Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 15
15ÞRIÐJUDAGUR 25. maí 2004 tvísýna baráttu við dr. Gunnar Thoroddsen. Geir myndaði síð- an ríkisstjórn eftir stórsigur flokksins í alþingiskosningum 1974 og var forsætisráðherra til 1978. Þorsteinn Pálsson var kjörinn formaður á landsfundi haustið 1983. Þorsteinn varð forsætisráðherra eftir kosning- ar 1987 en stjórn hans varð skammlíf. Þann 10. mars 1991 bar Davíð Oddsson sigurorð af Þorsteini í afar tvísýnum for- mannslag á landsfundi. Davíð stýrði flokknum síðan til sigurs í kosningum þá um vorið og hef- ur síðan gegnt embætti forsæt- isráðherra. Það segir sína sögu um for- ystuhlutverk Sjálfstæðisflokks- ins að af sjö formönnum hans hafa sex orðið forsætisráðherra. Sá sem varð ekki forsætisráð- herra, Jón Þorláksson, var borg- arstjóri Reykvíkinga í for- mennskutíð sinni. ■ Guðjón A. Kristjánsson: Foringja- dýrkun SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, er ekki hrifinn af þróun síns gamla flokks. „Mér finnst gæta mikillar ofstjórn- unar og foringja- dýrkunar. Mér finnst einnig að iðulega hafa verið gengið þannig fram með laga- setningu að það hafi rýrt lýðræðið í landinu og at- vinnurétt hinna dreifðu byggða.“ „Ég vona að flokkurinn eigi eft- ir að breytast í aðra veru en hann hefur verið að þróast á síðustu árum,“ sagði Guðjón. ■ Afganistan: Fyrsti norski hermaður- inn fallinn AFGANISTAN Fyrsta mannfall Norð- manna í baráttunni gegn hryðju- verkamönnum er staðreynd. Á sunnudagskvöld lést norskur her- maður af sárum sínum eftir árás talibana á bílalest hermanna í Afganistan. Var hann ásamt félög- um sínum á heimleið til höfuð- stöðva sinna í Kabúl þegar árásin var gerð en aðrir í bíl hans sluppu ómeiddir. Eru Norðmenn minntir óþægilega með þessum hætti á að þrátt fyrir að stríðið í Afganistan hafi fallið í skuggann á öðrum átökum er langur vegur frá því að þar sé búið að reka hermenn tali- bana frá landinu. ■ Spánn: Áhorfsmet á brúðkaup SPÁNN Rúmlega 25 milljónir Spánverja sátu sem fastast fyrir framan sjónvarpsskerminn á laugardaginn var þegar Felipe Spánarprins giftist sjónvarps- stjörnunni Letizíu Ortís í beinni útsendingu spænska ríkissjón- varpsins. Er þetta áhorfsmet í landinu samkvæmt tölum TVE en fyrra met vegna viðburðar af þessu tagi voru 22 milljónir manna. Meðaláhorf hvers og eins var mælt 94 mínútur alls. ■ ÁTÖK Í AFGANISTAN Langur vegur er frá því að ástandið sé orðið tryggt í Afganistan þrátt fyrir loforð Bandaríkjamanna þar um. HJÓNABANDIÐ INNSIGLAÐ Brúðkaup Felipe Spánarprins og unnustu hans vakti gríðarlega athygli á Spáni. M YN D /A P GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON Steingrímur J. Sigfússon: Þarf hvíld frá völdum SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN „Ég óska flokknum til hamingju, það er ekki annað við hæfi á tímamótum í sögu stórra hreyfinga, hvort sem maður er þeim fylgjandi eða ekki,“ sagði Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstrigrænna. Orðið sem mér dettur í hug sem lýsir ástandi flokksins nú um stundir er orðið valdþreyta, flokk- urinn þarfnast sárlega hvíldar frá völdum og endurhæfingar.“ Hann segir flokkinn hafa ver- ið gríðarlega öfl- uga valdastofnun í landinu, meira og minna allan sinn tíma. „Sem betur fer hefur verkalýðshreyf- ingin og harðsnúnir vinstrisinnað- ir stjórnmálaflokkar tryggt nokk- uð mótvægi við hann,“ sagði Steingrímur. ■ STEINGRÍMUR SIGFÚSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.