Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.05.2004, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 23.05.2004, Qupperneq 1
▲ Laskaðir boltamenn SÍÐUR 12 & 13 Undarlegar uppeldisaðferðir MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 30 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 28 Sjónvarp 32 SUNNUDAGUR KANTÖTUR Í KIRKJUNNI Þátttak- endur í námskeiði í kór- og hljómsveitar- stjórn, sem Tónskóli þjóðkirkjunnar hefur staðið fyrir undanfarið, stjórna flutningi á tveimur kantötum í Grensáskirkju klukkan 17 í dag. Hörður Áskelsson, leiðbeinandi námskeiðsins, kynnir verkin. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 23. maí 2004 – 140. tölublað – 4. árgangur Það getur verið erfitt að ala upp börn og fá þau til að gera það sem er gott, rétt og æskilegt. Foreldr- ar vilja vel en eiga það til að grípa til lyga til að leggja áherslu á mál sitt. Fréttablaðið ræddi við sér- fræðinga um bábiljur sem foreldrar hafa notað við uppeldi barna sinna. LÉTTIR SMÁM SAMAN TIL Léttskýjað um sunnan- og vestanvert landið þegar kemur fram á daginn. Fyrst vestanlands og síðan rofar til sunnantil eftir hádegi. Sjá síðu 6. LÁTINS FÉLAGA MINNST Fylkir og FH léku í gær í Landsbankadeild karla. Liðin áttu að mætast síðastliðinn fimmtudag en leik þeirra var frestað vegna fráfalls Þóris Jónssonar, fyrrum forystumanns í knattspyrnudeild FH. Leikmenn og áhorfendur minntust Þóris með einn- ar mínútu þögn fyrir viðureignina. Nánar um leikinn á síðu 39 VILL EFTIRLITSMENN ÖSE Ástþór Magnússon hyggst kæra forsetakosningarn- ar telji hann framboð sitt skaðast af skert- um aðgangi að fjölmiðlum. Þrír bjóða sig fram til forseta en framboðsfrestur rann út á föstudag. Sjá síðu 2 SAMKEPPNI UM MIÐBÆINN Efnt verður til evrópskrar samkeppni um miðbæ Akureyrar. Tólf stærstu fyrirtæki bæjarins koma að verkefninu og er hugmyndin að miðbærinn verði líkt og þekkist í evrópsk- um borgum. Sjá síðu 4 UMRÆÐU LOKIÐ Umræðum um fjölmiðlafrumvarpið lauk á Alþingi í gær. Þingmenn töluðu samtals í 84 klukku- stundir eða þrjá og hálfan sólarhring samfleytt. Atkvæði verða greidd um málið á mánudag. Sjá síðu 4 VIRKARA EFTIRLIT Ef tryggja á fjöl- breytni í fjölmiðlum þurfa eftirlitsstofnanir að virka sem skyldi og á sjálfstæðan hátt, segir Páll Þórhallsson, sérfræðingur í fjöl- miðlarétti hjá Evrópuráðinu. Útvarpsráð ætti ekki að vera pólitískt skipað. Sjá síðu 6 SÍÐA 18 SÍÐUR 16 & 17 ▲ ▲ STJÓRNMÁL „Mér finnst við vera komin býsna langt inn á þá braut að formenn stjórni flokkunum. Það hefur dregið mjög úr umræðu innan stjórnmálaflokka og samtölum milli manna til að ná niðurstöðu. Síðustu árin hefur færst í vöxt að ákvarðan- ir um mikilsverð málefni séu teknar án þess að flokksmenn eða þing- menn komi að þeim í nægilega mikl- um mæli, og stundum alls ekki. For- ingjastjórnun hefur vaxið mjög,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokksins, í helg- arviðtali við Fréttablaðið. Kristinn hefur einn þingmanna Framsóknarflokksins lýst yfir ein- dreginni andstöðu við hið umdeilda fjölmiðlafrumvarp. Hann gagnrýnir formann sinn og segir hann verða að gæta að því að þingmenn, og aðrir sem eru sér- staklega kjörnir til trúnaðarstarfa, fái að koma sínum sjónarmiðum að og að tekið sé tillit til þeirra sjónar- miða. „Það er ekki nóg að tilkynna mönnum hvað hafi verið ákveðið og hafa síðan einhverja málamyndaaf- greiðslu,“ segir Kristinn. Hann segir ríkisstjórnina á rangri braut og í vetur hafi hún lagt fram mörg vond mál. Í viðtalinu ræðir Kristinn um framtíð stjórnarsamstarfsins og framgöngu forsætisráðherra, með- al annars í fjölmiðlamálinu svokall- aða. Kristinn segir frumvarp for- sætisráðherra vera of brennt því að miða á einstaklinga sem Davíð eru ekki að skapi „Mér finnst stundum að málið snúist um að umsvifamiklir at- hafnamenn verði að lúta valdi for- ystu Sjálfstæðisflokksins annars hafi þeir verra af. Fleiri dæmi um framgöngu forsætisráðherra, til dæmis varðandi umboðsmann Al- þingis og forseta Íslands, eru með þeim hætti að ekki er samboðið virðingu hans.“ Sjá nánar síður 14 og 15 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Hljómsveitin Ske ætlar að leggja land undir fót og er á leið til Bretlands í tónleikaferðalag. Ske á útleið Nemendur Háskólans í Reykjavík hafa unnið að stefnumótun um útrás heilbrigðiskerfisins með innflutningi fótboltamanna. Gert viðskiptaáætlanir fyrir náttúruundur á höfuð- borgarsvæðinu og sorp- hirðu á Norðurlandi svo fátt eitt sé talið. MOSKVA Forseti Rússlands, Vla- dimír Pútín, hefur komið um- hverfisverndarsinnum á óvart með því að tilkynna að hann hygg- ist flýta áætlunum svo að Rúss- land megi uppfylla hlut sinn í Kyoto-sáttmálanum. Kemur tilkynningin í kjölfar loforðs Evrópusambandsins á föstudag um að sambandið styðji Rússa varðandi umsókn þeirra um aðild að Alþjóðaviðskiptasamtök- unum, World Trade Organization (WTO). ESB hefur ítrekað þrýst á Rússa um aðgerðir til að uppfylla Kyoto-sáttmálann, sem samþykkt- ur var 1997 í því skyni að hefta losun koltvísýrings út í andrúms- loftið og stemma þannig stigu við gróðurhúsaáhrifum. Til þess að Kyoto-sáttmálinn verði loksins að veruleika þurfa minnst fimmtíu og fimm þjóðir að virða hann. Útlit er fyrir að með yfirlýsingu Rússlandsforseta muni það nú gerast, en Bandarík- in og fleiri þjóðir hafa ítrekað lýst því yfir að þær muni ekki virða samninginn. ■ Pútín Rússlandsforseti: Virðum Kyoto-samninginn Konunglegt brúðkaup á Spáni: Madríd fagnaði BRÚÐKAUP Grenjandi rigning kom ekki í veg fyrir að íbúar Madrídar flykktust út á göturnar í gær til að fagna konung- legu brúð- kaupi Filips ríkisarfa og heitkonu hans Letiziu Ortiz, sem nú hefur fengið nafn- bótina Letizia prinsessa af Asturias. Letizia er fyrsta konan í sögu Spánar sem gæti orðið drottning þrátt fyrir að vera ekki tiginborin. Madríd var fagurlega skreytt og íbúar fögnuðu gríðarlega að lokinni athöfninni í Atocha-kirkjunni. Mikl- ar öryggisráðstafanir voru í borg- inni og um 20.000 lögreglumenn á vakt. Madríd er enn í sárum eftir sprengjuárás sem var gerð þar á lestarstöð í mars, þar sem 200 manns létu lífið, en borgarstjórinn, Alberto Ruiz Gallardon, sagði að brúðkaupið væri einmitt það sem Madrídarbúar þörfnuðust til að taka gleði sína á ný, Fjögur hundruð gestir þáðu há- degisverð fyrir brúðkaupið, en í veislunni í gærkvöld var boðið upp á tveggja metra háa brúðartertu sem gestir gátu skolað niður með 1.000 flöskum af kampavíni. ■ Ríkisstjórn á rangri braut Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokks segir flokk sinn hafa villst af leið, áhrif einstakra þingmanna hafi minnkað til muna. Kristinn segir ríkisstjórnina á rangri braut.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.