Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 53
40 22. maí 2004 LAUGARDAGUR FIFA Í HEILA ÖLD Frakkar og Brasilíumenn léku í París í til- efni af aldarafmæli FIFA. Í fyrri hálfleik klæddust liðin búningum með gömlu sniði. FÓTBOLTI Vanmetum ekki Millwall Ryan Giggs segir að leikmenn United verði að leika vel og þeir geri sér fulla grein fyrir því að úrslitaleikurinn gegn Millwall verði erfiður. FÓTBOLTI Manchester United og Millwall mætast í dag 123. úrslita- leiknum í ensku bikarkeppninni. Millwall leikur til úrslita í fyrsta sinn en United hefur sigrað tíu sinnum í keppninni, oftar en nokk- uð annað félag. Ekki er ljóst hvort Dennis Wise, framkvæmdastjóri Millwall verður leikfær í dag og forráða- menn félagsins neita alfarið að gefa nokkuð upp um það. „Alex kemst að því þegar hann sér leik- skýrsluna,“ sagði talsmaður Millwall. „Við erum ekki öruggir en erum vongóðir. En hver sem staða Dennis er þá gefum við ekk- ert upp því við viljum ekki að Ferguson viti af henni.“ Wise varð bikarmeistari með Wimbledon árið 1988 og Chelsea árin 1997 og 2000. Hann gæti orð- ið sá fyrsti sem verður bikar- meistari með þremur félögum. Sigurmöguleikar Wimbledon gegn Liverpool í úrslitaleiknum árið 1988 þóttu litlir en sigur- möguleikar Millwall á United virðist ennþá minni eins og Ray Wilkins, aðstoðarframkvæmda- stjóri Millwall, bendir á. „Eins og úrvalsdeildin hefur þróast er mik- ill munur á henni og 1. deildinni og munurinn eykst ár frá ári,“ sagði Wilkins sem var í sigurliði Manchester United árið 1983. „Ég held að líkurnar á óvæntum úrslit- um séu minni núna en þau eru ekki útilokuð.“ Hann gælir þó enn við að sigurlíkurnar séu fyrir hendi. „Hver veit hvað gerist ef við erum skipulagðir og nýtum tækifærið sem við þurfum. En ég held að líkurnar á óvæntum úrslit- um minnki stöðugt.“ „Enginn átti von á að Millwall kæmist í úrslitin en við munum ekki vanmeta þá,“ sagði Ryan Giggs, sem hefur fjórum sinnum orðið bikarmeistari með Manchester United. „Dennis Wise hefur gert kraftaverk frá því hann tók við stjórn Millwall. Þeim gekk vel þar til þeir sigruðu í undanúrslitunum en þá fataðist þeim flugið og það er skiljanlegt í þessum kringumstæðum. Þetta er stórkostlegt tækifæri fyrir þá og við gerum okkur fulla grein fyrir því hversu erfitt þetta verður. Við verðum að leika jafn vel og við gerðum gegn Aston Villa um síð- ustu helgi. Ef við gerum það ekki þá bíður okkar óskemmtilegur leikur.“ Milwall og United hafa aðeins mæst þrettán sinnum, þar af einu sinni í bikarkeppninni. United vann 1-0 í 3. umferð árið 1953 með marki Stan Pearson. Vorið 1934 mættust félögin í örlagaríkum fallbaráttuleik í lokumferð gömlu 2. deildarinnar. United var í næst neðsta sæti, stigi á eftir Millwall, og varð vinna til þess að sleppa við fall í 3. deild. United vann 2-0 með mörkum Cape og Manley en Millwall féll í 3. deildina. ■ WALTER SAMUEL Með viðurnefnið „veggurinn“ og það ekki að ósekju. Heldur til Spánar og spilar með Real Madrid. Sést hér í harðri baráttu við Adriano hinn brasilíska sem leikur með Inter. Real Madrid styrkir leikmannahóp sinn: Walter Samuel á Bernabeau FÓTBOLTI Argentínski varnarmað- urinn, Walter Samuel, verður í herbúðum Real Madrid næstu fimm árin en samningur þar að lútandi liggur á borðinu. Real Ma- drid mun greiða Róma rétt tæpar 17 milljónir punda fyrir Samuel sem án efa er einn allra öflugasti varnarmaður heims. Samuel, sem nældi sér í viðurnefnið „Veggur- inn“ hjá Róma, sem segir ýmis- legt um styrk hans, hóf feril sinn í Argentínu hjá Newell’s Old Boys en fór þaðan til stórliðsins Boca Junior. Hann kom til Rómar árið 2000 og síðan hefur orðspor hans farið vaxandi og mörg stórlið hafa boðið í hann. Nú, sökum fjárhags- vandræða fyrst og fremst, hefur Roma, sem varð Ítalíumeistari árið 2001, neyðst til að selja Samuel og þarf væntanlega að selja fleiri leikmenn á næstunni. Með þessum kaupum er Real Ma- drid að reyna að styrkja vörn sína sem hefur verið með eindæmum slök í vetur og verið helsta ástæða þess að liðið kemur titlalaust und- an vetri í fyrsta sinn í fimm ár. Líklegt er talið að Real Madrid láti hér ekki staðar numið í leik- mannakaupum og að venju eru margir leikmenn orðaðir við liðið. Þar á meðal þeir Francesco Totti og Emerson, leikmenn Róma, og kannski þeir fylgi í kjölfar félaga síns og haldi til Madrídar. ■ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 19 20 21 22 23 24 25 Laugardagur MAÍ Opið laugardaga og sunnudaga frá 10-16 Dalvegi 6-8 · Kópavogi · Sími 535 3515 www.kraftvelaleigan.is Frír flutningur á smávélum um helgar Við komum með vélina á staðinn og sækjum hana eftir notkun. Gildir fyrir smávélar og lyftur að 6.0 tonnum, á Stór-Reykjavíkursvæðinu. ■ ■ LEIKIR  17.00 Fylkir og FH leika á Fylkis- velli í Landsbankadeild karla í fót- bolta. ■ ■ SJÓNVARP  11.50 Formúla 1 á RÚV. Bein útsending frá tímatöku fyrir kappaksturinn í Mónakó.  12.00 Enski boltinn á Sýn. Í þætt- inum verður fjallað um óvænt úrslit í ensku bikarkeppninni.  13.00 Enski boltinn á Sýn. Bein útsending frá bikarúrslitaleik Manchester United og Millwall.  13.25 Þýski fótboltinn á RÚV. Bein útsending frá leik í lokaum- ferð þýsku úrvalsdeildarinnar.  13.50 Enski boltinn á Stöð 2. Bein útsending frá leik Manchester United og Millwall í úrslitum bik- arkeppninnar.  15.20 Saga EM í fótbolta á RÚV. 7. þáttur.  15.50 Saga EM í fótbolta á RÚV. 8. þáttur.  16.20 Saga Indy-kappakstursins á Sýn.  17.20 Aldarafmæli FIFA á RÚV.  17.20 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  18.00 Trans World Sport á Sýn.  19.00 Fákar á Sýn. Þáttur sem fjallar um allar hliðar hesta- mennskunnar.  19.25 Bandaríska mótaröðin á Sýn.  19.50 Spænski boltinn á Sýn. Út- sending frá leik Real Madrid og Barcelona sem fram fór 25. apríl síðastliðinn.  22.00 Hnefaleikar á Sýn. Útsend- ing frá hnefaleikakeppni í Los Angeles. Á meðal þeirra sem mættust voru Vitali Klitschko og Corrie Sanders.  00.00 Hnefaleikar á Sýn. Útsend- ing frá hnefaleikakeppni í Kali- forníu. Á meðal þeirra sem mætt- ust voru Floyd Mayweather Jr. og Victoriano Sosa.  01.00 Hnefaleikar á Sýn. Bein út- sending frá hnefaleikakeppni í Atlantic City. Á meðal þeirra sem mætast eru veltivigtarkapparnir Floyd Mayweather Jr. og DeMarcus Corley. FÓTBOLTI Talið er víst að Alan Smith, leikmaður Leeds United, gangi til liðs við Manchester United á allra næstu dögum. Fullvíst þykir að Leeds United hafi samþykkt átta milljóna punda tilboð í Smith og núna eigi aðeins eftir að semja við hann um laun og annað þess háttar. Vitað var að Alan Smith vildi helst af öllu fara til Manchester United en þó hefur umboðsmaður hans, Alex hinn svarti, neitað að staðfesta þetta. Samningaviðræður hafa ver- ið í gangi undanfarna daga á milli félaganna og tilboð Everton í Smith í fyrradag breytti þar engu um því Smith mun víst ekki hafa þótt það félag vera mjög fýsilegur kostur. Það eina sem væntanlega hefur gerst í kjölfar tilboðs Everton er að Leeds hefur getað hækkað verðmið- ann á Smith og veitir þeim víst ekki af pundunum, greyjunum. ■ LEIÐ MANCHESTER UNITED Í ÚRSLITIN 3. umferð Aston Villla ú 2-1 Paul Scholes 2 4. umferð Northampton ú 3-0 Mikael Silvestre, Chris Hargreaves (sm), Diego Forlan 5. umferð Man. City h 4-2 Paul Scholes, Ruud van Nistelrooy 2, Cristiano Ronaldo 6. umferð Fulham h 2-1 Ruud van Nistelrooy 2 Undanúrslit Arsenal - 1-0 Paul Scholes Mörkin (12): Ruud van Nistelrooy 4, Paul Scholes 4, Diego Forlan, Cristiano Ron- aldo, Mikael Silvestre - eitt sjálfsmark mótherja. LEIÐ MILLWALL Í ÚRSLITIN 3. umferð Walsall h 2-1 Kevin Braniff, Tim Cahill 4. umferð Telford ú 2-0 Paul Ifill, Dennis Wise 5. umferð Burnley h 1-0 Danny Dichio 6. umferð Tranmere h 0-0 6. umferð Tranmere ú 2-1 Tim Cahill, Neil Harris Undanúrslit Sunderland - 1-0 Tim Cahill Mörkin (8): Tim Cahill 3, Kevin Braniff, Danny Dichio, Paul Ifill, Neil Harris, Denn- is Wise. DENNIS WISE Var í sigurliðum Wimbledon og Chelsea. Hann gæti orðið sá fyrsti sem verður bikarmeistari með þremur félögum. BLESS, BLESS Alan Smith, leikmaður Leeds, er nánast örugglega á leiðinni til Manchester United. Alan Smith á leiðinni frá Leeds: Breytist í rauðan djöfulFylkir og FH leika áFylkisvelli í Lands- bankadeild karla í dag. Fylkismenn hafa sigraði í síðustu fjórum deildarleikjum fé- laganna. Árið 2002 sigruðu Fylkis- menn 3-0 á frjálsíþróttavellinum í Kaplakrika og 2-1 í Árbænum. Í fyrra sigraði Fylkir 3-0 á heima- velli og 2-1 í Kaplakrika. Björn Viðar Ásbjörnsson hefur reynst markheppinn í leikjunum gegn FH. Hann hefur skorað þrisvar fyrir Fylki, Sævar Þór Gíslason hefur skorað tvö mörk og Finnur Kolbeinsson, Gunnar Þór Pétursson, Haukur Ingi Guðnason, Ólafur Ingi Skúlason og Sverrir Sverrisson eitt mark hver. Jón Þorgrímur Stefánsson og Jónas Grani Garðarsson skor- uðu mörk FH í leikjunum fjórum. ■ TALA DAGSINS 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.