Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 16
16 25. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR NÝI TÍMINN OG GAMLI Nútíð og fortíð mættust í göngu til minn- ingar um heilagan Kýrillius, sem hannaði letrið sem er kennt við hann. Gamli mað- urinn á myndinni klæðist herbúningi úr seinni heimsstyrjöld og heldur á mynd af Nikulási II Rússlandskeisara sem missti völdin 1917. Afríka: Grunur um ný tilfelli af ebólu SJÚKDÓMAR Grunur leikur á að af- brigði af hinni skæðu ebóluveiru hafi stungið sér niður í suðurhluta Súdan og hefur Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin sent sérfræðinga til lands- ins til hjálpar. Borist hafa fregnir af fimmtán sem sjúkir eru og hafa þeg- ar fjórir þeirra látist. Hundrað aðrir eru undir eftirliti lækna en afar erfitt er að greina sjúkdóminn þar sem fyrstu einkenni hans eru hiti og verkir í liðum en slíkt getur átt við marga sjúkdóma. Orsök ebólu er enn ekki kunn en versta afbrigði hennar dregur 90 prósent þeirra sem sýkjast til dauða á tveim til þrem dögum. Á stuttum tíma fær einstaklingur mikinn hita og höfuðverk og skömmu síðar fær viðkomandi ælupest og niðurgang. Síðan fylgir óráð og örmögnun sem síðan leiðir til innvortis blæðinga. Mikill blóðmissir verður þess vald- andi að erfitt verður um andardrátt og flestir látast skömmu síðar. Eng- in lækning er enn til þrátt fyrir að talsvert hafi verið unnið í þá átt undanfarin ár. ■ Ellefta bankaránið Frá fyrsta apríl í fyrra hafa verið framin ellefu bankarán. Í öllum nema einu hafa ræningjarnir ýmist verið vopnaðir eggvopnum eða bareflum. Þrír menn sem grunaðir eru umvopnað rán í Landsbankanum við Gullinbrú síðasta föstudag sitja í gæsluvarðhaldi til morguns. Tveir mannanna voru handteknir sama dag og ránið var framið en sá þriðji daginn eftir. Var bankaránið í Landsbankanum við Gullinbrú það þriðja á þessu ári og það ellefta síðan fyrsta apríl í fyrra. Flest ránin hafa verið upplýst að fullu og hefur dómur hefur verið kveðinn upp í nokkrum þeirra. Sá sem framdi vopnað rán í Íslands- banka í Lóuhólum er enn ófundinn en málið er enn í fullri rannsókn. Þá hefur enginn játað ránið í SPRON í Hátúni í janúar. DNA-sýni úr gögn- um málsins passa við einn mann sem staðfastlega neitar sök. Rannsókn- inni er lokið og verður það dómstóla að skera úr um sekt eða sakleysi mannsins. Taldi í sig kjark hjá skósmiðnum Bylgja bankaránanna hófst þriðjudaginn fyrsta apríl á síðasta ári þegar nítján ára piltur kom vopn- aður hnífi inn í Sparisjóð Hafnar- fjarðar við Reykjavíkurveg. Hann náði öllum peningum úr skúffu eins gjaldkerans eða 1.692.000 krónum. Lögreglan í Hafnarfirði leit rann- sóknina mjög alvarlegum augum. Grunur var um að ræninginn hefði flúið á bíl. Karl Karlsson, skósmiður í Skóaranum í næstu byggingu við bankann, sagði að um sama leyti og ránið var framið hafi piltur komið inn til sín og viljað fá að bíða þar. Lýsing Karls á ræningjanum passaði við þá mynd sem lögreglan hafði af honum. Ræninginn var handtekinn föstu- daginn fjórða apríl og var hann úr- skurðaður í gæsluvarðhald í viku. Í fyrstu neitaði hann sök en lögreglan hafði sterkar vísbendingar sem tengdu hann við málið. Hann hafði lítillega komið áður við sögu lög- reglu. Eftir að hann játaði á sig ránið var honum sleppt úr gæsluvarðhaldi. Hann hafði komið peningunum fyrir á víðavangi og var búinn að eyða hluta þeirra áður en lögregla náði að koma höndum yfir þá. Vísaði aldrei á ránsfenginn Maður um tvítugt ruddist inn í Sparisjóð Kópavogs við Hlíðarsmára vopnaður hnífi þann 16. maí í fyrra. Hann svipti sér inn í mannlausa gjaldkerastúku og hrifsaði peninga úr skúffu, um 900 þúsund krónur. Að því loknu hljóp hann út. Vitni sáu til ræningjans hlaupa til suðurs þegar hann kom út úr sparisjóðnum. Ör- yggismyndavélar náðu myndum af manninum sem ekki huldi andlit sitt. „Mér sýnast þetta vera sæmilegar myndir þegar búið er að skýra þær og skerpa. Við erum ekki búnir að bera kennsl á manninn og getur það reynst erfitt þrátt fyrir myndirnar. Ekki er víst að lögreglan þekki and- litið á kauða og við leitum til fjöl- miðla til að birta mynd af honum,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi. Ræninginn gaf sig fram við lög- reglu eftir að myndir voru birtar af honum í fjölmiðlum. Hann vildi þó aldrei gera grein fyrir hvar pening- arnir væru. Fyrir dómi sagði ræn- inginn að hann hefði rænt bankann til að losna undan fíkniefnaskuld. Peningana endurgreiddi hann með hjálp foreldra sinna. Hann var dæmdur í níu mánaða fangelsi skil- orðsbundið til fimm ára í Héraðs- dómi Reykjaness í lok febrúar síð- astliðinn. Henti þýfinu út úr bílnum Tveir starfsmenn voru í af- greiðslu og einn viðskiptavinur voru í Landsbankanum í Grindavík þegar maður vopnaður hnífi ruddist inn í bankann 5. júní á síðasta ári. Maður- inn hljóp úr bankanum með pening- ana sem hann náði, rúmum 900 þús- und krónum. Skömmu eftir ránið lokaði lögreglan öllum undankomu- leiðum frá Grindavík. Innan við hálf- tíma eftir ránið stöðvaði lögreglan bíl á leið úr bænum. Bílstjórinn var nítján ára piltur sem passaði við lýs- ingu á ræningjanum. Þýfið var ekki í bílnum og hóf lögreglan þá umfangs- mikla leit. Leitarhundar og björgun- arsveitarmenn aðstoðuðu við leitina. Þýfið fannst í svartri tösku í veg- kantinum nærri Reykjanesvita. Ræninginn hafði hent töskunni úr bílnum þegar hann varð var við að- gerðir lögreglu. Síðar gekkst hann við ráninu og benti lögreglu á stað þar sem var að finna fatnaðinn og hnífinn, sem var eldhúshnífur með tuttugu sentímetra hnífsblaði. Ræninginn reyndist vera sá hinn sami og rændi Sparisjóð Hafnar- fjarðar í byrjun apríl. Hann var dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir ránin. Hann bar því við að ránin hefði hann framið til að greiða skuldir sínar og komast hjá handrukkurum. Beið eftir strætó 25 ára maður rændi eitt hundrað þúsund krónum í Íslandsbanka á Eiðistorgi þann 29. ágúst í fyrra. Hann gekk inn fyrir gjaldkerastúku, fram hjá starfsmanni og tók peningabúnt og hélt út. Starfsmenn gerðu lögreglu viðvart um ránið með því að þrýsta á öryggishnapp og mætti fjöldi lögreglumanna á stað- inn. Einn starfsmanna bankans veitti ræningjanum eftirför og gat sagt til um hvar hann væri að finna. Níu mínútum eftir að ránið var tilkynnt var ræninginn handtekinn í strætó- skýli á Eiðisgranda þar sem hann hélt á ránsfengnum í rauðum bak- poka og beið eftir strætó. Maðurinn, sem er góðkunningi lögreglunnar, var hvorki vopnaður né huldi andlit sitt. Hann veitti lögreglunni enga mótstöðu. Eins og mörgum er kunnugt er lögreglustöð á næstu hæð fyrir ofan útibúið, en lögreglumenn stöðvar- innar voru fjarstaddir þegar ránið var framið. Ræninginn gengur enn laus Þann 18. september kom maður inn í Íslandsbanka í Lóuhólum, vopn- aður eggvopni, stökk yfir gjaldkera- borð, hrifsaði peninga úr skúffunni og hljóp á brott. Hörður Jóhannes- son, hjá lögreglunni í Reykjavík, sagði að myndirnar úr öryggis- myndavélum af ræningjanum væru nokkuð skýrar og þær séu eitt af því fáa sem lögreglan gæti stuðst við. Ákvörðun var tekin um að birta ekki myndir af ræningjanum í fjölmiðl- um vegna eðlis þeirra að sögn Harð- ar. Í ráninu hljóp ræninginn út og hvarf. Hann var venjulegur útlits og engin auðkenni við hann og því fá kennileiti. Ræninginn er enn ófund- inn. Eyddi helmingi ránsfengsins Sautján ára piltur vopnaður hnífi, klæddur lambhúshettu með götum fyrir augu og munn, kom inn í Spari- sjóð Hafnarfjarðar og heimtaði pen- inga í poka þann 14. nóvember 2003. Eftir að hafa fengið peningana af- henta hvarf ræninginn á braut. Skömmu eftir ránið mætti lögreglan á staðinn með sporhund til að freista þess að finna flóttaleið ræningjans. Var þetta annað ránið í sparisjóðnum á skömmum tíma og var starfsfólk- inu illa brugðið. Fjölmiðlar fengu upplýsingar um að ræninginn hafi fengið óverulega upphæð í hendurn- ar. Ræninginn náðist nokkrum dög- um eftir ránið og játaði verknaðinn við yfirheyrslur hjá lögreglu. Hann vísaði á það sem eftir var af ráns- fengnum en þá hafði hann verið bú- inn að eyða um helmingi hans. Lög- regla vildi á sínum tíma ekki gefa upp hvernig hún komst á spor ræn- ingjans né hvort pilturinn hefði áður komist í kast við lögin. Ók eigin bíl á flóttanum 21 árs maður með lambhúshettu ruddist inn í Búnaðarbankann við Vesturgötu og ógnaði gjaldkera með hnífi og hélt á brott með peninga í plastpoka þann 17. nóvember í fyrra. Sjónarvottar sögðu ræningjann hafa verið hávaxinn og stæltan. Þegar hann kom aftur út úr bankanum tók hann niður húfuna en skýldi andlit- inu með annarri hendinni og skokk- aði niður á Nýlendugötu þar sem hann fór upp í rauðan bíl. 25 ára vin- ur hans ók eigin bíl á flóttanum. Ungt par veitti ræningjunum eftir- för austur eftir Sæbrautinni. Þegar þau misstu sjónar af bílnum héldu þau til baka og gáfu lögreglu hald- góðar upplýsingar um bílinn og ferð- ir ræningjanna. Fljótlega fundust ræningjarnir. Báðir höfðu þeir kom- ið við sögu lögreglu en áttu þó ekki langan brotaferil að baki. Ræningjanum var neitað um pen- inga Maður vopnaður hnífi ógnaði starfsfólki Landsbankans við Gullin- brú og krafðist peninga þann fimmta desember í fyrra. Eftir að starfsfólk- ið neitaði að afhenda honum peninga snéri hann við og fór út og upp í bíl. Ræninginn og samverkamaður hans náðust skömmu eftir ránið en vitni sá bæði bílinn og bílnúmer. Bíllinn fannst fyrir utan heimili annars mannanna sem voru 22 og 24 ára gamlir. Þeir játuðu verknaðinn við yfirheyrslur hjá lögreglu og var sleppt að því loknu. Báðir eiga þeir sakaferil að baka þó að þeir hefðu ekki áður framið verknað í líkingu við þennan. Ellefu handteknir vegna ránsins Tveir menn vopnaðir bareflum og með hulin andlit ruddust inn í úti- bú SPRON við Hátún níunda janúar. Þeir brutu gler í einni gjaldkera- stúkunni, hrifsuðu peninga úr HERMENN AÐ STÖRFUM Í ÍRAK Verkamannaflokkurinn í Bretlandi óttast að erfiðleikar hernámsliðsins í Írak geti haft áhrif á úrslit flokksins í borga- og sveitar- stjórnarkosningunum í júní. Kosningar í Bretlandi í júní: Óttast áhrif stríðsins í Írak BRETLAND, AP Verkamannaflokk- urinn telur erfiðleika her- námsliðsins í Írak geta haft áhrif á úrslit í borga- og sveitar- stjórnarkosningum sem fara fram í Bretlandi þann 10. júní. Peter Hain, sem gegnt hefur embætti ráðherra Wales, óttast afleiðingar stefnu ríkisstjórnar Verkamannaflokksins vegna Íraksmálsins. Hann segir stefnu flokksins í málinu hafa valdið miklum vanda og segist óttast að kjósendur sitji annað hvort heima eða kjósi jafnvel annan flokk en Verkamannaflokkinn. ■ – hefur þú séð DV í dag? Sjálfstæðis- flokkurinn vildi verðlauna Árna Óánægja innan Framsóknar M YN D /A P FRÁ SÚDAN Fundist hefur nýtt afbrigði af hinni skæðu ebóluveiru í suðurhluta landsins en veiran dregur fólk til dauða á nokkrum dögum. EBÓLUFARALDURINN: 1976 Súdan 117 látnir 1976 Kongó 280 látnir 2000 Úganda 173 látnir 2002 Úganda 100 látnir 1.apríl 2003 Sparisjóður Hafnarfjarðar 16. maí 2003 Sparisjóður Kópavogs 5. júní 2003 Landsbankinn í Grindavík 29. ágúst 2003 Íslandsbanki á Eiðistorgi 18. september 2003 Íslandsbanki við Lóuhóla 14. nóvember 2003 Sparisjóður Hafnarfjarðar 17. nóvember 2003 Búnaðarbankinn við Vesturgötu 5. desember 2003 Landsbankinn við Gullinbrú 9. janúar 2003 SPRON í Hátúni 17. maí 2003 SPRON Mjóddinni 21. maí 2003 Landsbankinn við Gullinbrú HJÖRDÍS RUT SIGURJÓNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING SKRIFAR UM BANKARÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.