Fréttablaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 12
6%* – Peningabréf Landsbankans www.li.is Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun 01.04.2004–30.04.2004 á ársgrundvelli. Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 560 6000. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 46 15 5 /2 00 4 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 46 15 5 /2 00 4 Banki allra landsmanna á su nn ud eg i V ið sk ip ta fr ét ti r Ferðalagið frá hugmynd til veru-leika er þyrnum stráð. Hug- myndir sem hafa virst frábærar hafa ekki staðist próf raunheims- ins. Undirbúningur slíks ferðalags krefst vandaðrar vinnu og skipu- lagningar. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru nú í óðaönn að kynna verkefni þar sem góðar hugmyndir hafa verið settar í próf gagnrýnnar skoðunar, leiðirnar skilgreindar og hætturnar metnar. Slík vinna eykur til muna líkur á því að ferðalangar góðra viðskiptahugmynda nái áfangastað. Íslendingar koma vel út þegar litið er til samkeppnishæfni þjóðar- innar. Góð menntun er undirstaða slíkrar útkomu til framtíðar. Há- skólinn í Reykjavík hefur allt frá stofnun lagt ríka áherslu á sam- skipti og þjónustu við atvinnulífið. Á hverju ári vinna nemendur raun- hæf verkefni fyrir fyrirtæki og ýmsa fleiri sem geta orðið að arð- bærum verkefnum framtíðarinnar. Nemendur á fyrsta ári vinna við- skiptaáætlanir en nemendur á öðru ári vinna að ítarlegri stefnumótun. Það eru ekki bara nemendur í við- skiptadeildinni sem vinna að þess- um verkefnum. Nemendur í lög- fræði hafa einnig sótt námskeiðin. Nemendurnir segja reynsluna af því góða. Úrlausnarefnin við gerð viðskiptaáætlunar og stefnumótun eru margvísleg og þörf á mismunandi sjónar- hornum; bæði viðskiptalegum og lögfræðilegum. Þar við bætist að í heimi við- skiptanna vinnur fólk með ólíka menntun og bakgrunn að lausn verkefna. Ávinningur beggja Finnur Oddsson, lektor við við- skiptadeildina, stjórnar vinnu nemenda í stefnumótun. „Það er praktískur ávinningur af flestum verkefnanna og sum eru verulega góð.“ Hann segir þessa vinnu ávinning beggja sem sé grund- vallaratriði. „Hér fá nemendur gríðarlega gott tækifæri til þess að takast á við alvöru viðfangs- efni sem fólk í atvinnulífinu er að fást við, á nokkurn veginn sömu forsendum. Það er mjög dýr- mætt.“ Mörg stærstu fyrirtæki lands- ins hafa lagt til verkefni í hendur nemenda Háskólans í Reykjavík. Mörg þessara verkefna eru við- skiptaleyndarmál og nemendur bundnir trúnaði um þau. Leynd þarf að hvíla yfir verkefnum sem varða nýjar hugmyndir og snerta samkeppnisstöðu fyrirtækja. Eitt þeirra verkefna sem góð- fúslegt leyfi fékkst til að segja frá, er stefnumótunarverkefni fyrir Orkuhúsið sem er þjónustumiðstöð á heilbrigðissviði. Innan vébanda Orkuhússins eru fjögur fyrirtæki: Íslensk myndgreining, Sjúkra- þjálfun Íslands, Össur og Stoð- kerfi. „Tilgangur verkefnisins var að skoða möguleika á útflutningi í heilbrigðisþjónustu með inn- flutningi sjúklinga,“ segir Kristín Ágústsdóttir, einn nemandanna sem unnu að verkefninu. Sjónum beint að bæklun Finnur segir kveikju verkefn- isins þá að Gunn- ar Ármannsson, framkvæmda- stjóri læknafé- lagsins, kom að máli við Agnar Hansson, deild- arforseta við- skiptadeildar. Hann segir að heil- brigðisþjónustan sé víðtæk og því hafi þurft að þrengja verkefni nið- ur svo það yrði viðráðanlegt. „Við ákváðum því að einbeita okkur að bæklunaraðgerðum.“ Kristín segir að fyrst hafi hóp- urinn skoðað markaði og þá hafi komið í ljós að sem stendur séu biðlistar lengstir í Bretlandi. „Þeir eru búnir að viðurkenna vanda- málið í Bretlandi og þeir ætla að stytta biðlista. Þeir hafa veitt sjúk- lingum rétt til að sækja sér heil- brigðisþjónustu til annarra landa samkvæmt ákveðnum skilyrðum sem Ísland uppfyllir.“ Kristín og félagar hennar ákváðu að þrengja markhópinn enn frekar. „Í Bretlandi eru starf- andi samtök atvinnuknattspyrnu- manna. Þetta er félag bæði núver- andi og fyrrverandi knattspyrnu- manna og hlúir mjög vel að sínu fólki. Þarna sáum við færi.“ Fót- boltinn tekur sinn toll og slítur liðamótum, auk þess sem gömul meiðsl taka sig upp. „Niðurstaða okkar var að við erum vel sam- keppnishæf. Hér er þjónustan ódýrari en í nágrannalöndunum, auk þess sem við eigum framúr- skarandi lækna,“ segir Kristín. Finnur bætir því við að við verðum að vera ódýrari til þess að vega upp á móti kostnaði sem hlýst af ferðum og uppihaldi. Beckham í Laugardalnum Viðskipti snúast um tengsl. Lyk- illinn af tengslunum við breska knattspyrnumenn liggja í gegnum knattspyrnuþjálfarann Guðjón Þórðarson. Finnur segir að í stefnumótun- inni leggi menn niður fyrir sig nokkur atriði. „Skoðað er hvað við höfum upp á að bjóða. Markaður- inn er skoðaður og komið er með drög að markaðsáætlun. Hver þarf að gera hvað. Hver þarf að hitta hvern.“ Hann segir að þarna sé komin raunsæ forskrift að því hver séu næstu skref. „Þetta er grunn- vinna að því sem koma skal,“ segir Kristín. Niðurstaðan lofar góðu. Ef vel tekst til við að móta vinnuna áfram eru góðir möguleikar á því að hægt verði að gera heilbrigðisþjónust- una að öflugri útflutningsgrein með innflutningi sjúklinga. Hver veit nema maður eigi eftir að mæta David og Victoriu Beckham í göngutúr um Laugardalinn, þar sem hann æfir nýlagað hné? Með þeim fyrirvara náttúrlega að hjónabandið endist betur en hnén. HAFLIDI@FRETTABLADID.IS Innflutningur laskaðra fótboltamanna Nemendur Háskólans í Reykjavík vinna á hverju ári mörg spennandi verkefni sem eflaust eiga eftir að auðga og efla íslenskt atvinnulíf. Ekki skortir á hugmyndaauðgina og vönduð rannsókn- ar- og undirbúningsvinna eykur líkur á að hugmynd verði að veruleika. Eru blindir punktar í þínu útsýni? Áætlanagerð fyrirtækja hugbúnaðarhús Skeifunni 8 108 Reykjavík www.ax.is ax@ax.is frumkvæði / áreiðanleiki / samvinna betri yfirsýn, bætt stjórnun og betri vinnuferlar Hvað þurfa stjórnendur fyrirtækja að hafa til að geta tekið markvissar ákvarðanir sem skila árangri í rekstri? Svarið er einfalt: Yfirsýn. Cognos hugbúnaðurinn veitir stjórnendum nútímans skýlausa yfirsýn. Gríptu tækifærið og kynntu þér kosti Cognos á ráðstefnunni. Skráning á www.ax.is og í síma 545 1000 Ráðstefna Nordica Hótel 27. maí 2004 Á GÖNGU Í LAUGAR- DALNUM Stefnumótunarverkefni um möguleika í heilbrigð- isþjónustu gæti orðið til þess að þekktustu fót- boltamenn Bretlands leiti hingað í bæklunaraðgerð- ir vegna slits og meiðsla. RAUNHÆF VERKEFNI Finnur Oddsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir mikilvægt að raun- hæf verkefni nemenda við skólann séu þess eðlis að atvinnulífið hafi gagn af þeim um leið og nemendurnir þroski þekkingu sína við vinnu þeirra. Niðurstaða okkar var að við erum vel samkeppnishæf. Hér er þjónustan ódýrari en í ná- grannalöndunum, auk þess sem við eigum framúrskar- andi lækna ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.