Fréttablaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 6
6 23. maí 2004 SUNNUDAGUR Járniðnaðarmenn semja: Hálfgerð uppgjöf SAMNINGAR Félagsmenn í Félagi járniðnaðarmanna sem starfa samkvæmt kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins hafa sam- þykkt nýgerðan kjarasamning. Á kjörskrá voru 1.237 en 319 greiddu atkvæði eða um 26%. Samningurinn var samþykktur með 219 atkvæðum gegn 95. „Það sem helst náðist fram var að lágmarkstaxtar voru færðir nær greiddum launum sem þýðir að það verður ekki eins hag- kvæmt að keyra framkvæmdir hér á erlendu vinnuafli. Þar hefur hingað til eingöngu verið boðið upp á lágmarkslaun,“ segir Örn Friðriksson, formaður Félags járniðnaðarmanna. „Það er varla hægt að segja að annað skipti máli. Restin er bara aumingjaskapur,“ segir Örn og telur lélega kjörsókn félags- manna stafa af því að fólk sé ein- faldlega búið að gefast upp. Samningurinn gildir frá og með 26. apríl. ■ VEISTU SVARIÐ? 1Hverjir sitja í Þingvallanefnd? 2Nýlega stofnuðu nokkrir hommar íReykjavík nýtt leikfélag. Hvað heitir það? 3Hver er gjarnan nefnd hin íslenskaAlly McBeal? Svörin eru á bls. 30 Deilur harðna um dagabátafrumvarp sjávarútvegsráðherra: Endanlega lokað fyrir alla nýliðun SJÁVARÚTVEGUR „Sóknardagakerfið hefur hin síðustu ár verið eini möguleiki nýliða innan greinarinn- ar og með frumvarpi sjávarút- vegsráðherra er verið að loka þeim dyrum,“ segir Arhur Boga- son, formaður Landssambands smábátaeigenda, vegna breytinga- frumvarps Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra á ákvæðum gildandi laga um veiðar dagabáta. Hafa margir áhyggur af því að ungir menn sem vilja reyna fyrir sér við veiðar muni ekki geta slíkt ef meirihluti smábátamanna fer yfir í kvótakerfið eins og frum- varp ráðherra gefur kost á. Bæði séu smábátar mun dýrari en áður en þar fyrir utan þarf viðkomandi einstaklingur einnig að fjármagna kvótakaup ætli hann sér á sjó. Deilur hafa harðnað til muna meðal hagsmunaaðila eftir að frumvarpið var kynnt og virðist ekki vera sátt um málið eins og ráðherra hélt fram á blaðamanna- fundi. Bendir stjórn Landssam- bands smábátaeigenda á að mál- flutningur ráðherra um að frum- varpið veiti smábátaeigendum raunverulega valkosti sé alls ekki réttur. Arthur segir að í raun sé um þvingunaraðgerðir að ræða og gengið sé þvert á allar yfirlýsing- ar um að vilja ná fram sátt við smábátasjómenn. Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur að sama skapi gagnrýnt frumvarpið og telja þeir að sér vegið enda beri þeir skarðan hlut frá borði miðað við smábátasjómennina. ■ Eftirlit með fjölmiðlum þarf að virka sem skyldi Til þess að tryggja megi fjölbreytni í fjölmiðlum þurfa eftirlitsstofnanir að virka sem skyldi, segir Páll Þórhallsson, sérfræðingur í fjölmiðlarétti hjá Evrópuráðinu. Útvarpsráð ætti ekki að vera pólitískt skipað. FJÖLMIÐLALÖG „Það er algjört grundvallaratriði að eftirlits- stofnun með fjölmiðlum virki sem skyldi, með hófsömum og sjálf- stæðum hætti. Það þarf að byrja á því að kippa því í liðinn áður en farið er út í aðra sálma. Að minnsta kosti þyrfti að hafa það til hliðsjónar ef efla á stjórnsýsl- una á þessu sviði.“ Þetta sagði Páll Þórhallsson, sérfræðingur í fjölmiðlarétti hjá Evrópuráðinu, á fundi sem hald- inn var á vegum R e y k j a v í k u r - akademíunnar í gær. Páll benti á það á fundinum að mikið væri rætt í Evrópu um sameiningu stofnana sem lúta að fjarskipt- um og fjölmiðl- um. „Hér á landi er um að ræða þrjár stofnanir, Póst- og fjarskipta- stofnunina, útvarpsréttarnefnd og útvarpsráð. Spyrja má hvort þörf sé á þessum þremur stofnunum hér á landi eða hvort nær væri að sameina krafta þeirra í eina stofn- un eins og nýbúið er að gera í Bret- landi,“ segir Páll og benti á að þetta hafi einnig verið gert á Ítalíu og fleiri löndum. Páll sagði jafnframt að Evr- ópuráðið hefði gefið út tilmæli um almenningsútvarp. Þar væri lögð áhersla á að yfirstjórn væri sjálf- stæð, en ekki pólitískt skipuð eins og tíðkast hér á landi. Hann ræddi jafnframt um til- mæli Evrópuráðsins um löggjöf gegn samþjöppun á fjölmiðlum sem mikið hefur verið vísað til vegna frumvarps um laga um eignarhald á fjölmiðlum sem af- greitt verður frá Alþingi á næstu dögum. „Tilmælin eru langt frá því af- dráttarlaus enda erfitt að ná sam- stöðu í Evrópu um hvernig ná megi markmiðunum um fjöl- breytni í fjölmiðlum. Það er þó al- mennt viðurkennt að almenn sam- keppnislög dugi ekki ein og sér heldur verði að grípa til annarra úrræða,“ sagði Páll. Sem dæmi um úrræði segir hann að skil- greina mætti með ákveðnum þröskuldi hve mikil markaðseign fjölmiðla megi vera. Hann bendir jafnframt á að í tilmælunum sé sérstaklega bent á gildi þess að setja reglur sem stuðli að rit- stjórnarlegu sjálfstæði. Páll sagði að vel hefði mátt koma í veg fyrir þá samþjöppun í eignaraðild á fjölmiðlum sem átt hefur sér stað á Íslandi að undan- förnu ef ákvæði hefði verið í út- varpslögum sem segði að ef eig- endaskipti væru á meirihlutaeign í ljósvakamiðli myndi útvarps- leyfi falla niður. sda@frettabladid.is MEÐ HÖND Á WINKY Starfsmaður dýragarðsins styður hendi á höfuð hinnar 51 árs gömlu Winky. Leiðir fílar: Dýragarður gefur fíla BANDARÍKIN, AP Wanda þjáist af gigt og fætur Winky eru farnir að gefa sig og því hafa stjórnendur dýra- garðsins í Detroit ákveðið að gefa þær á verndarsvæði fyrir villt dýr. Wanda og Winky eru fílar sem hafa verið í dýragarðinum síðustu árin. Þær hafa hins vegar þolað aðstæður í honum illa sem og kuldann í Detroit. Þar er þröngt um þær þrátt fyrir að svæðið þeirra sé sextán sinnum stærra en Dýragarða- og sædýrasafnasam- tök Bandaríkjanna kveða á um. Hafa þær sýnt merki leiða og streitu af þeim sökum. ■ HANDTEKINN Á NÝ Spænskur dómari hefur fyrirskipað hand- töku Marokkóbúa sem hafði verið sleppt úr fangelsi eftir yfir- heyrslur vegna hryðjuverka- árásanna í Madríd. Nú þykir sannað að maðurinn hafi logið og því fyrirskipaði dómarinn hand- töku hans. MIKILL VIÐBÚNAÐUR Um 15.000 franskir hermenn verða á verði þegar þess verður minnst 6. júní að 60 eru þá liðin frá D-degi, inn- rás bandamanna í Evrópu til að frelsa hana undan oki nasista í síðari heimsstyrjöld. Sautján þjóðhöfðingjar taka þátt í hátíða- höldunum og 8.000 hermenn sem börðust í Normandí. LÖGMANNI SLEPPT Bandaríska lögmanninum Brandon Mayfield, sem var handtekinn vegna gruns um aðild að hryðjuverkaárásun- um í Madríd, hefur verið sleppt úr haldi. Hann var handtekinn eftir að fingraför sem fundust á vettvangi voru rakin til hans. Nú hefur grunur beinst að öðrum manni. VARAÐ VIÐ SJÁLFSMORÐSÁRÁS- UM Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur hvatt löggæslustofn- anir í Bandaríkjunum til að vera á varðbergi gagnvart sjálfs- morðsárásum hryðjuverka- manna. FBI segir enga ákveðna ógn um slíkt en að hættan hafi vaxið vegna mynda af fangamis- þyrmingum í Írak. ■ BANDARÍKIN ■ EVRÓPA -ráð dagsins Geymið hreinsiefni þar sem börn ná ekki til. FUNDUR LANDSSAMBANDS SMÁ- BÁTAEIGENDA Afar skiptar skoðanir eru um dagabáta- frumvarp ráðherra. Sundagarðar kaupa Íslandsfugl á Dalvík: Vilja sameina við Matfugl VIÐSKIPTI Sundagarðar hafa keypt allt hlutafé í Marvali sem rekur kjúklingabúið Íslandsfugl á Dal- vík. Sundagarðar eiga fyrir kjúklingafyrirtækið Matfugl. Marval tók yfir rekstur Íslands- fugls þegar fyrirtækið varð gjald- þrota í fyrra. Í tilkynningu frá Sundagörðum segir að rekstur í kjúklingaiðnaði hafi verið erfiður undanfarin ár og hafi rekstur Marvals verið afar þungur enda sé um litla og óhag- kvæma rekstrareiningu að ræða. Stefnt sé að því að hagræða í rekstri með sameiningu. ■ PÁLL ÞÓRHALLSSON: „Tilmæli Evrópuráðsins um samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlum eru langt frá því af- dráttarlaus enda erfitt að ná samstöðu í Evrópu um hvernig ná megi markmiðunum um fjölbreytni í fjölmiðlum.“ „Spyrja má hvort þörf sé á þessum þremur stofn- unum hér á landi eða hvort nær væri að sam- eina krafta þeirra í eina stofnun.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.