Fréttablaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 39
SUNNUDAGUR 23. maí 2004 ■ KNATTSPYRNA Opinn fræðsluráðsfundur í Iðnó 24. maí 2004 kl. 14:30-17:30 STAÐA STRÁKA Í SKÓLA Eiga strákar erfiðara uppdráttar í námi en stelpur? Hentar skólinn ekki þörfum stráka? Ef svo er, hvers vegna? Fyrirlesarar á fundinum eru: Inga Dóra Sigfúsdóttir frá Rannsóknum og greiningu Berglind Rós Magnúsdóttir, starfandi jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla Júlíus K. Björnsson forstöðumaður Námsmatsstofnunar Fundurinn er fyrir foreldra, stjórnmálamenn, skólafólk, fræðimenn og aðra sem láta sig þjóðfélagsmál varða All ll ii rr vee ll koo mnii rr Fræðsluráð Reykjavíkur Úrslitin í vesturdeild NBA: Lakers vann á útivelli KÖRFUBOLTI Úrslitin í vesturdeild NBA hófust í Minneapolis í fyrri- nótt. Þar öttu kappi Minnesota Timberwolves og Los Angeles Lakers. Flestir hallast að sigri Lakers í einvíginu en hins vegar ætti ekki að vanmeta Timberwolves sem var með besta vinningshlutfall allra liða í vesturdeildinni í vetur. Timberwolves hafði yfirhöndina framan af og leiddi mest með 6 stig- um. Lakers var þó aldrei skammt undan og gaf hvergi eftir. Besti leik- maður deildarinnar í vetur, Kevin Garnett, sótti ekki gull í greipar gömlu kempunnar, Karl Malone, sem hélt Garnett niðri með frá- bærri vörn auk þess sem hann skor- aði 17 stig.Timberwolves átti engan leikmann sem gat stöðvað Shaquille O’Neal. Hann skoraði 27 stig í leikn- um og tók 18 fráköst. Kobe Bryant var einnig traustur, skoraði 23 stig og gaf 6 stoðsendingar. Í þriðja fjórðung skoraði Lakers 11 stig í röð og hélt þeirri forystu alveg til leiksloka. Leikurinn var þó í járnum þegar rúmar fjórar mínút- ur voru eftir af fjórða leikhluta. Þá minnkaði Latrell Sprewell muninn í tvö stig og Lakers tók leikhlé. Með Derek Fischer í broddi fylkingar náði Lakers að innbyrða sigurinn og er ljóst að Timberwolves verður að vinna næsta leik, ætli liðið sér að standa í Lakers liðinu. „Í úrslitakeppninni verða stjörn- ur alltaf stjörnur,“ sagði Derek Fischer og átti þar við Kobe Bryant og Shaquille O’Neal. „Það er mikil- vægt að við hinir skilum okkar hlut- verki“ bætti hann við. Annar leikur liðanna fer fram í Minnesota í nótt og er í beinni útsendingu á Sýn. ■ Celtic eru kóngarnir í Skotlandi og það sönnuðu þeir með því að tryggja sér tvennuna í gær þegar þeir lögðu Dunfermline í úrslitum skoska bikarsins, 3-1. Dunfermline komst óvænt yfir á 40. mínútu með marki frá Andrius Skerla og þannig stóðu leikar í hálfleik. Henrik Lars- son spilaði sinn síðasta leik fyrir Celtic og hann kvaddi með stæl. Fyrst jafnaði hann á 58. mínútu og síðan kom hann sínum mönnum yfir á 71. mínútu. Stilian Petrov gull- tryggði síðan sigurinn með þriðja marki Celtic skömmu fyrir leikslok. BARÁTTA Það fór meira fyrir baráttu en fótbolta í Árbænum í gær. Hér gnæfir Fylkismaðurinn Valur Fannar Gíslason yfir hópnum en FH-ingurinn Tommy Nielsen virðist lítt hrifinn af tilburð- um Vals Fannars. Þorbjörn Atli hetja Fylkismanna Fylkir vann góðan sigur á FH í Árbænum í gær. Varamaðurinn Þorbjörn Atli Sveinsson skoraði eina mark leiksins. FÓTBOLTI Það var rigning og völlur- inn var þungur þegar leikurinn fór fram. Þessar aðstæður virtust vera leikmönnum ofviða því þeim gekk ákaflega illa að halda boltanum og spil beggja liða í fyrri hálfleik var tilviljanakennt svo ekki sé meira sagt. FH-ingurinn Víðir Leifsson fékk eina alvöru færi fyrri hálf- leiks, sem var arfaslakur, en var klaufi að skora ekki. Sama vesenið var á liðunum í seinni hálfleik og leikmenn gerðu lítið til þess að hita áhorfendum í kuldanum. Vendipunktur varð í leiknum þegar Þorbjörn Atli kom af bekknum í stað Björgólfs Takefusa því tilkoma hans færði meira líf í sóknarleik Fylkis. Þeir byrjuðu að spila eins og menn og skapa færi og það var vel við hæfi að Þorbjörn Atli skyldi moka boltanum inn korteri fyrir leikslok. FH-ingar áttu ekkert svar við þessu marki og stig- in þrjú fóru því til Fylkismanna. Eins og áður segir var leikurinn slakur og bæði lið geta gert mikið mun betur. Fylkismenn voru þó skömminni skárri og áttu frekar skilið að fá stigin þrjú þótt leikur liðanna hafi í raun ekki verðskuldað nein stig. Markaskorarinn Þorbjörn Atli var að vonum kátur í leikslok. „Þetta var ekki leiðinlegt. Markið var kannski ekki það fallegasta en mikilvægt var það. Ég get samt ekki sagt að við höfum verið að leika vel því við vorum slakir en þrjú stig gegn FH er mjög mikilvægt og alveg frábært.“ Framherji FH-inga, Atli Viðar Björnsson, komst lítið áleiðis í leiknum og var fúll í leikslok. „Þetta var svekkjandi og mér fannst við eiga eitt stig skilið. Þetta var lítill fótbolti enda buðu aðstæður kannski ekki upp á mikinn fótbolta. Svo vorum við klaufar því við þorð- um ekki að taka boltann niður og spila og slíkt kann ekki góðri lukku að stýra.“ henry@frettabladid.is HAFÐU ÞETTA Shaq O’Neal var óstöðvandi hjá Lakers og hér treður hann yfir Michael Olowakandi. FYLKIR-FH 1-0 (0-0) 1-0 Þorbjörn Atli Sveinsson 76. DÓMARI Kristinn Jakobsson Mjög góður BESTUR Á VELLINUM Tommy Nielsen FH TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11-7 (6-3) Horn 4-6 Aukaspyrnur 23-11 Rangstæður 3-0 Spjöld (rauð) 0-3 (0-0) FRÁBÆRIR Enginn MJÖG GÓÐIR Tommy Nielsen FH GÓÐIR Ólafur Páll Snorrason Fylkir Sævar Þór Gíslason Fylkir Þorbjörn Atli Sveinsson Fylkir Daði Lárusson FH ■ ÞAÐ SEM SKIPTI MÁLI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.