Fréttablaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 2
2 23. maí 2004 SUNNUDAGUR Nei, maður verður að segja það sem maður verður að segja. Mörður Árnason talaði í alls átta klukkustundir af þeim 84 sem fóru í fjölmiðlafrumvarpið á Alþingi. Hann talaði lengst allra þingmanna. SPURNING DAGSINS Mörður, ertu ekkert þreyttur í mál- beininu? Vill eftirlit ÖSE með forsetakosningum Ástþór Magnússon hyggst kæra forsetakosningarnar telji hann framboð sitt skaðast af skertum aðgangi að fjölmiðlum. Hann segir lýðræðið fót- um troðið og líkir aðdragandanum við forsetakosningar í Rússlandi. FORSETAKOSNINGAR Ástþór Magnús- son, einn tveggja frambjóðenda gegn sitjandi forseta Íslands, ætlar að kæra úrslit kosninganna fái hann ekki sömu kynningu og umfjöllun í fjölmiðlum og Ólafur Ragnar Grímsson. Dómsmálaráðuneytið hefur hafnað kröfu Ástþórs um að alþjóðlegir eftirlitsmenn frá Örygg- is- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, fái að fylgjast með aðdrag- anda kosninganna. Í bréfi sem Ástþór sendi dóms- málaráðuneytinu segir að eftir- litsmenn ÖSE hafi gagnrýnt for- setakosningar í Rússlandi fyrr á þessu ári þar sem sitjandi forseti hefði fengið óhóflega mikla um- fjöllun fyrir kosningarnar en aðr- ir frambjóðendur hafi haft lítinn kost á því að kynna sig og stefnu- mál sín. „Því miður hefur slík mis- munun endurtekið sig á Íslandi að undanförnu í aðdraganda kosn- inganna og þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir hafa fjölmiðlar ekki séð af sér,“ segir í bréfinu. Ástþór sagði að efnt væri til ólöglegra kosninga, á blaða- mannafundi þar sem hann greindi fjölmiðlum frá niðurstöðu fundar- ins hjá dómsmálaráðuneytinu. „Ef við lendum í því að við getum ekki komið boðskap okkar á framfæri með eðlilegum hætti og það verði til þess að við töpum kosningun- um þá munum við höfða mál til ógildingar kosningunum,“ segir Ástþór. Aðspurður af hverju hann teldi hugmyndinni hafnað sagði Ást- þór: „Ég get ekki svarað út af hverju það er. Þessi stofnun [ÖSE] segir að hún hafi ekki leyfi til að fara inn í eitthvert ríki og fylgjast með kosningum nema með leyfi viðkomandi ríkisstjórnar. Sam- kvæmt þessu er íslenska ríkis- stjórnin að banna þeim að koma,“ segir Ástþór og bætir við: „Þeir í dómsmálaráðuneytinu eru að fót- umtroða mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem þeir hafa hangandi uppi á vegg í af- greiðslunni hjá sér. Íslendingar gagnrýna aðrar þjóðir og senda eftirlitsmenn. Það er verið að kasta steinum úr glerhúsi.“ Þorsteinn Geirsson, ráðuneyt- isstjóri dóms- og kirkjumálaráðu- neytis, segir dómsmálaráðuneytið verða að fara eftir lögum. „Það er ekki gert ráð fyrir því í íslenskum kosningalögum að erlendir aðilar hafi neitt hlutverk hér við kosn- ingar,“ segir Þorsteinn. gag@frettabladid.is Lítill stuðningur við ríkisstjórnina: Spyrjum að leikslokum KÖNNUN „Þetta kemur mér ekk- ert á óvart. Baugstíðindin hafa hamast gegn ríkisstjórninni síð- ustu vikur og mánuði og það getur verið um tímabundna sveiflu að ræða vegna þess,“ segir Hannes Hólmsteinn Giss- urarson prófessor um niður- stöðu könnunar Fréttablaðsins þar sem kemur fram að aðeins 30,9% þeirra sem taka afstöðu styðja ríkisstjórnina. „Við skul- um spyrja að leikslokum. Ég held að skoðanakannanir séu ekki aðalatriði heldur kosning- ar. Það eru mjög sérstakar að- stæður í þjóðfélaginu núna þar sem allir þrír Baugsmiðlarnir hamast á Davíð Oddssyni og halda því svo fram að þetta sé uppsöfnuð óánægja. En ég held að skammtímaáhrif fjölmiðla séu miklu meiri en langtíma- áhrif þeirra svo ég hef engar áhyggjur. Við spyrjum að leikslokum.“ ■ BANKARÁN Í GRAFARVOGI Tveir menn í haldi. Lögreglan rannsakar málið og leitar fleiri manna sem hugsan- lega eru viðriðnir málið. Fleiri manna leitað vegna bankaránsins í Grafarvogi: Tveir menn í varðhaldi BANKARÁN Tveir karlmenn hafa ver- ið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 26. maí vegna bankaráns í útibúi Lands- bankans í Grafarvogi á föstudag. Þá réðst maður vopnaður öxi að gjald- kera bankans og hafði allt að hálfri milljón króna með sér á brott. Annar þeirra, fæddur 1976, var handtekinn á hlaupum í Foldahverfi í Grafarvogi nokkrum mínútum eftir ránið. Hinn, fæddur 1980, var hand- tekinn þegar lögreglan tók bíl tengd- an ráninu í fyrrakvöld. Yfirheyrslur og tæknirannsóknir standa yfir. Mennirnir hafa áður komið við sögu lögreglu vegna auðgunarbrota og annarra brota. „Frekar höfum við ekki um málið að segja en við útilok- um ekki að fleiri séu viðriðnir mál- ið,“ segir Karl Steinar Valsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn í Reykja- vík. ■ Líkamsárás í Bankastrætinu Karlmaður flutt- ur á slysadeild ÁRÁS Líkamsárás átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Nelly’s í Bankastræti á fimmta tímanum að- faranótt laugardagsins. Karlmaður á þrítugsaldri var sleginn aftan frá með þeim afleiðingum að hann rotað- ist. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild en reyndist ekki alvarlega slasaður. Einn maður var handtekinn vegna málsins og var hann látinn dúsa í fangageymslum lögreglunnar. Málið er í rannsókn. ■ MANMOHAN SINGH Singh undirritaði embættiseið sem forsæt- isráðherra Indlands í gær. Nýr forsætisráðherra Indlands: Singh sór embættiseið INDLAND Manmohan Singh tók form- lega við embætti forsætisráðherra Indlands í gær. Í fyrsta skipti í sögu landsins er forsætisráðherra lands- ins ekki hindúi, en Singh, sem er hagfræðingur fá Oxfordháskóla er síkhi. Singh hefur beitt sér fyrir því að hagkerfi Indlands verði opnað eftir haftastefnu síðustu áratuga og hef- ur hug á að gera Indland að fyrir- myndarríki sem gefur fátækum tækifæri. Singh er talinn hafa þekk- ingu á efnahagsmálum en óttast er að skortur á pólitískri reynslu muni reynast honum erfiður. ■ ■ ÍRAK FÖNGUM SLEPPT Bandaríski her- inn sleppti hópi fanga frá Abu Ghraib fangelsinu í útjaðri Bagdad í gær. Fyrr í þessari viku var því lýst yfir að sleppa ætti 472 föngum, en ekki er vitað hversu mörgum var raun- verulega sleppt. HART BARIST Í KARBALA Hart var barist í helgu borginni Karbala í Írak í gær en bandarískar hersveit- ir höfðu tekið sér stöðu nærri tveimur helgistöðum í miðju borg- arinnar. Að sögn bandaríska hers- ins létu átján uppreisnarmenn lífið í átökunum. Lítill stuðningur við ríkisstjórnina: Fjölmiðlafrumvarpið afgerandi þáttur KÖNNUN „Liggur það ekki nokkuð í augum uppi? Það virðist vera erfitt að lesa þetta öðruvísi en að fjölmiðlafrumvarpið hafi skaðað bæði ríkisstjórnina og stjórnarflokkana,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmála- fræðingur um könnun Frétta- blaðsins þar sem kemur fram að tæplega 70% styðja ekki ríkis- stjórnina. „Ég þykist vita að fjölmiðlafrumvarpið skýri þessa sveiflu. Áður en það kom til þá held ég að ríkisstjórnin hafi verið í allt í lagi málum. Eftir 13 ár verður fólk ekki allt í einu þreytt á ríkisstjórninni þannig að eðlilegast er að álykta að fjölmiðlafrumvarpið sé af- gerandi þáttur hvernig svo sem þreyta með ríkisstjórnina og aðrir þættir spila saman. Þetta er sá atburður sem hleypir sveiflunni af stað. Ef ég man rétt var frekar dræm þátttaka í könnuninni sem er hugsanlega hægt að skýra þannig að sjálfstæðismenn og hugsanlega framsóknarmenn sem eru óánægðir með frum- varpið svari ekki. Þeir eru þó ekki endilega langt frá sínum flokkum þó þeir séu ekki ánægð- ir þessa stundina.“ ■ Aðalfundur RKÍ: Fordæmir ítrekuð brot ÁLYKTUN Aðalfundur Rauða kross Ís- lands fordæmir ítrekuð brot á Genfarsamningnum að undanförnu. Í yfirlýsingu fundarins sem lauk í gær eru fordæmdar hryðjuverka- árásir á óbreytta borgara, pyntingar á föngum og óhófleg beiting vopna- valds sem hafi í för með sér ólýsan- legar þjáningar fyrir saklaust fólk. Rauði krossinn hvetur íslensk stjórnvöld til að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að mannúðarlög verði virt í hvívetna. Fundurinn bendir á að aðildarríki Genfarsamn- inganna hafa bæði skuldbundið sig til að fara eftir samningunum og að tryggja að þeir séu virtir. ■ HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Segir skoðanakannanir ekki aðalatriði heldur kosningar. GUNNAR HELGI KRISTINSSON Telur að óánægðir sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafi setið hjá í könnuninni. ÁSTÞÓR MAGNÚSSON Ástþór segir að ef deilt verði um hvort kosningar hér á landi séu löglegar stórskaði það ímynd Íslands út á við. Hann segir umfjöllun fjölmiðla misskipt og að Norðurljós standi við bakið á forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.