Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 11
11ÞRIÐJUDAGUR 25. maí 2004   ! " !# $%%&&&'                  Davíð Oddsson: Slíkt vald ekki liðið ALÞINGI „Ég geri orð Ólafs Ragn- ars Grímssonar frá 1995 að mín- um; Hringamyndanir af hálfu f j ö l m i ð l a ganga þvert á nútíma hugs- un á vettvangi l ý ð r æ ð i s . Skoða þarf r æ k i l e g a hvort ekki þurfi að setja reglur og jafnvel lög sem tryggja trúverðugleika fjölmiðlunar í landinu og koma í veg fyrir óeðli- leg valdatengsl og hringamyndun á þessu sviði. Máttur hinna stóru er slíkur að það er ekki hægt í lýð- frjálsu ríki að sætta sig við slíkt vald. Ef þessi orð voru rétt árið 1995 þá eru þau enn réttari núna.“ ■ Kristinn H. Gunnarsson: Leiðir til fábreytni ALÞINGI „Ég hef ekki útilokað að rétt sé að setja löggjöf um einstaka þætti á þessum markaði. Ég hef þó fjar- lægst það eftir því sem liðið hef- ur á umræðuna að rétt sé að setja sérstaka löggjöf um eignarhald á fjölmiðlum og vísa til sam- keppnislaga sem nægjanlegrar löggjafar til að trygg- ja að ekki verði um of mikla sam- þjöppun að ræða. Það eru ýmsir ann- markar á þessu máli, aðallega sá að málið sneiði mjög hart að ýmsum at- riðum stjórnarskrárinnar og það er ekki rétt stefna að Alþingi láti reyna til hins ýtrasta á þanþol stjórnar- skrárinnar. Frumvarpið leiðir til fá- breyttari fjölmiðlaflóru en nú er.“ ■ Ögmundur Jónasson: Háskalega vanhugsað ALÞINGI „Ég tel þetta frumvarp háskalega vanhugsað og ekki líklegt til að ná yfirlýstum tilgangi um að auka fjölbreytni í íslenskum fjöl- miðlum. Þvert á móti er líklegt að hið gagnstæða verði uppi á ten- ingnum og hafa verið færð fyrir því ítarleg rök í umræðum hér á Alþingi. Afgreiðsla málsins veitir þjóðinni dýrmæta innsýn inn í sálarlíf ríkisstjórnar- innar. Vinnubrögð stjórnarflokk- anna og fylgisspekt stjórnarþing- manna við formenn sína hafa verið með þeim hætti að ekki verður sagt að þar séu á ferðinni öflugir liðs- menn lýðræðislegra og vandaðra vinnubragða.“ ■ Jónína Bjartmarz: Stjórnarskrá njóti vafans ALÞINGI „Ég styð hið yfirlýsta mark- mið þessa frumvarps. Ég studdi fram- lagningu þess og mér þótti einsýnt að það tæki breyting- um við meðferð þingsins og ég hef staðið að og stutt við þær grund- vallarbreytingar sem við frum- varpið hafa verið gerðar. Ég er þó ekki sannfærð um að frumvarpið í þessari breyttu mynd standist gagn- vart stjórnarskránni og ég á ekki ann- an kost en að láta stjórnarskrána njóta vafans. Þess vegna get ég ekki stutt frumvarpið og greiði því ekki at- kvæði.“ ■ Halldór Blöndal: Unnir sönnu lýðræði ALÞINGI „Þar sem ég ann sönnum lýð- ræðisháttum, frjálsri fjöl- miðlun og heil- brigðri skoð- a n a m y n d u n segi ég já.“ ■ Bryndís Hlöðversdóttir: Smánarleg vinnubrögð ALÞINGI „Ríkisstjórnin ræðst hér freklega fram í skjóli valdsins á svið sem er afar viðkvæmt og snertir tjáning- arfrelsið, enda hefur málið leitt til harðvítugra deilna í þjóð- félaginu. Allt bendir til að málið þurfi frekari skoðun- ar við af hálfu ríkisstjórnarinnar og það er ekkert sem réttlætir þá fljótaskrift og þau hrak- smánarlegu vinnubrögð sem voru viðhöfð í málinu.“ ■ Mörður Árnason: Vitnaði í Jón Sigurðsson ALÞINGI „Að sérhver maður hafi frelsi til að halda trú þá sem hann vill, tala hvað hann vill, rita hvað hann vill og láta prenta hvað hann vill, meðan hann meiðir engan, þykir v i s s u l e g a engum á Ís- landi frelsi um of. Að líkum hætti má atvinnufrelsi og versl- unarfrelsi ekki missa það sem nokkuð fjör og dugnaður á að komast á fót og má í því skyni ekki hafa stundarskaða nokk- urra manna fyrir augum, heldur gagn alþýðu bæði í bráð og lengd. Jón Sigurðsson 1841. Ég segi nei.“ ■ Guðjón A. Kristjánsson: Gengur gegn lýðræði ALÞINGI „Hér er verið að setja lög sem ganga gegn lýðræðis- legum viðhorfum mikils meiri- hluta þjóðar- innar. Ég hafna þess- um vinnu- b r ö g ð u m sem ganga gegn tjáning- arfrels inu. Ég segi nei.“ ■ Helgi Hjörvar: Reif frumvarpið ALÞINGI „Þegar ríkisvaldið ræðst að frjálsum fjölmiðlum, þegar ríkis- valdið reynir að banna óæskilegum einstaklingum að útvarpa og sjón- varpa skoðunum sínum, þá er veg- ið að tjáningar- frelsinu. Frum- skylda hins háa Alþingis sem hér situr er að stan- da vörð um tjáningarfrelsið. Við þetta frumvarp að ólögum er þess vegna aðeins eitt að gera og það er að rífa frumvarpið í tætlur. Ég segi nei.“ ■ Hjálmar Árnason: Hindrar Berlusconi-ástand ALÞINGI „Með frumvarpinu er verið að stíga skref til að koma í veg fyrir samþjöppun á fjölmiðlamarkaði og stuðla að fjöl- breytni í eignar- haldi í fjölmiðl- um. Með þessu er verið að bregðast við ákalli þing- manna allra flok- ka á síðustu misserum. Viðsnúningur þessara sömu þingmanna núna er þess vegna óskiljanlegur. Með þessu er verið að skapa umgjörð sem kemur í veg fyrir Berlusconi-ástand á íslenskum fjölmiðlamarkaði.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.