Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 62
LAUGARDAGUR 22. maí 2004 49 Innritun í tónlistarskóla í Reykjavík Nýtt miðlægt innritunarkerfi fyrir alla tónlistarskóla í Reykjavík verður tekið í notkun 25. maí næstkomandi. Til þess að skráningarkerfið virki strax að fullu, er óskað eftir því, að allar umsóknir nemenda fyrir næsta skólaár verði staðfestar með rafrænum hætti. Umsækjendur um tónlistarskóla (eldri en 18 ára) eða forráðamenn þurfa að fara inn á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, www.grunnskolar.is, eða Reykjavíkur- borgar, www.reykjavik.is. Smellið þar á merkið Rafræn Reykjavík og fylgið þeim leiðbeiningum sem þar eru. Sækja þarf um þjónustugátt (mínar síður) hjá Reykjavíkurborg og verður þar hægt að sækja um tónlistarskóla og fylgjast með stöðu umsóknar. Einnig eru þar upplýsingar um tónlistarskóla. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta fengið aðstoð í viðkomandi tónlistarskóla eða hjá Atla Guðlaugssyni ráðgjafa í tónlistarfræðslu á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, sími 535 5000. www.grunnskolar.is www.reykjavik.is Mozart, hver er það? 14.00 Kringlan Körper 14.00 Borgarleikhúsið - stóra svið Olga Borodina 17.00 Háskólabíó IBM og Glóð 20.00 Borgarleik- húsið - nýja svið Djassdans 21.00 Nasa Francesco Clemente og Roni Horn 15.00 Kjarvalsstaðir 1 2 3 4 5 6 2 3 65 1 4 Það hefur verið af nógu að taka í menningu og listum síðustu viku eða frá því að Listahátíð í Reykjavík var sett. Meiri list á laugardegi Hugmyndin er að skapa and-rúmsloft eins og gengur og gerist á götum erlendis og vinna þannig gegn fordómum með gleði og sýnileika,“ segir Sigríður Birna Valsdóttir, en hún starfar með hópi ungs fólks af erlendum uppruna í Hinu húsinu. Hópurinn kallast Brú milli menningarheima og hefur unnið að því með Heims- þorpi og fleiri samtökum að skapa sannkallaða karnivalstemningu í miðbænum í dag. „Við verðum með alla vega fjöllistarfólk og afrískan trommuleik svo fátt eitt sé nefnt. Svo hefur Soni, félag nýrra Íslendinga, séð til þess að hægt verður að smakka á mat frá ýmsum löndum.“ Heimskarfan er hluti af karni- valstemningunni. „Þetta er í raun- inni alþjóðleg ljósmyndasýning sem við viljum að vegfarendur taki þátt í. Við stillum upp stórri körfu á torginu og við viljum hvetja fólk til að grípa með sér ljósmyndir að heiman frá heima- landi sínu eða frá ferðum sínum til útlanda. Svo geta gestir og gangandi rótað í körfunni og skoð- að myndir alls staðar að úr heim- inum. Karnivalið endar svo með rokktónleikum klukkan fjögur í dag. „Þar verða hljómsveitirnar Lada sport, Bob, Isidor og Lokbrá. Þetta verða tónleikar sem styðja fjölmenningu og lýsa frati á for- dóma. Ekta karnivalstemning myndast að sjálfsögðu með fólk- inu sem mætir á svæðið og vonumst við því til að sjá sem flesta í miðbænum í dag.“ ■ ALLIR Í MIÐBÆINN Það verður líf og fjör á Lækjartorgi í dag. KARNIVAL BRÚ MILLI MENNINGARHEIMA ■ Brú milli menningarheima, Heims- þorp og Soni eru meðal þeirra sem standa fyrir alþjóðlegri karnivalstemningu á Lækjartorgi í dag. Fólk er hvatt til að streyma í miðbæinn með ljósmyndir í farteskinu og njóta framandi menningar. Karnivalstemning í miðbænum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.