Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 57
Fjörutíu ár eru liðin síðanSkýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar keyptu hingað til lands fyrstu tölvuna. Tölvan var af gerðinni IBM 1401 og hafði aðeins minni upp á 4K þótt heilan sal þyrfti undir hana. „Pabbi minn, sem vann hjá IBM á Íslandi, var að dunda sér við það eftir vinnu ásamt vinnufélögum sínum að forrita tónlist fyrir þessa tölvu,“ segir Jóhann Jóhannsson tónlistarmaður, sem hefur samið tónverk í kringum upptökur föður síns á stefjum sem samin voru fyr- ir þessa fornu tölvu. „Tölvan var ekkert ætluð til þess að flytja tónlist, en þeir fundu leið til þess með því að setja útvarp við hliðina á tölvunni og þannig tókst þeim að pikka upp rafsegulbylgjur sem tölvan sendi frá sér. Þeir fundu síðan aðferð til þess að módúlera þessar bylgjur og búa til tónlist úr þeim.“ Árið 1971 var þessi tölva orðin úrelt og tekin úr sambandi. Starfs- mennirnir héldu litla kveðjuathöfn við það tækifæri, þar sem flutt voru ávörp og leikin tónlist sem samin hafði verið fyrir tölvuna. „Þetta var allt saman tekið upp og þegar ég hlustaði á þetta 30 árum síðar hljómaði þetta eins og útför þessarar tölvu. Þetta var hjartnæm stund og varð kveikjan að þessu verki mínu. Ég nota búta úr þessum melódíum og læt tölvu- hljóðin kallast á við tónlist sem ég sem fyrir strengjakvartett og hammondorgel. Þarna kallast á andstæðir pólar þar sem tölvan er köld og vélræn á móti mjög ex- pressívum strengjum.“ Erna Ómarsdóttir dansari hef- ur síðan samið dans við þessa tón- list Jóhanns og kallar þau dans- og tónlistarverk sitt sameiginlega IBM 1401, notendahandbók. Þetta verk verður flutt í Borg- arleikhúsinu í kvöld ásamt öðru dans- og tónlistarverki, sem heitir Glóð og er eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur dansara, Birtu Guðjónsdóttur myndlistarkonu og Kristínu Björk Kristjánsdóttur tónlistarkonu. Þau Jóhann og Kristín Björk eru meðal stofnenda og helstu driffjaðra Tilraunaeldhússins, en þær Erna og Margrét Sara hafa báðar náð langt í dansheiminum í Evrópu. ■ 44 22. maí 2004 LAUGARDAGUR Styrktarfélag Samhjálpar efnir tiltónleika í Fíladelfíu í dag. Fjöl- margir kunnir tónlistarmenn koma fram, þeirra á meðal: Rúnar Júlíus- son, Eyjólfur Kristjánsson, Dóri Braga úr Vinum Dóra, hljómsveitin Stoneslinger og þau Guðrún Gunn- arsdóttir og Valgeir Skagfjörð. Að sögn Vilhjálms Svan, for- manns styrktarfélagsins, er markmiðið með tónleikunum að efla og styrkja ýmsa þætti Sam- hjálpar. Mun peningurinn sem safnast meðal annars renna til viðgerða á eldri hluta meðferðar- heimilsins í Hlaðgerðarkoti. „Félagið hefur séð um útgáfu á kristinlegu lesefni og geisladisk- um,“ segir Vilhálmur. „Við stefn- um að því að hafa happdrætti á landsvísu í byrjun september og síðan sjáum við um sölu á merkj- um Samhjálpar fyrir áramótin.“ Í framtíðarsýn Samhjálpar er bygging nýs húsnæðis. Ekki er þó víst hvenær af því geti orðið enda hafa samtökin ekki úr miklum pening að moða. Vilhjálmur segir að með nýju húsnæði skapist auk- ið rými fyrir félagsstarf samtak- anna auk þess sem þeir sem komi í eftirmeðferð fái viðunandi pláss. Tónleikarnir í Fíladelfíu hefj- ast klukkan 17 og er miðaverð 2000 krónur. Þess má geta að allir listamennirnir sem koma fram gefa vinnu sína og mun öll inn- koman því renna beint til styrktar og eflingar á starfi Samhjálpar. ■ Tónleikar til styrktar Samhjálp HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 19 20 21 22 23 24 25 Laugardagur MAÍ Flottir tímar nýjar vörur Kringlunni s. 533 1730www.ntc.is FCUK Privat label Dico Traffic People Custo DKNY Jeans Virgin Lee Wrangler Júníform Converse Tónlistartorg Listahátíðar í Kringlunni Dagskrá í dag kl. 14 Mozart, hver er það? Bergþór Pálsson, Nína Margrét Grímsdóttir og Áshildur Haraldsdóttir. ■ ■ LISTOPNANIR  15.00 Sýningin Lýðveldið Ísland verður opnuð í nýjum sal í Þrúðvangi, Álafosskvosinni í Mosfellsbæ. Að sýning- unni standa Anna Jóa, Bryndís Jóns- dóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hlíf Ásgrímsdótttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirsdóttir. Verkin á sýning- unni eru öll unnin í tilefni 60 ára afmæl- is lýðveldisins. Á opnunardaginn verður framinn gjörningur og boðið verður upp á veitingar.  15.00 Sigurður Þórir opnar sýn- ingu á nýjum olíumálverkum í kjallara Norræna hússins. VILHJÁLMUR SVAN Vonast eftir góðri þátttöku almennings í Fíladelfíu í dag. ■ DANS ■ TÓNLIST Semur við tónlist úr fyrstu tölvu landsins ERNA DANSAR VIÐ TÖLVUHLJÓÐIN IBM 1401, notendahandbók og Glóð nefnast dans- og tónlistarverk sem flutt verða í Borgarleikhúsinu á Listahátíð í kvöld klukkan átta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.