Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 24
hægt að vita allt sem skiptir máli,“ segir hann. Bandaríkin og Evrópa í takt Andri nefnir að í Bandaríkjun- um hafi heimildir til samkeyrslu gagnagrunna verið auknar til mikilla muna á síðustu árum. „Bandaríska þingið samþykkti svokölluð Patriot-lög sem gefa yf- irvöldum mjög rúmar heimildir til innrásar í einkalíf fólks og mörg önnur ríki tóku svipuð skref í kjölfarið,“ segir hann. Hann seg- ir að Evrópusambandið hafi ekki verið eftirbátur Bandaríkjaþings. „Þar voru samþykkt lög sem heimila aðildarríkjum að skylda netþjónustufyrirtæki til að halda eftir gögnum um netnotkun við- skiptavina sinna,“ segir hann. Hleranir á Íslandi Á síðustu vikum hefur töluverð umræða skapast hérlendis vegna lagafrumvarps dómsmálaráð- herra um meðferð opinberra mála. Í frumvarpi dómsmálaráð- herra er lagt til að lögreglu verði gefin heimild til þess að hefja símahleranir án þess að fá úr- skurð dómara. Meirihluti allsherj- arnefndar Alþingis hefur lagt fram álit sitt á lögunum og tillög- ur um breytingar á þeim. Þar er lagt til að það skref verið ekki stigið að heimila lögreglu að hefja símahlerun án undangengins dómsúrskurðar. Í greinargerð dómsmálaráð- herra með upprunalegu frum- varpi segir að „reynsla undanfar- inna ára og ný tækni í fjarskiptum með símum án beintenginga hefur leitt til fleiri símhlustana en áður. Þá hafa tíð skipti á símum og númerum hjá þeim sem sæta hlustun orðið til þess að réttar- spjöll hafa orðið.“ Dópsalar hleraðir Símahleranir á Íslandi munu fyrst og fremst vera notaðar þeg- ar grunur vaknar um að einstak- lingar stundi brot á fíkniefnalög- um. Núgildandi lög um símahler- anir eru hins vegar hamlandi í rannsóknum slíkra mála meðal annars af þeirri ástæðu að dómari getur einungis heimilað hlerun á samskiptum sem fara í gegnum tiltekin símanúmer. Breytingarn- ar sem nú eru lagðar til fela í sér að í stað þessa geti dómari veitt lögreglu heim- ild til að h l e r a s í m a sem er í „eigu eða umráðum til- greinds manns“. Með þessu er brugðist við þeim tæknibreyting- um sem orðið hafa á síðustu árum og gera mönnum kleift að skipta oft um símanúmer, til dæmis í gsm-símum. Það er þekkt aðferð fíkniefnasala, og annarra sem hafa grun um að símtöl þeirra séu hleruð, að henda einfaldlega sím- tækjum eftir notkun - og eins geta menn með auðveldum hætti orðið sér út um ný símanúmer með því að notast við svokallaða frelsis- þjónustu símafyrirtækjanna. Meira um símagögn en hleranir Í skýrslu dómsmálaráðuneytis- ins frá apríl 1999 er fjallað um „óhefðbundnar rannsóknarað- ferðir“ og er þar að finna yfirlit frá árunum 1995-1998 um notkun þeirra úrræða. Í svari dómsmála- ráðherra við fyrirspurn Svavars Gestssonar frá því í janúar 1996 fást einnig upplýsingar um þróun í fjölda símahlerana samkvæmt dómsúrskurði frá árinu 1992. Í svarinu við fyrirspurn Svav- ars kemur fram að árið 1992 heimiluðu dómstólar í þrígang að símanúmer væru hleruð. Í skýrsl- unni frá 1999 kemur fram að árið 1998 voru slíkar heimildir veittar jafnoft. Þar kemur einnig fram að í langflestum tilvikum óskar lög- regla aðeins eftir heimild til þess að nálgast upplýsingar um sím- notkun grunaðra einstaklinga en ekki eftir því að fá að hlusta á símtöl þeirra. Hægt að fylgjast með öllu „Ef við lítum svartsýnum aug- um á þróun mála þá er ástandið í raun þannig fyrir okkur flest að hægt er að vita hvar við borðum, kaupum í matinn, hvar við skemmtum okkur, hvort við för- um í bíó og hvenær, hvort við not- um lyf eða hittum lækna og svo fram eftir götunum með því að fylgjast með greiðslukortum. Það er hægt að fletta því upp mörg ár aftur í tímann hvað við leigjum á myndbandaleigum og hvaða bæk- ur við tökum á bókasafni. Það er hægt að sjá við hverja við tölum í símann og hversu lengi með því að skoða gögn frá símafyrirtækj- um. Eftirlitsmyndavélar lögreglu geta fylgst með því hvar við erum og nú er verið að þróa hugbúnað sem þekkir fólk í sundur á slíkum myndum þannig að hægt yrði að „fletta mönnum upp“. Með lág- markstölvuþekkingu er líka hægt að sjá hverjum við sendum tölvu- póst, hvaða netsíður við skoðum og svo fram eftir götunum,“ segir Andri. Persónuvernd aldrei mikil- vægari Sökum þess hversu gríðarlega miklir möguleikar eru á því að fylgjast með fólki segir Andri að persónuverndarsjónarmið séu mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr. „Ef við erum ennþá með svartsýnu gleraugun þá er augljóst að núna eru möguleikarnir til að stjórna samfélagi með alræðis- valdi sennilega meiri en nokkru sinni fyrr. Þess vegna eru öll skref í átt til minni persónuverndar hættuleg. Það verður alltaf að gera ráð fyrir því þegar vald hins opin- bera yfir borgurunum er aukið að hugsanlega kunni einhverjir vald- hafar í framtíðinni að misnota það. Það er því góð meginregla í þess- um efnum að gera ráð fyrir hinu versta jafnvel þótt maður leyfi sér að vona það besta,“ segir hann. thkjart@frettabladid.is LAUGARDAGUR 22. maí 2004 23 DSC-P73/S 4.1 milljón pixlar PictBridge (USB Direct Print) MPEG Movie VX með hljóði 3.299 krónur í 12 mánuði* eða 39.588 krónur Flestir velja Sony myndavélar** DSC-T1 stafræn Cybershot myndavél frá Sony. Myndavélin er með nýrri innbyggðri Carl Zeiss “ Vario-Tessar”linsu sem er með 3x aðdrátt(optical). Hún er ótrúlega nett, einungis 60 mm. á hæð og 21 mm. á breidd. Hleðsla og tenging við tölvu er leikur einn með hleðslustöðinni sem fylgir. 5.0 milljón pixlar 2.5” hágæða litaskjár Memory Stick Pro Duo 5.799 krónur í 12 mánuði* eða 69.588 krónur DSC-P93 5.1 milljón pixlar PictBridge (USB Direct Print) MPEG Movie VX með hljóði 3.799 krónur í 12 mánuði* eða 45.588 krónur *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. **Samkvæmt nýrri skýrslu er talið að 100 milljónir stafrænna myndavéla seljist árið 2008. Í fyrra seldust 47.9 milljónir slíkra myndavéla en að mati greiningarfyrirtækisins IDC má reikna með að 68.6 milljónir stafrænna myndavéla seljist á þessu ári. Í fyrra nam aukningin milli ára 71%. Af einstökum framleiðendum er Sony með mestu markaðshlutdeildina, 18%, Canon í 2. sæti með 16% og Olympus og Kodak í næstu sætum. NýttNýtt Opið um helgina!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.