Fréttablaðið - 25.05.2004, Side 8

Fréttablaðið - 25.05.2004, Side 8
25. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Landvernd ályktar um umhverfismál: Vilja ákvæði í stjórnarskrá UMHVERFISMÁL Landgræðslu- og um- hverfisverndarsamtök Íslands, Landvernd, vill að komið verði inn ákvæðum í stjórnarskrána um rétt til heilnæms umhverfis og aðgengi að náttúru landsins. Þetta kom fram á aðalfundi samtakanna síðastliðinn laugardag. Tryggvi Felixson, framkvæmda- stjóri Landverndar, segir rétt Íslendinga til heilnæms umhverfis og aðgangs að náttúru mikilvægan. Myndi ákvæðið tryggja alla um- fjöllun um umhverfismál og styrkja stöðu umhverfisverndar. „Við erum ekki með endanlega mótaðar tillögur eða orðalag um þetta, við viljum aðeins fá viðbrögð við því hvort ekki sé full þörf fyrir ákvæði af þessu tagi í stjórnar- skránni. Margar þjóðir hafa séð ástæðu til að festa þetta í grunnlög landsins til dæmis Norðmenn“, seg- ir Tryggvi. Hann vill ekki meina að hugsun- in á bak við þetta tengist virkjana- framkvæmdunum á Austurlandi. „Okkar hugsun er fyrst og fremst sú að hægt sé að treysta á umhverfisvernd með því að hún eigi sér skírskotun í stjórnar- skrána.“ segir hann. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra, segir ráðuneytið ekki hafa skoðað þetta mál sérstaklega en segir eðlilegt að allar góðar hug- myndir séu skoðaðar. ■ Um 20% fyrsta árs nema falla Sautján til tuttugu prósent fyrsta árs nema falla á prófum í framhalds- skólum. Nauðsynlegt er að koma í auknum mæli til móts við nemendur með sértæka námsörðugleika. BROTTFALL FRAMHALDSSKÓLA Sam- kvæmt svörum frá tuttugu og tveimur framhaldsskólum á land- inu féllu um 17-20 prósent fyrsta árs nema á prófum skólaárin 2002- 2003 og 2001-2002. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn frá Guðrúnu Ög- mundsdóttur, þingmanni Samfylk- ingarinnar, á Alþingi um brottfall nema úr framhaldsskólum. Aðeins þrettán framhaldsskól- ar veittu einhverjar tölulegar upp- lýsingar um sértæka námsörðug- leika nemenda skólaárið 2001- 2002 og fjórtán skólaárið 2002 til 2003. Þær upplýsingar sýna að um fimmtíu til sjötíu fyrsta árs nemar sem höfðu fallið á prófum áttu við sértæka námsörðugleika að stríða. Brottfall fyrsta árs framhalds- skólanema hefur farið úr 16,5 pró- sentum í 11,5 prósent frá árunum 1999-2003. Í svari ráðherra kemur fram að upplýsingar vantar frá allmörgum skólum. Guðrún segir nauðsynlegt að skoða þessar tölur og gera ráð- stafanir. „Brottfall hefur minnkað og það er gott,“ segir Guðrún. „Hlut- fallið er samt enn of hátt og of margir eru að falla. Ég hef áhyggj- ur af að þetta séu krakkar með einhvers konar raskanir og flosni úr námi. Það er mikilvægt að við setjum af stað rannsóknarvinnu í það að kortleggja þetta og ætla ég mér að benda ráðherra á það.“ Guðrún segir að mikilvægt sé að koma til móts við þarfir allra nemenda. „Þetta er spurning um marg- breytileika náms og að koma til móts við þarfir allra. Það er til dæmis hægt að gera með því að búa til styttri námsbrautir. Eins tel ég mikla möguleika felast í því að gera samning við lýðháskólana á Norð- urlöndum sem við höfum ekki verið partur af. Þannig að það eru mjög margar áhugaverðar leiðir sem hægt er að fara. Það þarf bara að setjast niður og skoða vel alla þá möguleika sem eru fyrir hendi því þeir eru ótal margir,“ segir Guðrún. halldora@frettabladid.is Hafnaði lagasetningu: Deilt um skjöl KBG LETTLAND, AP Vaira Vike-Freiberga, forseti Lettlands, hefur neitað að skrifa undir lög sem opna á aðgang að leyniskjölum KGB um hvaða Lettar unnu fyrir leyniþjónustuna þá fimm áratugi sem landið var undir stjórn Sovétríkjanna. Lögin banna einnig að þeir sem störfuðu með KGB gegni opinberu embætti næsta áratuginn. Forsetinn óskaði eftir því við þingið að það færi aftur yfir lög- in sem það samþykkti og athugaði sérstaklega hverjir ættu að fá að- gang að skjölunum. ■ © D IS N EY Taktu galdr apróf .... á h eimasíð unni www .klubb ar.is og fin ndu út hvort þú er t norn e ða dís eða h vaða stjör nu þú tilheyr ir. H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Hringdu strax í síma 522 2020 eða skráðu þig á www.klubbar.is. Óvæntur fylgihlutur fylgir með hverri mánaðarsendingu Galdraskraut að gjöf með annarri sendingu ef þú svarar innan 10 daga Fyrstu tvö blöðin á verði eins 690 kr. fyrir tvö blöð Göldrótt áskriftartilboð að myndasögublaði sem slegið hefur í gegn um allan heim: Gítarnámskeið hefst 7. júní EINKATÍMAR Fyrir byrjendur og lengra komna Sími 581 1281 • www.gitarskoli.com GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR, ÞINGMAÐUR SAMFYLKINGAR „Þetta er spurning um margbreytileika náms og nauðsyn þess að koma til móts við þarfir allra.“ NEMENDUR VIÐ MENNTASKÓLANN Í REYKJAVÍK Fall nemenda á fyrsta ári er mikið. Brottfall framhaldsskólanema hefur minnkað frá árinu 1999. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N N AR V . A N D RÉ SS O N FRÁ AÐALFUNDI LANDVERNDAR Ólöf Guðný, formaður Landverndar, Sigríð- ur Anna Þórðardóttir formaður umhverfis- nefndar Alþingis og Rannveig Guðmunds- dóttir alþingismaður.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.