Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 10
10 25. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR ÞÚSUNDIR VIÐ ÚTFÖR Nokkur þúsund manns voru viðstödd útför sjö manna sem fram fór í gær. Mennirnir létust í umsátri Ísraelshers um borgina en alls hafa rúmlega 40 manns látist í henni. Norðurljós um fjölmiðlalög: Málshöfðun hefjist fyrir réttarhlé FJÖLMIÐLALÖG „Þetta eru sértæk lög sem beinast að einu fyrirtæki og eig- endum þess,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norð- urljósa, um lög um eignarhald á fjöl- miðlum sem samþykkt voru á Alþingi í gær. „Skoðun mín á þessum lögum er enn sú sama.“ Að sögn Skarphéðins stefnir félag- ið á að höfða mál gegn ríkinu vegna laganna og er undirbúningur mál- sóknar í fullum gangi. „Það lá fyrir að lögin yrðu sam- þykkt og höfum við því unnið að und- irbúningi málsóknar að undanförnu,“ segir Skarphéðinn. Aðspurður sagðist hann fastlega gera ráð fyrir því að forseti Íslands undirriti lögin og því væri ekki verið að bíða eftir því varðandi ákvörðun um málsókn. Hann sagði að ekki lægi enn fyrir nákvæmlega hvenær form- leg málshöfðun verður, en líklega verði það mjög fljótlega því stefnt sé að því að koma málinu fyrir dómstóla áður en réttarhlé hefst, 1. júlí. Hann sagðist ekki geta svarað því gegn hvaða ákvæðum frumvarpsins málsóknin myndi beinast, enda væri það enn í skoðun. Erlendir sérfræðingar í fjöl- miðlarétti og tjáningarfrelsi komu hingað til lands á vegum Norður- ljósa fyrir skömmu og töldu að frumvarpið bryti í bága við fjöl- mörg ákvæði EES-samningsins og mannréttindasáttmálans. Einnig hafa íslenskir lögfræðingar tjáð sig um að líklega brjóti frumvarpið í bága við íslensku stjórnarskrána, bæði tjáningarfrelsisákvæðið og eignarréttarákvæðið. ■ Umdeilt fjölmiðlafrum- varp orðið að lögum Frumvarp forsætisráðherra um eignarhald á fjölmiðlum var samþykkt með atkvæðum meirihlutans á Alþingi í gær. Kristinn H. Gunnarsson greiddi atkvæði gegn frumvarpinu og Jónína Bjartmarz sat hjá. Forseti Íslands hefur tvær vikur til að staðfesta lögin eða vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. ALÞINGI Umdeilt frumvarp forsæt- isráðherra um eignarhald á fjöl- miðlum var samþykkt á Alþingi í gær með 32 atkvæðum þing- manna stjórnarflokkanna gegn 30 atkvæðum stjórnarandstæðinga og Kristins H. Gunnarssonar, Framsóknarflokki, sem var meðal þeirra sem sögðu nei við frum- varpið. Einn þingmaður greiddi ekki atkvæði, Jónína Bjartmarz, Framsóknarflokki, en hún sagðist ekki geta stutt frumvarpið þrátt fyrir þær umtalsverðu breytingar sem gerðar hefðu verið á því. „Ég vildi sjá frekari breyt- ingar á því. Sem þingmaður geri ég þann fyrir- vara að lögin rúmist innan ramma stjórnar- skrárinnar og þann algilda fyr- irvara gera allir þingmenn þegar þeir taka sæti á þingi og undir- rita drengskap- arheit að stjórn- arskránni. Ég treysti mér ekki til þess að styðja f r u m v a r p i ð núna,“ sagði Jónína eftir að fjölmiðlafrum- varpið hafði ver- ið samþykkt. Breytingartillögur við frum- varpið voru samþykktar með 33 atkvæðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar gegn 24 atkvæðum Samfylkingarinnar og Frjálslynda flokksins, en Kristinn H. Gunn- arsson og fimm þingmenn Vinstri grænna sátu hjá. Nafnakall fór fram við atkvæðagreiðsluna og gerðu fjölmargir þingmenn grein fyrir atkvæði sínu. Fjöldi manns kom sér fyrir á þingpöllum til að fylgjast með afgreiðslu málsins. Davíð Oddsson forsætisráðherra fór í ræðustól og las ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, þá- verandi þingmanns, á Alþingi árið 1995 um mikilvægi þess að setja reglur og jafnvel að grípa til laga- setningar til að sporna gegn óeðli- legum valdatengslum og hringa- myndun fjölmiðla. „Ég geri orð Ólafs Ragnar Grímssonar að mínum; Hringa- myndanir af hálfu fjölmiðla ganga þvert á nútíma hugsun á vettvangi lýðræðis. Ef þessi orð voru rétt árið 1995 þá eru þau enn réttari núna,“ sagði Davíð. Samkvæmt fjölmiðlafrum- varpinu verður óheimilt að veita fyrirtæki útvarpsleyfi ef annað fyrirtæki á meira en 35% eign- arhlut í því og núverandi út- varpsleyfum verður leyft að renna út, þó þannig að ekkert þeirra renni út fyrr en eftir 1. júní 2006. Fyrirtæki sem rekur ljósvakamiðil má ekki eiga í prentmiðli og markaðsráðandi fyrirtæki í óskyldum rekstri mega einungis eiga 5% í fjöl- miðlafyrirtæki. Umræða um fjölmiðlafrum- varpið stóð í 84 klukkustundir samfleytt á Alþingi, en aðeins aðild Íslands að EES árið 1992 var rætt lengur á þingi, eða í um 100 klukkustundir. Fjölmiðla- frumvarpið hefur nú verið sent ríkisstjórninni sem lög frá Al- þingi og hefur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, nú tvær vikur til að taka ákvörðun um hvort hann staðfestir lögin eða vísa þeim til þjóðaratkvæða- greiðslu. bryndis@frettabladid.is „Ég geri orð Ólafs Ragnar Grímssonar að mínum; Hringamynd- anir af hálfu fjölmiðla ganga þvert á nútíma hugsun á vettvangi lýð- ræðis. Ef þessi orð voru rétt árið 1995 þá eru þau enn réttari núna. ATKVÆÐAGREIÐSLA UM FJÖLMIÐLAFRUMVARP JÁ Sjálfstæðisflokkur Arnbjörg Sveinsdóttir Árni M. Mathiesen Birgir Ármannsson Bjarni Benediktsson Björn Bjarnason Davíð Oddsson Drífa Hjartardóttir Einar K. Guðfinnsson Einar Oddur Kristjánsson Geir H. Haarde Guðjón Hjörleifsson Guðlaugur Þór Þórðarson Guðmundur Hallvarðsson Gunnar Birgisson Halldór Blöndal Kjartan Ólafsson Pétur H. Blöndal Sigríður A. Þórðardóttir Sigurður Kári Kristjánsson Sólveig Pétursdóttir Sturla Böðvarsson Þorgerður K. Gunnarsdóttir Framsóknarflokkur Árni Magnússon Birkir J. Jónsson Dagný Jónsdóttir Guðni Ágústsson Halldór Ásgrímsson Hjálmar Árnason Magnús Stefánsson Siv Friðleifsdóttir Valgerður Sverrisdóttir Þórarinn E. Sveinsson NEI Framsóknarflokkur Kristinn H. Gunnarsson Samfylkingin Anna Kristín Gunnarsdóttir Ágúst Ólafur Ágústsson Ásgeir Friðgeirsson Ásta R. Jóhannesdóttir Björgvin G. Sigurðsson Bryndís Hlöðversdóttir Einar Már Sigurðarson Guðmundur Árni Stefánsson Guðrún Ögmundsdóttir Helgi Hjörvar Jóhann Ársælsson Jóhanna Sigurðardóttir Jón Gunnarsson Katrín Júlíusdóttir Kristján L. Möller Lúðvík Bergvinsson Margrét Frímannsdóttir Mörður Árnason Rannveig Guðmundsdóttir Össur Skarphéðinsson Frjálslyndi flokkurinn Guðjón A. Kristjánsson Gunnar Örlygsson Magnús Þór Hafsteinsson Sigurjón Þórðarson Vinstri grænir Jón Bjarnason Kolbrún Halldórsdóttir Steingrímur J. Sigfússon Þuríður Backman Ögmundur Jónasson Sat hjá: Jónína Bjartmarz, Framsóknarflokki UMDEILD FJÖLMIÐLALÖG SAMÞYKKT Á ALÞINGI Umdeilt frumvarp forsætisráðherra um eignarhald á fjölmiðlum var samþykkt á Alþingi í gær með 32 atkvæðum þingmanna stjórnar- flokkanna gegn 30 atkvæðum stjórnarandstæðinga og Kristins H. Gunnarssonar, Framsóknarflokki, sem var meðal þeirra sem sögðu nei við frumvarpinu. Einn þingmaður sat hjá við atkvæðagreiðsluna, Jónína Bjartmarz, Framsóknarflokki. FLOYD ABRAMS, FILIP VAN ELSEN, SKARPHÉÐINN BERG STEINARSSON OG SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON Norðurljós höfða mál á hendur ríkinu vegna nýsamþykktra laga um eignarhald á fjölmiðlum. Stefnt er á að það gerist fyrir réttarhlé, 1. júlí. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.