Fréttablaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 14
14 23. maí 2004 SUNNUDAGUR Mér finnst við vera kominbýsna langt inn á þá braut að formenn stjórni flokkunum. Það hefur dregið mjög úr umræðu innan stjórnmálaflokka og sam- tölum milli manna til að ná niður- stöðu. Síðustu árin hefur færst í vöxt að ákvarðanir um mikilsverð málefni séu teknar án þess að flokksmenn eða þingmenn komi að þeim í nægilega miklum mæli, og stundum alls ekki. Foringja- stjórnun hefur vaxið mjög,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokksins, en hann hefur einn þingmanna Fram- sóknarflokksins lýst yfir eindreg- inni andstöðu við hið umdeilda fjölmiðlafrumvarp. Kristinn segir þessa þróun vera afar óæskilega. „Ég bendi sem dæmi á að verið var að fresta miðstjórnarfundi Framsóknar- flokksins sem átti að halda um þessa helgi. Ég er ekki sammála þeirri ákvörðun. Mér finnst að það eigi að halda miðstjórnar- fundi þegar Alþingi er að störfum, þannig að þeir sem sitja í mið- stjórn geti sagt sínar skoðanir á málum sem eru til umfjöllunar og forystumenn síðan tekið mið af áliti flokksmanna þegar mál eru tekin til endanlegrar afgreiðslu. Ég tel að sérstök þörf hefði verið á að halda miðstjórnarfund áður en fjölmiðlafrumvarpið og fleiri umdeild mál fengju endanlega af- greiðslu. Það verður ekki og búið verður að afgreiða öll málin þegar miðstjórnarmenn koma saman til fundar og þeir hafa þá ekkert um að tala, annað en að segja álit sitt á því sem búið er að gera. Og til hvers að gagnrýna eitthvað sem ekki verður breytt, er þá ekki best að þegja eða tala um annað? Hlut- verk miðstjórnarmanna á hins vegar fyrst og fremst að vera að hafa áhrif á það sem eftir á að gera.“ Grafið undan lýðræðinu Ef Halldór Ásgrímsson ráðfær- ir sig ekki við allan þingflokk sinn hverja ráðfærir hann sig þá við? „Hann, eins og aðrir, kemur sér upp hópi manna sem hann ráðfær- ir sig við og það eru menn utan og innan þingflokks. En forystumenn verða að gæta að því að þing- menn, og aðrir sem eru sérstak- lega kjörnir til trúnaðarstarfa, fái að koma sínum sjónarmiðum að og tekið sé tillit til þeirra sjónar- miða. Þeir eru kjörnir til þess að eiga þátt í niðurstöðunni. Það er ekki nóg að tilkynna mönnum hvað hafi verið ákveðið og hafa síðan einhverja málamyndaaf- greiðslu, það verður að gefa þeim kost á að eiga hlutdeild í niður- stöðunni. Ég hef áhyggjur af þess- ari þróun sem endurspeglast ekki bara í Framsóknarflokknum, heldur sér maður hana einnig í Sjálfstæðisflokknum. Þeir sem eru í forystu starfa oft og tíðum eins og forstjórar í fyrirtækjum og taka ákvarðanir einhliða eða hafa samráð við mjög þröngan hóp. En stjórnmál eru auðvitað ekki það sama og atvinnurekstur. Þeir sem eru forystumenn í stjórnmálum geta ekki tekið ákvarðanir með sama hætti og forstjórar. Menn eru að grafa undan lýðræðinu með því að stytta sér leið til ákvörðunar framhjá kjörnum fulltrúum þjóð- arinnar eða flokksins.“ Ef foringjastjórnun er orðin svo mikil verður það þá ekki til þess að þingmenn fara að greiða at- kvæði gegn samvisku sinni, eins og manni skilst að eigi sér stað innan Framsóknarflokksins í fjöl- miðlafrumvarpinu? „Þessi staða er ekki góð en er ekki ný og mun alltaf gerast öðru hvoru. Það getur auðvitað ekki verið þannig að hver og einn þing- maður geri nákvæmlega það sem honum sýnist. Menn verða að tala sig saman og ná sameiginlegri niðurstöðu í málum. Menn eiga því að gefa sér tíma til að fjalla um mál, til dæmis í þingflokki, þannig að allir telji sig geta staðið að niðurstöðunni, þó hún sé kannski ekki eins og hver og einn vildi hafa hana. Oft er unnið þannig, en svo koma upp mál eins og fjölmiðlamálið þar sem er ver- ið að fá hóp af þingmönnum til að gera það sem þeir vilja ekki.“ Þetta er umdeilt frumvarp en er ekki grafalvarlegt mál að keyra í gegn frumvarp sem engan veginn er víst að standist stjórnarskrá? „Alþingismenn vinna dreng- skaparheit að því að virða stjórn- arskrána í störfum sínum. Ef fram koma frumvörp sem færa má rök fyrir að gangi gegn stjórn- arskránni á einhvern hátt þá verða menn að staldra við og skoða málin. Það þýðir að menn verða leita til sérfræðinga sem geta gefið þingmönnum álit sitt sem kunnáttumenn. Síðan taka menn ákvarðanir þegar það liggur fyrir. Núna horfir málið þannig við að þeir sem eru beðnir um álit eru ýmist í miklum vafa eða segja frumvarpið ekki standast stjórn- arskrá. Það liggur ekki fyrir eitt einasta skriflegt álit frá sérfræð- ingi sem telur málið standast stjórnarskrá. Það nægir mér til að segja: Nú þurfum við að staldra við, hugsa málið betur og taka okkur tíma til þess að gera breyt- ingar.“ Vond mál ríkisstjórnarinnar Hefur þú efasemdir um ríkis- stjórnarsamstarfið? „Ríkisstjórnin er á rangri braut og í vetur hefur hún lagt fram mörg vond mál. Þar er mér efst í huga fjölmiðlafrumvarpið, frumvörp frá dómsmálaráðherra; ákvæði í útlendingafrumvarpinu og frumvarp um meðferð opin- berra mála þar sem lagt er til að hægt verði að hlera síma án dóms- úrskurðar og hægt að halda vitn- isburði frá sakborningi og verj- anda hans. Þarna er verið að brjóta á grundvallarmannréttind- um. Fleiri mál má nefna þar sem menn eru ekki á réttu spori. Dæmi um það er þegar afnema á áminningu hjá starfsmönnum rík- isins og gera forstöðumönnum ríkisstofnanna kleift að reka fólk með miklu auðveldara hætti en nú er. Mér finnst þetta ekki leið til að bæta eitt né neitt. Þá finnst mér furðuleg ákvörðun ríkisstjórnar- innar um sérsveitirnar og dóms- málaráðherra gekk fram af mér við ráðningu dómara í Hæstarétt nýlega. Ríkisstjórnin verður að vanda sig betur. Ég geri þá kröfu til ráð- herra Framsóknarflokksins í rík- isstjórninni að þeir hleypi ekki í gegn máli eins og frumvarpi um meðferð opinberra mála. Þeir eiga að stöðva þetta strax. Menn mega ekki vera svona andvara- lausir, en kannski eru þeir of upp- teknir við að vinna að eigin mál- um og skoða ekki mál annarra ráðherra með nægilega gagnrýn- um hætti. Menn verða að athuga að helmingur þingmanna Fram- sóknarflokksins er í ríkisstjórn og það sem þeir hafa samþykkt þar verður ekki stöðvað í þingflokkn- um og til marks um það þá hefur í vetur engu frumvarpi ríkisstjórn- arinnar verið breytt í meðförum þingflokksins þrátt fyrir að komið hafi fram athugasemdir við ein- stök mál.“ Hver er ábyrgð Halldórs Ás- grímssonar sem formanns flokks- ins? „Hann er verkstjóri af okkar hálfu og á að gæta þess að hlutir séu í lagi.“ Þú ert mjög opinskár og óhræddur að setja fram skoðanir þínar, en er ekki afar ólíklegt að þú verðir nokkru sinni ráðherra meðan Halldór Ásgrímsson er for- maður flokksins? Forystan kann þér varla miklar þakkir. „Þær þakkir eru sjálfsagt í mismiklum mæli. Ég geri ekki ráð fyrir að ráðherradómur bíði mín á næstunni.“ Nauðsyn á áherslubreytingum Nú myndu sjálfsagt einhverjir segja að þú rekist í illa í flokki. „Ég hef lagt mig fram um það í samstarfi við aðra að ná sameigin- legri niðurstöðu. Í vetur hef ég verið formaður iðnaðarnefndar Alþingis. Þar hef ég unnið sam- kvæmt þeim vinnubrögðum sem ég hef tamið mér; að ná samkomu- lagi. Mér finnst mikilvægt að maður átti sig á mismunandi sjón- armiðum í málum og reyni að ná samkomulagi ef það er mögulegt. Ég hef farið með mál iðnaðarráð- herra í vetur í gegnum iðnaðar- nefnd Alþingis og langsamlega flest í samkomulagi. Ég var starf- andi formaður sjávarútvegs- nefndar á haustþingi og það sama var upp á teningnum þar, mál voru yfirleitt afgreidd í sam- komulagi. Mér finnst það vera sönnun fyrir því hvernig ég vinn og hvernig ég vil vinna.“ Þú gekkst úr Alþýðubandalag- inu á sínum tíma og fórst í Fram- sóknarflokkinn. Voru það kannski mistök? Áttu ekki heima í Sam- fylkingunni? „Ég gekk í Framsóknarflokk- inn af því hann skilgreinir sig sem félagshyggjuflokk. Framsóknar- flokkurinn hefur þann kost að hann er mjög praktískur í at- vinnumálum og hefur staðið sig vel í efnahagsmálum. Það var all- ur gangur á því með gömlu flokk- ana. Síðan leist mér ekki á áhersl- urnar í Samfylkingunni í byggða- málum og hafði meiri trú á að Framsóknarflokkurinn stæði sig vel í þeim efnum. Samanlagt var það þetta sem réði afstöðu minni.“ Ætlarðu þér að vera áfram í Framsóknarflokknum? „Ég hef áform um það. Síðustu vikur hef ég fengið mikil viðbrögð frá flokksfólki. Ég tel að afstaða flokksmanna til þeirra umdeildu mála sem ég hef nefnt sé miklu nær þeim skoðunum sem ég hef sett fram en skoðunum ríkis- stjórnarinnar. Ég tel mig standa fyrir stóran hóp kjósenda og flokksmanna. Það má búast við að skoðanir í þessum málum séu skiptar en þær eru alls ekki á einn veg eins og ríkisstjórnin heldur fram.“ Óttastu ekki um örlög flokksins haldi hann áfram á sömu braut? „Ég held að flokkurinn sé að ganga í gegnum ákveðna erfiðleika, það er komin upp mikil þreyta eftir langt samstarf við Sjálfstæðiflokk- inn og mörgum finnst að flokkur- inn sé kominn of langt til hægri. Ég minni á að flokk- urinn skilgreinir sig sem félags- Þeir sem eru í forystu starfa oft og tíðum eins og forstjórar í fyrirtækjum og taka ákvarð- anir einhliða eða hafa sam- ráð við mjög þröngan hóp. En stjórnmál eru auðvitað ekki það sama og atvinnu- rekstur. Þeir sem eru for- ystumenn í stjórnmálum geta ekki tekið ákvarðanir með sama hætti og forstjór- ar. Menn eru að grafa undan lýðræðinu með því að stytta sér leið til ákvörðunar fram- hjá kjörnum fulltrúum þjóð- arinnar eða flokksins.“ ,, KRISTINN H. GUNNARSSON „Menn eiga því að gefa sér tíma til að fjalla um mál, til dæmis í þing- flokki, þannig að allir telji sig geta staðið að niðurstöðunni, þó að hún sé kannski ekki eins og hver og einn vildi hafa hana. Oft er unnið þannig, en svo koma upp mál eins og fjölmiðlamálið þar sem er verið að fá hóp af þingmönnum til að gera það sem þeir vilja ekki.“ Kristinn H. Gunnarsson telur foringjastjórnun vera vandamál í íslenskum stjórnmálum og segir nauðsyn á áherslubreytingum innan Framsóknarflokksins. Ríkisstjórnin er á rangri braut

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.