Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 2
2 25. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Á maður ekki að segja að gerast, er það ekki fallegri íslenska? Halldór Gylfason og félagar hans úr Geirfuglunum unnu Ske í úrslitum Popppunkts á laugardagskvöldið. SPURNING DAGSINS Halldór, hvað er að ske? Risafyrirtæki borga skatta á Íslandi Hagstætt skattaumhverfi gerir það að verkum að erlend risafyrirtæki stofna dótturfélög um eignarhald og fjámögnun hér á landi. Ríkið fékk hálfan milljarð frá þeim í fyrra og möguleikar frekari vaxtar eru fyrir hendi. VIÐSKIPTI Tugur stórra alþjóðafyr- irtækja hefur skráð fyrirtæki hér á landi vegna hagstæðs skattaum- hverfis. Stærsta félagið eru með um hundrað milljarða í hlutafé. Á síðasta ári greiddu þessi félög hálf- an milljarð í skatta hérlendis sem er um fjögur pró- sent af 13,8 millj- arða skatt- greiðslum fyrir- tækja á landinu. Þór Sigfússon, framkvæmda- stjóri Verslunar- ráðs Íslands, seg- ir mikla möguleika liggja í hag- felldu skatta- og fyrirtækjaum- hverfi. „Skattgreiðslur slíkra fyrir- tækja gætu hæglega orðið tveir til þrír milljarðar innan nokkurra ára ef við markaðssetjum þetta betur.“ Hann segir ekki um það að ræða að hér sé skattaparadís, heldur séum við með einfalt kerfi og lágt skatta- hlutfall. „Þangað eru flest lönd að stefna, en við höfum náð frum- kvæði og getum nýtt okkur það til að ná í upphæðir sem skipta veru- legu máli.“ Fyrirtækin sem um er að ræða eru frá Kanada og Bandaríkjun- um og eru ekki með eiginlega starfsemi hér á landi. Bjarnfreður Ólafsson lögmaður er talsmaður nokkurra þessara félaga. Hann segist ekki vilja gefa upp nöfn þeirra. „Þetta eru risastór nöfn í alþjóðlegum viðskiptum.“ Bjarnfreður segir fyrtækja- samsteypur reka sérstök félög um eignarhald og fjármögnun. Það séu slík félög sem skrái sig hér á landi. „Ástæðurnar fyrir skrán- ingu hér eru fyrst og fremst hvernig tvinnast saman lög og reglur um skatta og félagarétt; hversu auðvelt er að stofna og slíta félögum.“ Hann segir þjón- ustu yfirvalda einnig skipta máli svo sem með bindandi áliti um ákvæði skattalaga frá fjármála- ráðuneytinu. Fyrirtækin viti því hver staðan er miðað við gefnar forsendur. Þá hafi tvísköttunar- samningar vægi. Bjarnfreður segir töluverða möguleika fyrir hendi. „Þetta gæti vaxið mikið ef menn mörk- uðu sér stefnu í þessum málum. Þarna eru veruleg sóknarfæri. Það vantar bara stefnuna og að fylgja henni eftir.“ haflidi@frettabladid.is Fjármálaráðherra í eldhúsdagsumræðum: Næsta verkefni að endur- skilgreina hlutverk RÚV ELDHÚSDAGSUMRÆÐA Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði í eldhús- dagsumræðum á Alþingi í gærkvöld að búa þyrfti þannig um hnútana á fjölmiðlafrumvarpi að einkaaðilar gætu staðið að arðbærum útvarps- og sjónvarrekstri. Nýsamþykkt fjöl- miðlalög voru rauður þráður í um- ræðunum og gagnrýndu talsmenn stjórnarandstöðunnar ríkisstjórnina harðlega fyrir hennar framgöngu í málinu. Geir fjallaði um stöðu einkarek- inna fjölmiðla á markaði og sagði að því yrði ekki neitað að allt frá því að útvarpsrekstur var gefinn frjáls, hefði ekki tekist að búa rekstrinum þannig umhverfi að bæði hann og Ríkisútvarpið fengju þrifist og dafn- að samtímis með eðlilegum hætti. „Næsta verkefni á þessu sviði hlýtur að vera að skilgreina þetta hlutverk upp á nýtt. Gera verður Ríkisútvarpinu kleift að standa hallalaust undir sínum skyldum, sem jafnan verður að endurskilgreina og draga úr. en einnig búa þannig um hnútana að einkaaðilar geti staðið að arðbærum útvarps- og sjónvarps- rekstri án óeðlilegra tengsla við stór- ar fyrirtækjasamsteypur í öðrum at- vinnugreinum,“ sagði Geir. ■ Verð íbúðahúsnæðis: Ekki líkur á lækkun FASTEIGNAMARKAÐUR Ekki eru líkur á að húsnæðisverð gefi eftir við breytingar á húsnæðislánakerfinu sem taka gildi 1. júlí. Greining Ís- landsbanka telur að aukið framboð fjármögnunarkosta, áframhaldandi kaupmáttaraukning og lækkun vaxta Íbúðalánasjóðs muni hvetja til fjárfestinga í íbúðarhúsnæði. Til viðbótar þessu muni lóðaskortur á vinsælum svæðum hvetja til áfram- haldandi hækkunar íbúðaverðs. Fjárhæð samþykktra hús- bréfaumsókna nemur 5,2 milljörð- um króna það sem af er þessum mánuði og stefnir í metútgáfu í mánuðinum. ■ Kaupmáttur launa: Hægari vöxt- ur en í fyrra VISITÖLUR Launavísitalan hækkaði um 0,3 prósent í apríl samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Skýring hækkunarinnar liggur í kjara- samningabundnum hækkunum, en ekki ber á launaskriði í hækkun- inni. Laun hafa hækkað um fjögur prósent síðustu tólf mánuði. Verð- bólga sama tímabils er 2,2 prósent og hefur því kaupmáttur launa vaxtið um 1,8 prósent. Greining Íslandsbanka segir hægari vöxt kaupmáttar að undan- förnu miðað við í fyrra setja mark sitt á einkaneyslu. Spáð er vaxandi kaupmætti á næstunni og vexti einkaneyslu samhliða. ■ Landhelgisgæslan: Sótti veikan sjómann LANDHELGISGÆSLAN Þyrla Land- helgisgæslunnar, TF-SIF, var köll- uð út í sjúkraflug um þrjúleytið í gærdag vegna veiks sjómanns um borð í íslenskum togara, sem staddur er á svokölluðu Hamp- iðjutorgi vestur af Vestfjörðum. Þyrlan millilenti, bæði á útleið og heimleið,á Rifi á Snæfellsnesi til að taka eldsneyti. Gekk sjúkra- flugið vel og lenti þyrlan á Reykjavíkurvellli um kvöldmat- arleytið þar sem neyðarbíll beið með lækni sem flutti sjúklinginn á Landspítalann. Samkvæmt vakt- hafandi lækni gekkst sjúklingur- inn undir hjartaþræðingu og var ástand hans stöðugt. ■ Ariel Sharon: Ekki kærður JERÚSALEM, AP Ríkissaksóknari Ísra- els hyggst ekki ákæra Ariel Sharon forsætisráðherra fyrir meinta aðild hans að mútumáli. Ísraelskar sjón- varpsstöðvar greindu frá þessu í gær. Ísraelskur athafnamaður hef- ur verið ákærður fyrir að múta Sharon og einum syni hans. Sharon getur því einbeitt sér að því að vinna fylgi við nýja áætlun um brotthvarf Ísraelshers og land- tökumanna frá Gaza. Hann hyggst kynna áætlunina fyrir ríkisstjórn sinni næsta sunnudag. ■ „Þetta eru risastór nöfn í alþjóðlegum viðskiptum.“ FJÖLMIÐLALÖG RAUÐUR ÞRÁÐUR Í ELDHÚSDAGSUMRÆÐUM Geir H. Haarde sagði að ekki hefði tekist að búa einkarekstri á fjölmiðlamarkaði þannig umhverfi að bæði hann og Ríkisút- varpið fengju þrifist og dafnað samtímis með eðlilegum hætti. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T MÖGULEIKAR Á ENN FREKARI VEXTI FYRIR HENDI Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, telur að með markaðssetningu ís- lenska skattkerfisins gætu tekjur ríkissjóðs af erlendum stórfyrirtækjum hæglega orðið tveir til þrír milljarðar innan nokkurra ára. DÓMSMÁL Gunnar Örn Kristjáns- son, fyrrverandi forstjóri SÍF, hefur verið ákærður fyrir brot á lögum um endurskoðendur. Hann er sakaður um að hafa framið brotin þegar hann starf- aði sem endurskoðandi Trygg- ingasjóðs lækna. Ákæran sem gefin er út af ríkislögreglu- stjóra verður þingfest í lok júní. Fyrir skemmstu var fyrr- verandi framkvæmdastjóri Tryggingasjóðs lækna, Lárus Halldórsson, ákærður fyrir fjárdrátt samtals að upphæð tæplega 76 milljóna króna á ár- unum 1992-1999. Gunnar Örn var endurskoðandi sjóðsins all- an þann tíma. Ekki er víst hvort Gunnar Örn hafi skrifað undir reikningana vitandi um fjárdráttinn eða hvort hann gerði það í blindni. Ljóst þykir að Gunnar Örn, sem endur- skoðandi sjóðsins, hefði átt að fara betur yfir reikninga sjóðs- ins áður en hann undirritaði þá. Gunnar Örn hætti störfum hjá SÍF fyrr á þessu ári. ■ Ákæra þingfest í lok júní: Fyrrverandi forstjóri SÍF ákærður GUNNAR ÖRN KRISTJÁNSSON Gunnar Örn er ákærður fyrir að hafa skrifað undir reikninga Tryggingasjóðs lækna á með- an fyrrverandi framkvæmdastjóri sjóðsins dró að sér fé. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R FORSÆTISRÁÐHERRANN Sharon ætlar að kynna nýja áætlun um brotthvarf fra Gaza. FJÓRIR LÉTUST Í gær létu fjórir lífið í tveimur sprengingum í Bagdad. Karl og kona létu lífið þegar sprenging tætti bíl þeirra í sundur í gærmorgun. Tveir Bret- ar létust síðar um daginn þegar sprengja sprakk við inngang höf- uðstöðva hernámsstjórnarinnar. 400 SLEPPT Bandaríkjaher segist ætla að sleppa meira en 400 föng- um úr Abu Ghraib fangelsi á föstudag. Eftir að upp komst um misþyrmingar fanga í fangelsinu hefur herinn reglulega tilkynnt um fjöldalausnir fanga á föstu- dögum. ■ ÍRAK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.