Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 49
36 22. maí 2004 LAUGARDAGUR Hér í New York er hipphopp svo mikilvægur þáttur í lífi fólks,“ segir hin 23 ára Ragna Kjartans- dóttir, betur þekkt sem Cell 7, rapparinn smái og knái. Ragna hefur búið í Bandaríkjunum undanfarin ár þar sem hún hefur lært hljóðupptökur og elt hipphoppið á röndum. „Ég hef þrætt hverja einustu tónleika sem borgin hefur boðið upp á síðan ég kom. Það er svo mikinn innblástur að sækja og ég hef lært svo ótrúlega margt.“ Og nú styttist í að að íslenskir rappunendur fái að njóta þess því í sumar er Ragna á leið heim til að leggja loka hönd á fyrstu sólóplötu sína og halda tónleika. Hún er heltekin af hipphoppi og hitti loks sína líka þegar hún lét verða af því að flytja til Banda- ríkjanna. „Ég hef aldrei upplifað eins heillandi menningu og hip- phoppið. Hér kynntist ég þrítugu fólki sem hefur lifað með hipphoppinu alla ævi. Þá er skrýtið að koma heim þar sem meðalaldur fólks sem á tónlist- ina hlustar er sautján ára.“ Ragna byrjaði sjálf að rappa að- eins fimmtán ára gömul og öðl- aðist síðar miklar vinsældir með hljómsveitinni Subterranean. Sveitin sendi frá sér plötuna Central Magnetizm áður en hún hætti og gekk til liðs við fleiri rappara. Þá varð til The Faculty og önnur breiðskífa, The Select- ed Works of the Faculty, var mat- reidd. Auk þess lagði Ragna Aríu lið við gerð plötu hennar, Haze. Enginn tískuþræll „Fyrir mér var hipphopp eitt- hvað nýtt og öflugt sem ég vildi taka þátt í. Í upphafi gerði ég mér ekki grein fyrir að ég gæti rappað. Þegar ég komst að því fór ég að taka tónlistina mjög al- varlega og sökkti mér í hana. Smám saman varð ég áhugasam- ari um hljóðupptöku og útsetn- ingu. Eftir Menntaskólann í Hamrahlíð fór ég að leita mér að spennandi háskólanámi og rakst á draumaskólann í New York.“ Five Towns College á Long Is- land er háskóli sem býður upp á fjölbreyttar námsleiðir. „Hljóð- upptökudeildin var nýinnréttuð með græjum fyrir tvær milljón- ir dollara þegar ég hóf nám og að mér fannst, flottasti skólinn á þessu sviði. Aðbúnaðurinn var ekki frábrugðinn starfandi hljóðverum sem notuð eru af at- vinnumönnum á Manhattan.“ Í náminu var hún eina stelpan líkt og svo oft áður. „Ég er yfir- leitt alltaf eini kvenmaðurinn í því sem ég er að fást við.“ Ragna er upptekin af því að vera samkvæm sjálfri sér og bugast ekki undan tískustraum- um og stöðluðum formum. „Það er mikilvægt að láta ekki staðl- aðar kvenímyndir hafa áhrif sig. Mér finnst oft mikil pressa á íslenskar stelpur að fylgja tískunni og ekki alltaf jafn auðvelt að skera sig úr með því að vera maður sjálfur.” Hún seg- ir þetta reyndar eiga við alls- staðar. „Slæmu hliðar hipphopp- bransans eru augljósar. Mark- aðsvæðingin er að kaffæra al- vöru tónlist og tónlistarfólki. Efnishyggjan er orðin alltof mikil og það skiptir máli að láta ekki markaðsöflin ná tökunum.“ Vann launalaust í hálft ár Að háskólanum loknum komst Ragna í vinnu hjá Chung King Studios, sem er eitt af stærstu stúdíóum New York borgar. Þar hafa meðal annars Aretha Franklin, Bob Marley, Lauren Hill og Eminem tekið upp tónlist sína en listinn yfir stórstjörnur sem þar hafa unnið er ótæmandi. Á meðan Ragna vann í stúdíóinu komu Foxy Brown, Timberland og Talib Kweli í upptökur. „Mér fannst mjög súrrealískt að vinna í kringum allt fræga fólkið. Þetta er ekki endilega al- mennilegasta fólk sem ég hef kynnst. Foxy Brown öskraði á allt sem hreyfðist. Þegar hún var hjá Chung King úthúðaði hún Lil’Kim í útvarpsviðtali og í kjöl- farið heimtaði hún að allt öryggi í stúdíóinu yrði hert og öllum tímalásum breytt.“ Á vinnustaðnum var fíkni- efnaneysla algeng en Ragna lét það ekki slá sig út af laginu. „Ég þarf ekkert á þessu að halda og á nóg með sjálfa mig þó ég bæti ekki fíkniefnum í spilið.“ Ýmis- legt varð til þess að mælirinn fylltist hjá Rögnu. „Venjan er að ungt fólk vinni frítt í slíkum stúdíóum í skamman tíma áður en það fær ráðningu. Þannig var það þó ekki í Chung King. Ég var aðeins álitin starfskraftur sem hægt væri að skipta út á auga- bragði. Í hálft ár vann ég sjötíu tíma á viku, launalaust og stund- um voru vaktirnar 24 tíma lang- ar. Á endanum gat ég ekki meira og þurfti að fara að vinna fyrir leigunni. Það er svo dýrt að búa hérna í New York. Nú vinn ég hjá litlu djass- og blúsútgáfufyr- irtæki,“ segir hún og virðist ánægð með að hafa tekið þá ákvörðun. „Samkeppnin í borg- inni er eiturhörð og verst bitnar hún á fólki sem er að gera já- kvæða og áhrifamikla tónlist. Skotbardagi í bakgarðinum! „Brooklyn er yndislegur staður og skemmtilegt samfélag að mörgu leyti. Fólk er vingjarnlegt og fjölskyldurnar mjög samheldn- ar. Hins vegar eru glæpir mjög al- gengir og fyrir fáeinum dögum var skotbardagi hérna í bakgarð- inum hjá mér. Þetta er allt partur af því að búa í stórborg og ég er ekki hrædd við það.“ Ragna hefur komið sér upp stúdíói heima hjá sér þar sem hún ver miklum tíma og hefur soðið saman efnið á væntanlega plötu sína. Hún segist helst vilja gera allt sjálf og fara sínar eigin leiðir. „Ég er að undirbúa tónleikana mína í haust. Vonandi er fólk opið og tilbúið til að sjá eitthvað nýtt. Stíllinn hefur breyst mikið hjá mér frá því ég kom síðast fram á Íslandi og ég hlakka til að koma fólki á óvart. Orðaforðinn hefur aukist hjá mér og ég hef sótt mik- inn innblástur. Tónlistin sem ég hef verið að semja er bæði hörð og mjúk en fyrst og fremst ástríðufull.“ Finnur fyrir upprunanum Ragna er fædd og uppalin á Íslandi en hörundslitinn fékk hún frá Filippseyjum. „Pabbi minn er íslenskur en mamma er frá Filippseyjum. Hún hefur átt mikinn þátt í að hjálpa filippísku fólki til Íslands. Hún er forseti í Filippínska-íslenska félaginu og svo reka foreldrar mínir versl- unina Filippseyjar á horni Bar- onstígs og Hverfisgötu. Ég upp- lifi mig sem Íslending þó ég finni sterkt fyrir rótum mínum. Hér í Brooklyn hafa sumir ávarpað mig á filippísku að fyrra bragði og séð strax hvaðan ég er ættuð.“ Ragna er sannfærð um að hún eigi heima í New York. „Mér finnst ég tilheyra þessari borg. Nú er ég að reyna að fá lista- mannadvalarleyfi í Bandaríkjun- um því dvalarleyfið mitt er að renna út.“ Þóra Tómasdóttir Rapparinn Ragna Kjartansdóttir hefur búið og starfað í New York undanfarin ár en er nú á leið til Íslands með sólóplötu í farteskinu. Tilheyri þessari borg Það er mikilvægt að taka ekki þátt í keppninni um staðlaðar kvenímyndir og gerast ekki tískuþræll. Mér finnst ríkj- andi viðhorf á Íslandi að stelpur þurfi alltaf að fylgja nýjustu tísku og megi ekki skera sig úr með því að vera þær sjálfar. ,, RAGNA Í HNOTSKURN Fædd: 10. júní 1980. Ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur. Nám: Útskrifaðist úr Mennta- skólanum við Hamrahlíð, lærði hljóðupptökur og útsetningar í Five Towns College, New York. Tónlistarferill: Var meðlimur í rapphljómsveitunum Subterra- nean og The Faculty. Rappaði inn á plöturnar Central Magnetizm, The selected works of the Faculty og Haze. Stefnir á að gefa út sína fyrstu sóló- plötu í lok árs. Hvað er í geislaspilaranum þessa dagana? Soul Survivor 2 með Pete Rock. Ragna lætur skotbardaga í bakgarði sínum ekki á sig fá og unir sér hvergi betur en heima í stúdíóinu. Þar hefur hún soðið saman efni sem væntanlegt er á sólóplötu í lok árs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.