Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 17
Vörn í listum Það er kannski fánýtt að fást við skáldskap þegar ógnarverkin tala; það er fánýtt að lifa, orti skáldið eitt sinn, en ég held að mörg okkar leiti ósjálfrátt í skáldskap, setji disk í geislaspilarann, horfi á málverk þegar brjál- æðið skekur heiminn. Við getum til dæmis lesið afhjúpandi frásögn Nadine Gordimer í smásögunni Sumir hljóta sælugnótt, í þýð- ingu Ólafar Eldjárn, þið finnið hana í bók- inni Ferð allra ferða. Sláandi lýsing á mönn- um sem hafa brenglast svo gersamlega af baráttu sinni að þeir fyrirlíta jafnvel líf sem sprettur af þeirra eigin lífi. Sú saga gæti kannski heitið spegill, hún afhjúpar, og sem betur fer eru til höfundar eins og Gordimer, höfundar sem sýna okkur skuggahliðarnar, reyna á undarlega kyrran hátt að koma orð- um yfir brjálæðið eða óþverran í manneskj- unni. Jón Kalman Stefánsson á bjartur.is Tyggigúmmí Á síðustu árum hefur tyggigúmmí fengið gott orð á sig, tannlæknar mæla með því, það hreinsar munninn og verndar tenn- urnar. Það hjálpar reykingamönnum að hætta að anda skít sem drepur okkur öll úr krabbameini. Allt tyggjódæmið hefur því orðið mun jákvæðara. Hvað er tyggjó- klessa í Bankastræti hjá þeim viðbjóði að rekast þar á hrákaslóð, og lenda í hugan- um í sjúku koki sem er stjórnað af heila sem leggur græna hrák á fólk svo maður fer að ímynda sér skítinn á klósetti og í eldhúsi þess sóða sem hrækti? Konur fá svokallaðan „húsverk“ af þessu, eins og Vala systir mín kallar áhyggjur af skít og húsverkum. Miðað við grænar hráka- slummur er tyggjó á gangstéttum hrein- lega yndislegt. Þórunn Valdimarsdóttir á jpv.is Gengur hratt fyrir sig Það hefur víðar verið hasar en hjá myndlist- armönnum og málverkasölum þessa vikuna. Hún hefur annasöm hjá mógúlnum Jóni Ás- geiri. Hann hóf vikuna á því að stórgræða á sölunni í Flugleiðum og endar hana á því að selja lyfsölukeðjuna Lyfju sem rekur 34 aptótek undir heitinu Lyfja og Apótekið. Sagt er að þegar Jón Ásgeir var við upptökur á þætti Sigmundar Ernis Rúnarssonar á Skjá einum um miðja síðustu viku, en þar var hann viðmælandi Sigmundar, hafi hann ekki séð fyrir að hann yrði búinn að selja hlut sinn í Flugleiðum eftir helgina – þó hann hafi boðað það í þættinum að á næstu vik- um og mánuðum myndi hann selja á Íslandi til að geta fjárfest frekar í Bretlandi. En salan í Flugleiðum sýnir okkur hve hlutir ganga hratt fyrir sig í viðskiptum. Jón G. Hauksson á heimur.is 22. maí 2004 LAUGARDAGUR MAÐUR VIKUNNAR Hún hefur verið kölluð hin íslenska AllyMcBeal, ungur lögfræðingur á framabraut.Hún ber með sér ferskan blæ inn í íhalds- samt umhverfi íslensku lögmannastéttarinnar. Sig- ríður Rut Júlíusdóttir hefur á skömmum tíma skotist upp á stjörnuhimin íslenskrar lögmennsku. Nú í vik- unni féll tímamótadómur í Hæstarétti þar sem sak- borningar í stóra málverkafölsunarmálinu svo- kallaða voru sýknaðir af kröfum ákæruvaldsins. Sitt sýnist hverjum um þá niðurstöðu eins og gengur en Sigríður Rut hafði ríka ástæðu til að fagna sigri. Hún var verjandi Péturs Þórs Gunnarssonar, annars tveggja sakborninga, fyrir héraðsdómi en sýknudómur Hæstaréttar var byggður á sömu gögn- um og málsástæðum og færðar voru fram í héraði. Sigríður Rut er nýorð- in 29 ára en hún lauk embættisprófi frá Há- skóla Íslands í október árið 1999, aðeins 24 ára. Hefðbundin námsfram- vinda í laganámi er fimm ár. Margir taka sér eitthvað rýmri tíma en það heyrir til al- gjörra undantekninga að laganemar ljúki námi á innan við fimm árum. Samtíð- armenn Rutar, eins og hún er jafnan kölluð, eru þó á einu máli um að hún hafi ekki verið neinn sérstakur bókaorm- ur í þeim skilningi að hún hafi algjör- lega og eingöngu helgað sig bókunum á námsárunum. Þvert á móti var Rut mjög virk í félagslífi og var áberandi innan deildarinnar. Hún lagði hins vegar hart að sér við námið þess á milli og fer af henni það orð að hún sé forkur til verka. Í ljósi hins frábæra náms- árangurs var Rut eftirsóttur starfskraftur þegar við útskrift úr laganámi. Hún starfaði um tíma hjá Lögmönnum Mörkinni en hefur síðustu misseri rekið eigin stofu ásamt Ragnari Aðalsteinssyni hæstaréttarlögmanni. Rut er því það sem á ensku kallast „partner“. Hún gat sér snemma gott orð og hefur á síðustu árum flutt nokkur stór mál fyrir héraðsdómi. Mesta athygli hefur hún þó fengið fyrir málsvörn sína í málverkafölsunar- málinu, þar sem fróðir menn eru samdóma um að hún hafi haldið afar vel á spilunum. Þegar málið kom fyrst upp töldu flestir að það væri vonlaust. Þrátt fyrir sakfellingu í héraði var það talið afrek hjá verjendunum að ná fram skilorðsbundnum dómi og sýknudómur Hæstaréttar tekur af öll tvímæli um gott starf verjendanna. Þeir eiginleikar Rutar sem taldir eru nýtast henni hvað best í vandasömum störfum eru dugnaður, ein- beitni og harðfylgi. Sjálf hefur hún sagt að hundruð vinnustunda hafi farið í undirbúning málsvarnar í málverkafölsunarmálinu og það þarf mikla einbeit- ingu til að missa ekki þráðinn við slíka vinnu. Rut þykir nánast kaldrifjuð að því leyti að hún er ótta- laus og frökk, hörð í horn að taka, töffari. Það bland- ast engum hugur um að ungir lögfræðingar þurfa að búa yfir gífurlegu sjálfstrausti til að standast álagið sem fylgir hinum erfiðu lögmannsstörfum, einkum þegar kastljós fjölmiðla beinist að þeim. Rut er óhefðbundinn lögmaður hvað ytra útlit varðar. Þær ungu konur sem hafa haslað sér völl á þessum karlavettvangi eru að jafnaði frekar íhaldssamar í klæða- burði og framkomu. Rut fer ótroðnar slóðir og segja sumir að það sé lýsandi fyrir persónuleika hennar. Hún er oft óformleg í klæðaburði, þótt engan veginn verði því haldið fram að nokk- uð skorti á snyrtimennskuna. En því verður ekki á móti mælt að hún hefur yfir sér sumpart róttækara og ung- legra yfirbragð en flestir kollegar hennar. En þrátt fyrir það hefur hún sýnt að full ástæða er fyrir and- stæðinga hennar að taka hana alvarlega, „this girl means business,“ eins og Kaninn myndi segja. Rut hefur sagt í viðtali við Fréttablaðið að hún líti á lögmennskuna sem hug- sjónastarf. „Auðvitað, engin spurning. Og frek- ar vil ég taka að mér mál sem mér hugnast og passa betur við hugsjón- ir mínar og skoðanir,“ er haft eftir henni. Rut hefur ásamt Ragnari meðeiganda sínum tekið að sér mál- sókn Jóns Ólafssonar, fyrrverandi stjórnarfor- manns Norðurljósa, í ærumeiðingarmáli á hendur Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Óhætt er að fullyrða að það mál verð- ur „heitasta“ dómsmál næstu vikna og mun vafalítið mikið mæða á lögmanninum unga. Rut er þó hvergi smeyk og í viðtali við Frétta- blaðið við málshöfðunina sagði hún: „Ég hef ekki áhyggjur af því. Og ef maður er kvíðinn fyrir mála- ferli þá ætti maður að finna sér aðra vinnu. Ég er ekkert kvíðnari í tengslum við þetta mál en önnur. Þetta er bara vinna“. ■ Hin íslenska Ally McBeal SIGRÍÐUR RUT JÚLÍUSDÓTTIR HÉRAÐSDÓMSLÖGMAÐUR Rut er óhefðbundinn lögmaður hvað ytra útlit varðar. Þær ungu konur sem hafa haslað sér völl á þessum karlavettvangi eru að jafnaði frekar íhalds- samar í klæðaburði og framkomu. Rut fer ótroðnar slóðir og segja sumir að það sé lýsandi fyrir persónuleika hennar. ,, M yn d: H el gi S ig ur ðs so n AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.