Fréttablaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 37
SUNNUDAGUR 23. maí 2004 Sverrir Stormsker Maðurinn sem spurt var um ásíðu fimmtán er Sverrir Stormsker tónlistarmaður. Hann hefur jafnan farið ótroðnar slóðir í lífinu og ekki lagt mikið upp úr að ganga í augun á alþjóð. Tónlist hefur verið hans helsta viðfangs- efni síðustu ár og áratugi en hann hefur að auki unnið í útvarpi og gefið út bækur. Þó mörgum sé einhverra hluta vegna hálfpartinn í nöp við Sverri Stormsker ættu flestir að geta verið sammála um að hann lífgi upp á tilveruna og geri hana skemmtilegri. ■ Gosbrunnur til minningar umDíönu prinsessu verður af- hjúpaðar í júlímánuði í Hyde Park í London. Verið er að undirbúa gríðarlega öryggisgæslu vegna athafnarinnar en breska konungs- fjölskyldan verður á staðnum, þar á meðal Elísabet Bretadrottning, Karl prins og Vilhjálmur prins. Ráðherrar í bresku ríkisstjórn- inni munu einnig mæta, þar á meðal forsætisráðherrann Tony Blair. Rík ástæða þykir til að hafa öfluga gæslu á svæðinu og hluti af henni er bygging sérstaks „örygg- issvæðis“ nálægt gosbrunninum þar sem hinir konungbornu eru taldir verða óhultir ásamt þing- mönnum. Búist er við að tugir þúsunda manna muni mæta og votta Díönu prinsessu virðingu sína. ■ DÍANA PRINSESSA Gríðarleg öryggisgæsla verður þegar gosbrunnur til minningar um hana verður afhjúpaður. Öryggsvarsla um gosbrunn Maðurinn er

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.