Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.05.2004, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 25.05.2004, Qupperneq 14
Sjálfstæðisflokkurinn fagnar í dag 75 ára afmæli sínu. Allt frá stofnun flokksins, þann 25. maí árið 1929, hefur hann verið for- ystuafl í íslenskum stjórnmálum og borið höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálaflokka hvað kjörfylgi áhrærir. Forystumenn flokksins hafa iðulega vísað til hans sem kjölfestu íslenskra stjórnmála. Íhaldsmenn og Frjálslyndir undir einum hatti Sjálfstæðisflokkurinn varð til þegar þingflokkar Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins sam- einuðust. Var flokkurinn stofnað- ur með svofelldri yfirlýsingu: „Það hefur orðið að samkomulagi milli þingmanna Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins að ganga saman í einn flokk, er vér nefnum: Sjálfstæðisflokk.“ Það hefur verið eitt helsta einkenni íslenskra stjórnmála að hægri vængurinn er sameinaður í einum flokki en ekki klofinn eins og tíðkast víða í Evrópu. Nafn flokksins á rætur sínar að rekja til baráttunnar fyrir fullu sjálfstæði íslensku þjóðarinnar. Í grein sem Jón Þorláksson skrifaði í blaðið Heimdall árið 1930 ræddi hann um sjálfstæði út á við og sjálfstæði inn á við. Um hið síðara sagði Jón: „Að hver einstaklingur fái að efla krafta sína og neyta krafta sinna innan marka laga og siðgæðis sjálfum sér, sérhverri stétt og þjóðinni allri til aukinnar velgengni og menningar með því að vinna einn út af fyrir sig eða í frjálsum félagsskap við aðra eða í samvinnu með öðrum, eftir því hvað hverju verkefni hentar best.“ Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt frá stofnun notið mikils kjör- fylgis. Meðalfylgi flokksins er 39% en mesta fylgi hlaut hann í alþingiskosningum árið 1933, 48%. Versta niðurstaða Sjálfstæð- isflokksins er 27,2% í kosningun- um árið 1987 en þá kom fram öfl- ugt klofningsframboð Borgara- flokksins. Úrslit síðustu kosninga, 33,7%, eru þau þriðju verstu í sögu flokksins. Úrslitaafl í umdeildum málum Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft úrslitaáhrif í mörgum um- deildum málum. Flokkurinn hafði forystu um inngöngu Íslendinga í NATO árið 1949 og um gerð varn- arsamnings við Bandaríkin í upp- hafi 6. áratugarins. Undir forsæti Ólafs Thors og Bjarna Benedikts- sonar á tímum Viðreisnarstjórn- arinnar á 7. áratugnum var horfið frá haftabúskap fyrri ára og þátt- taka Íslands í milliríkjaviðskipt- um hófst fyrir alvöru. Þessi tími markaði einnig umdeilt upphaf stóriðju hér á landi og í byrjun 8. áratugarins gengu Íslendingar í EFTA. Baráttan við verðbólgu ein- kenndi íslensk stjórnmál á 8. og 9. áratugnum en af málum sem Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir má nefna frelsi í útvarpsrekstri. Á 10. áratugnum stóð Sjálfstæðis- flokkurinn að umfangsmestu einkavæðingu lýðveldistímans og umbyltingu á íslenskum fjármála- markaði, auk þess sem EES-samn- ingurinn komst í höfn. Áhrif Sjálfstæðisflokksins hafa verið mjög mikil sem sést best á því að flokkurinn hefur setið í ríkisstjórn í 62 ár af 75 ára sögu sinni og átt forsætis- ráðherra í 38 ár samtals. Þá hef- ur hann alltaf haft meirihluta í höfuðborginni ef frá eru talin árin frá 1978 til 1982 og árin frá 1994. Sjö formenn, sex forsætis- ráðherrar Alls hafa sjö menn gegnt embætti formanns Sjálfstæðis- flokksins. Jón Þorláksson var fyrsti formaður flokksins en Jón sat aldrei í ríkisstjórn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Ólaf- ur Thors tók við af Jóni og varð hann mjög áhrifamikill leiðtogi. Ólafur settist fyrst í ríkisstjórn árið 1932 og stýrði fimm ríkis- stjórnum áður en hann lét af embætti í upphafi 7. áratugar- ins. Þá tók Bjarni Benediktsson við flokknum og ríkisstjórn. Bjarni féll frá með sviplegum hætti sumarið 1970 og tók þá Jó- hann Hafstein við embætti for- manns og forsætisráðherra. Árið 1973 var Geir Hall- grímsson kosinn formaður eftir 14 25. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR HREINN DAVÍÐ Umdeildri hreinsun listaverksins Davíðs eftir Michelangelo er lokið á undan áætlun. Sót og skítur sem hafði safnast á styttuna síðustu áratugi var hreinsað í tilefni þess að 500 ár eru frá sköpun listaverksins. Flest bendir til að ráðist hafi verið á brúðkaupsgesti: Myndir finnast úr brúðkaupinu ÍRAK, AP Vísbendingar hrannast upp um að rúmlega 40 manns sem létust í árás Bandaríkjahers í Írak, nálægt sýrlensku landa- mærunum, hafi verið brúðkaups- gestir en ekki erlendir vígamenn eins og bandaríska herstjórnin heldur fram. AP-fréttastofan hefur dreift myndbandi sem er sagt sýna brúðkaupsveisluna sem heima- menn segja að hafi verið ráðist á. Á því myndbandi má sjá brúðina koma á staðinn, menn slappa af í marglitum sessum og pilta dansa við þjóðlög. Meðal þeirra sem fréttamaður og myndatökumaður AP báru kennsl á af myndbandinu var fjöldi vitna sem þeir ræddu við dagana eftir árásina, öll halda því fram að ráðist hafi verið á brúðkaupsgesti eftir að þeir fóru að sofa. Bandaríkjamenn neita þessu. „Það voru engar vísbendingar um brúðkaup; engar skreytingar, eng- in hljóðfæri, engar birgðir af mat eða afgöngum eins og búast mætti við eftir brúðkaup,“ sagði Mark Kimmitt hershöfðingi. „Kannski voru einhver hátíðahöld þarna. Illmenni skemmta sér líka.“ Þrátt fyrir þessi orð Kimmitts gefa myndir sem AP tók á vett- vangi til kynna að þar hafi brúð- kaup átt sér stað. ■ Kjölfesta íslenskra stjórnmála Áhrifamesti stjórnmálaflokkur landsins fagnar í dag stórafmæli. Þann 25. maí fyrir 75 árum gengu þingmenn Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins saman í einn flokk, Sjálfstæðisflokkinn. BORGAR ÞÓR EINARSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING SJÁFSTÆÐISFLOKKURINN 75 ÁRA ■ ASÍA LÉST Á EVEREST Búlgarskur maður varð fyrsti fjallgöngumaður ársins til að láta lífið við að ganga á Ever- estfjall. Lík mannsins fannst í gær en þá hafði mannsins verið saknað í fjóra daga. Talið er að súrefnis- skortur og þreyta hafi kostað hann lífið á leiðinni niður. GASIÐ AF BORGINNI Íbúar í Makhachkala, höfuðstað rússneska Mið-Asíulýðveldisins Dagestan, máttu sætta sig við að borða kaldan mat í gær. Ástæðan var sú að gasleiðsla til borgarinnar fór í sundur en stærstur hluti borgarbúa notar gas við matseldina. Búist er við að íbúar geti hitað sér mat í dag eða á morgun. Á VETTVANGI Eyðileggingin var gríðarleg og brak úr bílum dreifðist víða. Kviknaði í bíl: 16 létust í sprengingu RÚMENÍA, AP Sextán létu lífið þegar bíll sem flutti áburð sprakk í loft upp á vegi í bænum Mihailesti í suð- austurhluta Rúmeníu í gærmorgun. Sex hinna látnu voru slökkviliðs- menn sem voru kallaðir á vettvang eftir að eldur kviknaði í bílnum. Slökkviliðsmennirnir voru að búa sig undir að slökkva í bílnum þegar hann sprakk í loft upp. Þeir vissu ekki hvað var í honum og voru því ekki meðvitaðir um hættuna. Flutningabíllinn tættist í sundur og fimmtán metra breiður gígur myndaðist þar sem hann var. ■ M YN D /A P ÚR BRÚÐKAUPINU Hljómborðsleikarinn, sem sagður er hafa skemmt brúðkaupsgestum, var meðal þeirra sem létust í árásinni. Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokkurinn í forsæti STÆRSTUR OG ÁHRIFAMESTUR Landsfundir Sjálfstæðisflokksins eru haldnir annað hvort ár og þykja með veigameiri stjórnmálasamkomum hérlendis.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.