Fréttablaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 19
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 89 stk. Keypt & selt 20 stk. Þjónusta 30 stk. Heilsa 5 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 13 stk. Tómstundir & ferðir 6 stk. Húsnæði 28 stk. Atvinna 16 stk. Tilkynningar 2 stk. til London og Kaupmannahafnar Tvisvar á dag Erfið staða fyrir fólk eldra en 45 ára sem missir vinnuna BLS. 2 Góðan dag! Í dag er sunnudagurinn 23. maí, 144. dagur ársins 2004. Reykjavík 3.47 13.24 23.05 Akureyri 3.07 13.09 23.15 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á „Mikill áhugi á mannslíkamanum og hvernig hann starfar er aðalástæða þess að ég er í þessu starfi,“ segir Sólrún Sverrisdóttir sjúkraþjálfari hjá Gáska en hún lauk námi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 2000. Sólrún segir starfið vera mjög fjölbreytt þó svo að mest sé um að fólk komi til hennar vegna vandamála í herðum og hálsi sem sé mikið til vegna slæmrar líkamsstöðu við tölvuvinnu. „Fartölvan til að mynda kallar á slæma líkams- stöðu en það eru svo margir farnir að nota hana sem sína aðalvinnutölvu,“ segir Sólrún og jafn- framt að slæm líkamsstaða kalli á ýmsa líkams- kvilla. „Algengt er að fólk komi til sjúkraþjálfara og vilji fá viðgerð á líkamanum en falli svo aftur í sama farið og verði að leita sér hjálpar aftur eft- ir einhvern tíma. En við leggjum áherslu á að fólk sé ábyrgt fyrir eigin líkama og leiðbeinum því svo það geti sjálft ráðist á rót vandans. Þannig felst starfið mikið í því að fræða og kenna,“ segir Sólrún. Það er orðið algengara að sjúkraþjálfarar sérhæfi sig á vissu sviði og þannig vísi þeir á hvern annan svo fólk fái sem besta mögulega þjónustu. „Það er mjög mikil- vægt að þekkja kunnáttu sína og vankunnáttu svo maður geti tekið sem best á vandamálum sjúklingsins.“ Fyrir tveimur árum fór Sólrún á námskeið í Svíþjóð þar sem hún sat í hjólastól í heila viku og lærði að komast ferða sinna þannig. Í framhaldi af því fór hún í vinnuhóp sem stendur fyrir styttri útgáfu af námskeiðinu í haust og fær hún hingað tvo sérfræðinga frá Svíþjóð af því tilefni. „Mér þótti þetta mjög lærdómsríkt og reynslan mun nýtast mér afar vel,“ segir Sólrún. Hún er sífellt að bæta við sig þekkingu í tengslum við starfið og hefur þannig nýverið lokið við nám- skeið í nálastungum sem var ætlað sjúkraþjálf- urum. „Nálastungur eru ástríða mín núna og er ég að byrja að nota þær við meðferð á sjúklingum mínum. Þetta eru ótrúlega spennandi fræði og gaman að geta bætt þessu við hefðbundnu að- ferðirnar,“ segir Sólrún. ■ Starfið mitt: Sat í hjólastól í viku Aðalkjarasamningur milli Efl- ingar stéttarfélags og ríkisins var undirritaður 7. apríl og verður borinn undir atkvæði fé- lagsmanna Eflingar næstu daga. Skrifað hefur ver- ið undir stofnana- samninga við fjöl- menn- ustu ríkis- stofnan- irnar, þar með talið Landspít- ala - háskólasjúkrahús. Mikil vinna hefur farið í samningana en stefnt er að því að ljúka vinnu við þær stofnanir sem eftir eru á næstu vikum. At- kvæðagreiðsla um samninginn fer fram á skrifstofu Eflingar - stéttarfélags, Sætúni 1, 3. hæð, og henni lýkur þriðjudaginn 25. maí kl. 13. Medcare Flaga og Hagvangur voru valin fyrirtæki ársins 2004 í árlegri könnun VR. Medcare Flaga vann í hópi stærri fyrir- tækja með fimmtíu starfsmenn eða fleiri en Hagvangur í hópi minni fyrirtækja með færri en fimmtíu starfsmenn. Bæði fyrir- tækin fengu sérstaka viður- kenningu fyrir afrekið. Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, var stofnað laugardaginn 15. maí á sam- einingarfundi í Munaðarnesi. Í Kili sameinuðust fimm starfs- mannafélög sveitarfélaga en það eru STAK á Akureyri, Starfs- mannafélag Dalvíkurbyggðar, Félag opinberra starfsmanna í Húnavatnssýslum, Starfs- mannafélag Siglufjarðarkaup- staðar og Starfsmannafélag Borgarbyggðar. Tæplega þús- und félagsmenn eru virkir í Kili. Sambands íslenskra sveitar- félaga og Evrópusamtökin halda hádegisfund þriðjudag- inn 25. maí kl. 12-13 í Norræna húsinu. Þar mun Thomas Bryne, framkvæmdastjóri Þró- unarstofu Suðaustur-Írlands fjalla um hvernig Evrópusam- tökin hafa hjálpa við uppbygg- ingu á sveitarfélögum á Írlandi. Fundarstjóri verður Anna G. Björnsdóttir, forstöðumaður þróunar- og alþjóðasviðs Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Fundurinn fer algjörlega fram á ensku, aðgangur er ókeypis og er opinn öllum áhugasömum. Tilkynna þarf þátttöku til evr- opa@evropa.is. Frumvarp félagsmálaráðherra um hækkun á atvinnuleysis- bótum var samþykkt sem lög frá Alþingi laugardaginn 15. maí. Samkvæmt lögunum hækka atvinnuleysisbætur um 11,3% frá 1. mars þessa árs. Ríkisstjórnin hyggst beita sér fyrir því að atvinnuleysisbætur hækki um 3% 1. janúar 2005, 2,5% 1. janúar 2006 og um 2,25% 1. janúar 2007. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu FYRIR ATVINNU Til sölu AVON Searider 5,4 m. 115 Hö Jhonson mótor, GPS, réttingar belgur, kerra og margtfleirra fylgir með. Örn 899 8007. Gunnar 840 2500. Stigamaðurinn ehf. Stigar og handrið úti sem inni. Tré-járn. Gerum föst verðtilboð. Sími 898 7779 og 423 7779. Case 685 XL árg ‘90 4X4 3000 vinnu- stundir. Er með lyftuframbúnaði og mjög vel með farinn. V. 650 þús + vsk. Staðsett í Skagafirði. Uppl. í s. 848 4168. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Nálastungur eru ástríða Sólrúnar Sverrisdóttur sjúkraþjálfara og þykir henni spennandi að geta bætt þeim við hefð- bundnu aðferðirnar. atvinna@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.