Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 19
18 22. maí 2004 LAUGARDAGUR ■ ANDLÁT ■ JARÐARFARIR Þennan dag árið 1933 greindihóteleigandinn John Mackay frá því í skoskum blöðum að hafa borið Loch Ness skrímslið aug- um. Hann hafði verið í gönguferð með konu sinni á nýlögðum vegi meðfram stöðuvatninu Ness þeg- ar hjónin töldu sig sjá risastórt dýr leika sér í vatninu. Fréttin komst í heimspressuna og ýmsir skipulögðu ferð til stöðuvatnsins í þeirri von að sjá hið heims- þekkta goðsagnardýr, meðal ann- ars þáverandi forsætisráðherra Skotlands. Síðan þá hafa fréttir af skrímslinu mörgum sinnum borið á góma og ýmsar ljósmynd- ir, sem hafa flestar reynst falsað- ar, hafa átt að bera sönnur á þaðð. Nýjasta tækniútbúnaði hef- ur verið ætlað að sanna eða af- sanna kenninguna um tilveru dýrsins en þær tilraunir hafa farið forgörðum. Skotland á enn heiðurinn á þekktasta skrímsli veraldar, Nessiteras Rhombopteryx, eins og Loch Ness skrímslið er kallað á fræðimáli. Fyrstu sögurnar af því eru raktar til þess tíma þegar krist- indómurinn náði útbreiðslu í Skotlandi. Trúboði kristindóms- ins Heilagur Kólumbus átti að hafa reist heiðinn mann frá dauð- um eftir að hann hafði lent í Loch Ness skrímslinu. Önnur saga segir að heiðingi einn hafi synt yfir stöðuvatnið og mætt þar skrímslinu. Heilagur Kólumbus sem á að hafa orðið vitni að atburðinum, tók upp krossinn og skipaði skrímslinu að halda sig til hlés svo heiðinginn gæti synt í land. ■ Jón Kristinn Guðmundsson pípulagn- ingameistari, Skúlagötu 15, Borgarnesi, lést miðvikudaginn 19. maí. Knútur Ármann rafvirkjameistari, Breið- vangi 8, Hafnarfirði, lést mánudaginn 17. maí. Stefán Sigurðsson frá Reyðará í Lóni, lést fimmtudaginn 20. maí. Ég er búinn að ákveða að haldaekki formlega upp á daginn með einhverri veislu,“ segir Sig- urður G Valgeirsson sem er fimm- tugur í dag. „Ég hélt vel upp á það þegar ég varð fertugur en nú vil ég frekar taka afmælisárið maður á mann. Hitta vini mína og þá sem mér líkar vel við á tímabilinu þar til ég næ fimmtugasta og fyrsta aldursári. Mér finnst góðar stund- ir með vinum meira spennandi en ræður sem geta verið hálf vand- ræðalegar.“ Aðspurður um eftirminni- legasta afmælisdaginn kemur fer- tugsafmælið til tals. „Það lukkað- ist rosalega vel. Það var haldið um borð í litlum dalli sem siglt var í Hafnarfirðinum. Fyrirfram var ég rosalega spenntur fyrir að gera þetta en þegar líða fór á daginn fór ég að hafa áhyggjur af veðr- inu. Vont veður hefði þýtt að allir gestirnir hefðu orðið sjóveikir.“ Sigurður segist hafa reynt að breyta minningunni og rifjað upp með vinum sínum að um skemmti- ferðaskip eða snekkju hafi verið að ræða en ekki dall. Meðal gesta í hinu eftirminni- lega fertugsafmæli var dagskrár- gerðarfólkið úr Dagsljósi sem Sigurður vann með á þeim tíma. „Dagsljósfólkið var meðal annars með hljóðlistaverk á dekkinu og elsti sonur minn söng ásamt Ein- ari Kárasyni Litli vin, enda þyki ég ekkert sérstaklega hávaxinn og er minntur á það reglulega.“ Sigurður er með mörg járn í eldinum þessa dagana en segir vinnu sína að mestu leyti felast í almannatengslum. „Ég er þó auk þess að vinna sem handrits- höfundur að heimildarmynd um Ragnar í Smára.“ Sigurður segist telja það nokk- uð merkilegt að vera orðinn hálfr- ar aldar gamall. „Þar sem ég byrj- aði að eiga börn frekar ungur þá fannst mér ég strax rosalega gam- all. Ég man til dæmis eftir sjokk- inu þegar ég varð tuttugu og fimm ára, ég taldi það síðasta afmælis- daginn sem ég gæti talist ungur maður. Fimmtugur er ég síðan orðinn sjóaður og eiginlega alveg skítsama meðan heilsan er góð.“ ■ NAOMI CAMPBELL Ofurfyrirsætan súperfallega verður 34 ára í dag. 22. MAÍ NESSIE Ófáar sögur og ljósmyndir eru til af Loch Ness skrýmslinu. Loch Ness skrímslið leikur sér HÓTELEIGANDINN JOHN MACKAY ■ greindi frá því að hann og konan hans hefðu séð Loch Ness skrímslið. 22. MAÍ 1933 Litli vinur sunginn                             !"#$%&& '(')*+, -      Við þökkum innilega þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug í orði og verki í veikindum, við andlát og útför okkar elskaðrar móður, sambýliskonu, tengdamóður og ömmu Gerðar Sigfúsdóttur Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar Landspítalans og líknardeildarinnar í Kópavogi, mánudaginn 1. mars kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Sveinbjörg Sigurðardóttir Karl Sesar Sigmundsson Gunnrún Gunnarsdóttir Magnús G. Helgason Friðrik Marinó Friðriksson Helgi Magnússon Guðrún Inga Grétarsdóttir Gerður Lind Magnúsdóttir Ingunn Hlín Friðriksdóttir Guðbjartur Magnússon Arnar Már Friðriksson Sólrún Dögg Magnúsdóttir Gunnar Friðriksson SIGURÐUR G VALGEIRSSON „Þar sem ég byrjaði að eiga börn frekar ungur þá fannst mér ég strax rosalega gamall.“ AFMÆLI SIGURÐUR G. VALGEIRSSON. ■ ætlar að eiga góðar stundir á afmælisárinu. 10.30 Ruth Vita Gunnlaugsson, Blásölum 24, Kópavogi, áður til heimilis á Móavegi 11, Njarðvík, verður jarðsungin frá Njarðvíkur- kirkju, Innri-Njarðvík. 13.00 Fjóla Stefánsdóttir, Minni- Ökrum, verður jarðsungin frá Miklabæjarkirkju. 13.30 Árni Brynjólfsson, (Tryggvaskála), Grænumörk 1, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju. 14.00 Bernódus Halldórsson, Að- alstræti 22, Bolungarvík, verður jarðsunginn frá Hólskirkju í Bol- ungarvík. 14.00 Páll Sigurjónsson frá Nauta- búi í Hjaltadal, verður jarðsunginn frá Hóladómkirkju. 14.00 Ósk Þórhallsdóttir, Garða- braut 65, Garði, verður jarðsungin frá Útskálakirkju. 14.00 Ragnar Eyjólfsson, Tómars- arhaga 44, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Eyvindarhólakirkju, Vikan var nú hálf leiðinleg aðýmsu leyti,“ segir Gísli Ein- arsson ritstjóri Skessuhorns í Borgarnesi og frétta- og dag- skrárgerðarmaður hjá RÚV og vísar þar fyrst og fremst til þess að hann lagðist veikur um vikuna miðja. Hann náði því ekki að fer- ðast út og suður eins og oft áður. „Á mánudaginn sinnti ég ýmsum sértækum verkefnum. Bæði skipulagði ég skemmtiferð um Borgarfjörðinn fyrir fulltrúa nor- rænu sjónvarpsstöðvanna sem hingað koma í júní og útbjó ferða- bækling fyrir hjúkrunarfræðinga frá Akranesi sem ætla til Dan- merkur í haust. Í ofanálag vann ég vikulegt innslag í Dægurmála- útvarpið á Rás 2. Þriðjudagurinn fór svo í ritstjórn og skrif í hið gagnmerka héraðsfréttablað Skessuhorn sem var troðfullt að vanda af fréttum og vísdómi af Vesturlandi. Eins og vanalega var ég að fram undir miðnætti.“ Á miðvikudaginn hallaði svo á ógæfuhliðina þegar Gísli kenndi sér krankleika og lagðist í rúmið. „Ég notaði þó tímann og las þá ágætu bók Da Vinci lykilinn eftir Dan Brown og hafði gaman af. Ég reis úr rekkju á fimmtudaginn og skellti mér á völlinn á Akranesi en frammistaða minna manna, Skagamanna, var með þeim hætti að mér brast heilsan á ný og ég kom ekki meiru í verk þann dag- inn.“ Föstudeginum varði Gísli svo við klippingu á þættinum sín- um Út og suður. ■ VIKAN SEM VAR GÍSLI EINARSSON ■ Las, vann og veiktist í vikunni. GÍSLI EINARSSON RITSTJÓRI „Frammistaða minna manna, Skaga- manna, var með þeim hætti að mér brast heilsan á ný.“ Las Da Vinci lykilinn lasinn í bólinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.