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 50 Íþróttir 38 Sjónvarp 48 Erlendar leyniþjónustur hafa líklega að- gengi að öllum samskiptum til og frá útlöndum. Gríðarlegt magn gagna liggur fyrir um einstaklinga. Persónu- vernd stendur höllum fæti á tímum baráttunnar gegn hryðjuverkum. Sveitaböllum hefur fækkað á síðustu árum og gömul vígi fallin. Helstu sveitaballastaðina er nú að finna í stærri bæjum landsins. Hljómsveitirnar hafa þó ekki lagt árar í bát og munu herja á sveitirnar í sumar. Sveitaböll SÍÐUR 28 OG 29 ▲ Erna Ómarsdóttir: ● samið við tónlist fyrstu tölvu á íslandi Dansar við tónlist Jóhanns Jóhannssonar SÍÐA 44 ▲ ● bílar o.fl. Á trúföstum Trabant Guðbjartur Nilsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Sérsveitarmenn misþyrmdu föngum í leynifangelsi: Grófari pyntingar en áður MISÞYRMINGAR Grófustu misþyrm- ingarnar sem Bandaríkjamenn hafa beitt í Írak áttu sér ekki stað í Abu Ghraib-fangelsi sem hefur verið í kastljósinu undanfarnar vikur heldur í leynilegu fangelsi í nágrenni Bagdad. Frá þessu sagði bandaríska sjónvarpsstöðin NBC. Meðferðin á föngum í fangels- inu leynilega er sögð grófasta brotið á Genfarsáttmálanum í öllu Írak. Þrautþjálfaðir sérsveitar- menn eru meðal annars sagðir hafa haldið föngum í kafi þar til þeir töldu þá vera að drukkna og að haldið hafi verið fyrir vit fanga þannig að þeir náðu ekki andan- um, þar til þeir voru að því komn- ir að kafna. Frétt NBC rennir stoðum undir grein sem birtist í tímaritinu The New Yorker fyrir skömmu þar sem því var haldið fram að Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefði veitt sér- sveitarmönnum sérstakar heim- ildir til að þvinga fanga til svara. Fyrst gilti sú heimild í Afganistan en síðar einnig í Írak. Fram kom í gær að lögfræðing- ar Bandaríkjahers hefðu sett sig upp á móti yfirheyrsluaðferðum í fangabúðunum í Guantanamo. Þar töldu þeir gengið of langt í óhefð- bundnum yfirheyrslum. Sjá nánar síðu 10. BESTU STUÐNINGSMENNIRNIR Krakkarnir í Ísaksskóla studdu dyggilega við bakið á kennurum sínum þegar konur og karlar í kenn- araliðinu brugðu á leik í gær og kepptu í knattspyrnu. Stúlkurnar fylktu sér að baki konunum en drengirnir hvöttu karlana. Engum sögum fer af úrslitum leiksins eða baráttunni á áhorfendapöllunum. AFSTAÐA TIL RÍKISSTJÓRNAR DAVÍÐS ODDSSONAR Stuðningur við stjórnina hefur minnkað og andstaða við hana aukist í þremur könnunum í röð. Undir eftirliti SÍÐUR 22 OG 23 ▲ Setti hraðamet: Átta tíma á Everest EVEREST Nepalskur sjerpi, Pemba Dorji, var aðeins átta klukku- stundir og tíu mínútur að klífa Everestfjall og setti þar með nýtt hraðamet. Fyrra metið átti annar sjerpi, Lakpa Gheylu, sem kleif fjallið á tíu klukkustundum og 46 mínútum á síðasta ári. Pemba bætti metið því um rúma tvær og hálfa klukkustund. Pemba og Lakpa hafa skipst á að halda metinu. Þegar Lakpa sló metið í fyrra var það aðeins þremur dögum eftir að Pemba hafði sett nýtt met, tólf klukku- stundir og 43 mínútur. Þegar Edmund Hilary og sjerpinn Tenzing Norgay klifu á fjallið tók það þá sjö vikur. ■ Samningar sjómanna og útgerðarmanna: Bíða til hausts SAMNINGAR Ríkissáttasemjari sér að óbreyttu ekki ástæðu til að kalla samninganefndir sjó- manna og útvegsmanna saman fyrr en í ágúst. Samningar sjómanna hafa verið lausir frá áramótum nema hjá vélstjórum. Sjómenn vísuðu kjaraviðræðunum til ríkissátta- semjara þann 14. janúar og hafa fundir verið haldnir á sjö til tíu daga fresti. Ekkert hefur þokast í átt til samkomulags. Sjómenn segja að útvegsmenn hafi sýnt áhugaleysi í samningaviðræðun- um og tekið fálega í allar tillög- ur sjómanna. Sjómenn og útvegsmenn hafa ekki náð að ljúka við tvo síðustu samninga vegna lagasetningar en síðast var samið án atbeina Alþingis árið 1995. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.