Fréttablaðið - 25.05.2004, Síða 6

Fréttablaðið - 25.05.2004, Síða 6
6 25. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 73.33 0.22% Sterlingspund 131.17 0.08% Dönsk króna 11.78 -0.46% Evra 87.65 -0.44% Gengisvístala krónu 123,00 -0,34% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 328 Velta 8.343 milljónir ICEX-15 2.647 -0,65% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 448.044 Landsbanki Íslands hf. 327.231 Vinnslustöðin hf. 112.592 Mesta hækkun Straumur Fjárfestingarbanki hf 0,78% Hlutabréfsj. Búnaðarbankans 0,54% Síldarvinnslan hf. 0,47% Mesta lækkun Kaldbakur, fjárfestingarfélag hf -5,65% Grandi hf. -1,47% Marel hf. -1,38% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 9.940,6 -0,3% Nasdaq* 1.918,3 0,3% FTSE 4.428,9 -0,1% DAX 3.867,8 0,9% NK50 1.383,4 0,1% S&P* 1.092,7 -0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða stjórnarþingmaður greiddi at-kvæði gegn fjölmiðlafrumvarpinu á Alþingi? 2Ítalskur ökuþór vann sinn fyrsta sigurí Formúlu 1 keppninni um helgina. Hvað heitir kappinn? 3Hvaða þjóðhöfðingi slapp með skrám-ur þegar hann datt af reiðhjóli um helgina? Svörin eru á bls. 39 Unnið að aðalskipulagi Þingvallasveitar: Samþykkt að reisa eitt hús ÞINGVELLIR Unnið er að aðalskipu- lagi Þingvallasveitar og verða hug- myndir um skipulagið að öllum lík- indum kynntar sveitarstjórn á fundi þann 1. júní næstkomandi að sögn Sveins A. Sæland, oddvita Blá- skógabyggðar. Engar ákvarðanir hafi því verið teknar um hugsan- lega uppbyggingu sumarbústaða- lands við Þingvallavatn. „Allt sem við gerum í dag er unn- ið innan ramma gamla svæðisskipu- lagsins sem fellt var úr gildi í fyrra. Allir aðilar hafa gengist undir að vinna í anda þess skipulags,“ segir Sveinn. Að sögn Sveins hefur sveitar- stjórn þó samþykkt byggingu eins íbúðarhúss á svæðinu. Farið hafi verið fram á það við Skipulags- stofnun að veita heimild fyrir bygg- ingu þess. „Það brann gamalt íbúð- arhús fyrir nokkrum árum og við leggjum til að það verði byggt ann- að í staðinn,“ segir Sveinn. Húsið á að rísa í túni í landi Skálabrekku við Þingvallavatn og segir Sveinn það hluta af eðlilegri uppbyggingu við vatnið. „Ég vona að það gangi í gegnum skipulags- ferlið hratt og vel og á ekki von á öðru.“ ■ Kaup VÍS á Lyfju gagnrýnd Persónuvernd hefur sent VÍS bréf vegna kaupa félagsins á Lyfju. „Þessi rekstur fer engan veginn saman,“ segir formaður Mannverndar. Forstjóri VÍS segir útilokað að upplýsingar geti gengið milli fyrirtækjanna tveggja. HEILSUFARSUPPLÝSINGAR Persónu- vernd hefur sent Vátryggingafé- lagi Íslands hf. bréf vegna kaupa félagsins Lyfju hf. Í bréfinu er bent á hættuna sem fylgir því að heilsufarsupplýsingar um ein- staklinga séu misnotaðar. Þá er óskað eftir upplýsingum um til hvaða ráðstafana félagið hyggst grípa til þess að tryggja að upp- lýsingar um lyfjanotkun einstak- linga, sem eru til staðar í gagna- grunni Lyfju, verði ekki notaðar í ómálefnalegum og ólögmætum tilgangi. „Nýjar tækniframfarir hafa gert slíkar upplýsingar verðmæt- ari en flestar aðrar upplýsingar sem til persónuupplýsinga telj- ast,“ segir meðal annars í bréfinu. „Þessi rekstur fer engan veg- inn saman, annars vegar trygg- ingar og hins vegar heilsufars- upplýsingar,“ segir Pétur Hauks- son, formaður Mannverndar. „Þarna er tryggingafélag búið að eignast gífurlegt magn af heilsu- farsupplýsingum sem felast í lyf- seðlunum.“ Pétur bendir á að á lyfseðlinum komi fram nafn og kennitala notanda, lyf hans og oft við hverju þau séu notuð. „Það er auðvelt að reikna það út að þetta er mikið hagsmunamál fyrir tryggingafélag. Þegar miklir pen- ingalegir hagsmunir eru í húfi halda mönnum engin bönd. Þeir seilast eins langt og þeir geta.“ Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, segir með öllu útilokað að upplýs- ingar geti gengið milli fyrirtækj- anna tveggja. „Aðalatriðið er að aldrei hefur staðið til að sameina Lyfju og VÍS. Lyfja verður því rek- in áfram sem sjálfstætt fyrirtæki,“ segir Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS. „Það er því alveg ljóst að upp- lýsingakerfi VÍS og Lyfju verða jafn aðskilin eftir þetta og áður.“ Finnur segir lög og reglur kveða á um hvernig á að fara með persónuupplýsingar. „Það er með öllu óheimilt að VÍS nýti sér á ein- hvern hátt persónuupplýsingar sem Lyfja býr yfir.“ Að sögn Finns verður VÍS auk þess minni- hlutaeigandi að Lyfju. „Við lítum bara þannig á að þetta sé góður fjárfestingarkostur.“ helgat@frettabladid.is Fangaklíkur: Setið um líf Huntleys BRETLAND Fangar í Wakefield- fangelsi eru farnir að veðja hvor af tveimur klíkum í fangelsinu verði fyrri til að myrða barna- morðingjann Ian Huntley. Breska blaðið Daily Mirror hefur eftir innanbúðarmönnum í fangelsinu að fangar ætli að myrða Huntley á kvalarfullan hátt til að hegna honum fyrir að myrða tvær tíu ára stúlkur. Við- mælandi blaðsins segir að það kæmi sér á óvart ef Huntley verð- ur enn á lífi að ári liðnu. Barna- morðinginn er einn hataðasti mað- ur Bretlands, innan og utan fang- elsismúranna. ■ HERSHÖFÐINGINN Forsetinn og hershöfðinginn Musharraf kveðst bjartsýnn eftir spjall við Singh. Forseti Pakistans: Bjartsýnn á friðinn PAKISTAN, AP Pervez Musharraf, forseti Pakistans, kvaðst bjart- sýnn á friðsamlega sambúð Ind- lands og Pakistans eftir samtal við Manmohan Singh, nýjan for- sætisráðherra Indlands. Musharraf sagði Singh hafa verið afar jákvæðan og kveðst hafa svarað í sömu mynt. Stutt er síðan Indland og Pakistan voru á barmi stríðs. Síð- ustu mánuði hafa samskiptin þó batnað, einkum eftir fund Musharraf og Atal Bihari Vajpa- yee, fyrrum forsætisráðherra Indlands, í byrjun árs. ■ AUKIN HARKA Í KASMÍR Ind- verski herinn ætlar að herða að- gerðir sínar gegn aðskilnaðar- sinnum í Kasmír, að sögn eins æðsta yfirmanns hersins. Yfirlýs- inguna gaf hann daginn eftir að 29 manns létu lífið þegar jarð- sprengja sprakk í indverska hluta Kasmír. Hlutabréf og skuldabréf: Hökt í pöruninni VIÐSKIPTI Pörun er í fuglalífinu á vor- in, en í Kauphöll Ísland eru hún allan ársins hring. Pörun hlutabréfa og skuldabréfa var stöðvuð tímbundið í Kauphöllinni í gær. Pörun er það þegar kaup og sölutilboð mætast á markaðnum. „Þetta gerist sjálf- krafa. Það var einhver truflun í upp- lýsingakerfinu, þannig að menn sáu ekki hvað var að gerast,“ segir Her- mann Þráinsson hjá Kauphöll Ís- lands. Sjálfvirk pörun var því stöðv- uð á meðan komist var fyrir truflun- ina, en viðskipti héldu áfram. Stopp- ið stóð í 40 mínútur og þá hófust par- anir að nýju. ■ ■ ASÍA ÞINGVELLIR Unnið er að aðalskipulagi Þingvallasveitar. PÉTUR HAUKSSON Formaður Mannverndar segir skammt á milli þess að tryggja fólk fyrir sjúkdómum og hafa í höndunum heilsufarsupplýsingar. FINNUR INGÓLFSSON Forstjóri VÍS segir útilokað að upplýsingar gangi á milli fyrirtækjanna tveggja þar sem aldrei hafi staðið til að sameina fyrirtækin tvö.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.