Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 4
4 25. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Mun forsetinn staðfesta fjölmiðlalögin? Spurning dagsins í dag: Ætlarðu í ferðalag um hvítasunnuhelgina? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 53% 47% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Haraldur Johannessen: Hefði átt að heimvísa en ekki sýkna DÓMSMÁL „Ég tel dóm meirihluta Hæstaréttar í málverkafölsunar- málinu vera umhugsunarefni og að lögfræðileg álitamál hafi vaknað í tilefni hans,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri um dóm Hæstaréttar í Málverka- fölsunarmálinu. En Pétur Þór Gunnarsson, fyrrverandi eigandi Gallerí Borgar, og Jónas Freydal voru sýknaðir af skjalafalsi og fjársvikum með því að hafa blekkt viðskiptavini til að kaupa málverk sem þeir hefðu tekið þátt í að falsa. Rannsókn málsins var í höndum Ríkislögreglustjóra og er sú dýrasta sem gerð hefur verið hér á landi eða um 50 milljónir króna. „Mér sýnist lögregla og ákæruvald þurfa að fara yfir hvaða þýðingu dómurinn hafi um meðferð sakamála. Íhuga má hvort breyta eigi vinnulagi við rannsóknir sakamála eftir nýjum málsmeðferðarkröfum sem mér virðast felast í niðurstöðu meiri- hluta Hæstaréttar. Hins vegar hafna ég því að starfsmenn Ríkis- lögreglustjóra hafi ekki staðið að meðferð málsins með réttum hætti og tel að heimvísa hefði átt málinu í stað þess að sýkna.“ ■ Herinn áfram næsta árið Fjölþjóðlegt herlið undir forystu Bandaríkjanna verður áfram í Írak næsta árið hið minnsta sam- kvæmt tillögum Bandaríkjamanna og Breta. Írakar geta í fyrsta lagi á næsta ári farið þess á leit að herliðið hverfi á braut. ÍRAK, AP Írakar fá ákveðin völd í hendur við valdaframsal banda- ríska herliðsins í Írak 30. júní en fara ekki með full völd alveg á næstunni samkvæmt drögum að ályktun Sameinuðu þjóðanna um Írak, sem Bandaríkin og Bretland lögðu fyrir öryggisráðið í gær. Samkvæmt henni verður fjölþjóð- legt herlið undir forystu Banda- ríkjanna áfram í Írak alla vega í eitt ár eftir valdaafsalið. Írösk ríkisstjórn, sem verður kosin á næsta ári, fær vald til að fara fram á endurskoðun á veru erlends herliðs en breskir embættismenn segja að ekki sé ætlast til þess að Íraksstjórn fari fram á slíka endurskoðun. Þess í stað standa vonir Breta til þess að yfirstjórn fjölþjóðlega herliðsins verði undir stjórn þjóðaröryggis- ráðs sem í sitji íraski forsetinn, íraskir ráðherra, breskur og bandarískur hershöfðingi. Það á að veita Írökum neitunarvald gagnvart umfangsmiklum aðferð- um eins og þeim sem Bandaríkja- her hefur staðið í að undanförnu. Ekki er þó kveðið á um slíkt fyrir- komulag í ályktuninni heldur gert ráð fyrir að gengið verði frá því síðar. Hernámsstjórnin lætur af völdum um þarnæstu mánaðamót og þá tekur við stjórn Íraka sem situr fram að kosningum í byrjun næsta árs þar sem verður kosið stjórnlagaþing. Það þing skipar bráðabirgðastjórn og semur stjórnarskrá fyrir Írak sem gildir til frambúðar. Ekki er búist við að greidd verði atkvæði um ályktunina fyrr en eft- ir eina til tvær vikur. Tímann þangað til notar Lakhdar Brahimi, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak, til að finna samkomulag meðal Íraka um skipan þeirrar stjórnar sem tekur við 30. júní. ■ Enski boltinn og Skjár einn: Beðið eftir Bretunum SJÓNVARP „Við erum enn að bíða og viljum ekkert frekar en að klára málið,“ segir Magnús Ragnars- son, framkvæmdastjóri Skjás eins, um lokagerð samninga um sýningu á enska boltanum. Magn- ús segir ennþá beðið eftir því að lögfræðingar seljandans klári að ganga frá málum. Til stóð að ganga frá samningunum í þessari viku, en Bretarnir báðu um frest. Magnús segir allt klárt af hálfu Skjás eins að hefja undirbúning og ekki seinna vænna að gengið verði frá samningum. ■ Læknaráð ítrekar mótmæli: Öryggi sjúk- linga ógnað HEILBRIGÐISMÁL Læknaráð Land- spítala - háskólasjúkrahúss hélt aðalfund sinn í gær þar sem það ítrekaði fyrri ályktanir sínar um samdráttaraðgerðir á sjúkra- húsinu. Í ályktun ráðsins kemur fram að sá samdráttur sem þegar hafi orðið dragi verulega úr þjónustu við sjúklinga sjúkrahússins. Að mati Læknaráðsins verður frek- ari niðurskurður til þess að stofna öryggi sjúklinga í hættu. Þá er hætt við að viðbótarsam- dráttur hindri nauðsynlega framþróun á sviðum lækninga, vísinda og kennslu. Læknaráð hvetur til að stefnumótun í heilbrigðisþjón- ustu verði flýtt. Ráðið telur að hagræðingarmöguleikar sjúkra- hússins felist fyrst og fremst í að starfsemi þess verði sam- einuð á einum stað, en kostnað- ur við þær framkvæmdir sé ekki hár miðað við rekstur sjúkrahússins. ■ Kaupmannahöfn: Kjarnorkuvá í grennd HRYÐJUVERKAVÁ Eftirlit með sænska kjarnorkuverinu Barse- back er lítið og auðvelt er fyrir hryðjuverkamenn að komast þar inn fyrirhafnarlítið. Þetta veldur angist hjá Dönum þar sem verið er einungis í 20 kílómetra fjar- lægð frá höfuðborg landsins, Kaupmannahöfn, og vilja menn ráða bót á vandamálinu hið fyrsta. Verður því sett rannsókn af stað og rætt við yfirmenn kjarnorkuversins til að ganga úr skugga um að allt eftirlit verði aukið hið fyrsta. ■ Tónlistartorg Listahátíðar í Kringlunni Dagskrá í dag kl. 17 Rafmögnuð nútíð Hilmar Þórðarson og Ríkharður H. Friðriksson, tónskáld. Áhrif olíuhækkunar á sjómannslaun: Yfir þakinu frá í nóvember OLÍUVERÐ Hækkun olíuverðs að undanförnu hefur ekki áhrif á laun sjómanna, þrátt fyrir teng- ingu heimsmarkaðsverðs olíu við skiptaverð til sjómanna. Ástæðan er sú að olíuverðið er löngu komið yfir mörk þess kostnaðarauka sem sjómenn taka á sig sem launaskerðingu. „Sjómenn eru búnir að vera á lægsta skiptaverði vegna olíuverðsins frá því í nóvember. Hækkanir að undan- förnu hafa því ekki breytt neinu um það,“ segir Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómanna- sambands Íslands. Sjómenn eru í kjaraviðræð- um og segir Hólmgeir hækkandi olíuverð ekki trufla þær viðræð- ur. „Það er margt annað sem gerir það.“ Hann segir sátt um það fyrirkomulag sem er í gildi. Hækkandi olíuverð er að sögn Hólmgeirs sameiginlegt áhyggjuefni sjómanna og út- gerðarmanna. Útlitið er ekkert sérstaklega gott um þessar mundir. „Við vonum auðvitað að verðið lækki, en við höfum séð þessar sveiflur áður.“ ■ HARALDUR JOHANNESSEN Haraldur segist hafna því að starfsmenn hans hafi ekki staðið að meðferð mál- verkafölsunarmálsins með réttum hætti. OLÍAN TRUFLAR EKKI KJARAVIÐRÆÐUR Sjómenn taka þátt í olíukostnaði útgerðar. Sátt er um fyrirkomulagið og hækkanir á olíu eru löngu komnar yfir þau mörk að þær hafi áhrif á kjör sjómanna. ÁFRAM Í ÍRAK Fjölþjóðlegt herlið verður í Írak næsta árið og jafnvel lengur. Bush vonast til að sátt náist um hvernig valdaafsalið fer fram í landinu. TÍMAMÓT 30. júní 2004 Írösk bráðabirgðastjórn tekur við fullveldi landsins. 31. janúar 2005 Kosning til stjórnlagaþings skal fara fram fyrir þennan tíma, má frestast í mánuð. 1. júní 2005 Endurskoða skal veru alþjóðlegs herliðs í Írak innan árs frá samþykkt tillögunnar. LYKILATRIÐI TILLAGNANNA Írakar fá fullveldi. Hersetu lýkur með formlegum hætti. Stjórnlagaþing ákveður hvernig Írak skal stýrt í framtíðinni. Sameinuðu þjóðirnar veita aðstoð við undirbúning að kosningum, ráðgjöf við enduruppbyggingu og ritun stjórnarskrár. Fjölþjóðaher sér um öryggisgæslu í Írak næsta árið. Írakar geta beðið um breytingu á því eftir að ný stjórn tekur við á næsta ári. Bann við vopnasölu til Íraks breytt, fjölþjóðaher og Íraksstjórn fær að kaupa vopn. Írösk ríkisstjórn tekur við stjórn olíuauðlinda.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.